Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 74
74 bíó Helgin 22.-24. nóvember 2013  Frumsýnd CatChing Fire Þ au undur og stórmerki gerðust í 74. Hungurleikunum að tvö ungmenni lifðu hildarleikinn af, þau Katniss Everdeen og Peeta Mellark. Eins og allir sem þekkja til sögunnar vita var það fyrir hugrekki og hugvit Katniss sem þau lifðu bæði af en leikarnir höfðu áður gengið út á að aðeins eitt ungmenni frá einu af hinum tólf fylkjum endurreistu Bandaríkjanna, Panem, stæði uppi sem sigurvegari. Þau snúa aftur heim í fátæka fylkið sitt númer 12 en fá ekki að dvelja lengi í faðmi vina og ættingja þar sem þeim er uppá- lagt að fara í sigurför um landið. Þessi áframhaldandi samvera kyndir undir þeim tilfinningum sem Katniss og Peeta fundu sín á milli á meðan þau börðust fyrir lífi sínu og áherslan er í þessari mynd meiri á ástarþríhyrninginn sem dreginn var upp í The Hunger Games. Peeta hefur verið skotinn í Katniss árum saman en Katniss og æskuvinur hennar Gale hafa aftur á móti verið óaðskiljanleg og þeirra á milli bærast heitar tilfinningar og Katniss á í bölvuðu basli með að greina hvor ungu mannanna sé hinn eini rétti. Þessi vandræði eru þó smámunir sam- anborið við að Snow forseti er öskuillur og kann Katniss og Peeta nákvæmlega engar þakkir fyrir að hafa rofið áratugalanga hefð Hungurleikanna. Ekki síst þar sem dirfska þeirra og göfgi hefur blásið upp- reisnaranda í brjóst almennings í fylkj- unum sem öll eru kúguð af höfuðborg- arbúum. Forsetinn bregður á það snjallræði að smala saman öllum sigurvegurum Hung- urleika liðinna ára og etja þeim saman á ný, upp á líf og dauða að sjálfsögðu. Eðli málsins samkvæmt og í ljósi reynslu þeirra sem þarna koma saman af drápum og vélráðum eru fyrri Hungurleikar sem barnaleikur í samanburði við þau ósköp sem nú bíða Katniss og Peeta. Forsetinn er harður á því að koma þeim í hel en þau eru ekki á sama máli og sigri þau aftur blasir við að uppreisnarneistinn sem þau tendruðu verði að byltingarbáli. Sú frábæra unga leikkona Jennifer Law- rence leikur Katniss sem fyrr og vegur hennar hefur heldur betur vaxið frá því hún mundaði bogann fyrst í The Hunger Games en í millitíðinni hefur hún landað Óskarsverðlaunum sem besta leikkonan í The Silver Linings Playbook. Josh Hutcherson leikur Peeta áfram og Liam Hemsworth leikur Gale. Woody Har- relson, Lenny Kravitz, Elizabeth Banks, Stanley Tucci og Donald Sutherland end- urtaka einnig rullur sínar auk þess sem öflugir nýliðar mæta til leiks í þeim Phillip Seymour Hoffman, Sam Claflin, Jena Malone, Lynn Cohen, Amanda Plummer og Jeffrey Wright. Æsast nú hungurleikar WikiLeaks-myndin umdeilda Eftir bið sem hefur verið mögrum aðdáendum bókaþrennunnar sem kennd er við Hungurleik- ana er loksins komið að frumsýningu annarrar myndarinnar í samnefndum myndabálki. Í The Hunger Games: Catching Fire er þráðurinn tekinn upp þar sem skilið var við Katniss og Peeta í fyrstu myndinni. Þar sigruðu þau en vandræði þeirra eru þó rétt að byrja. Forsetinn er harður á því að koma þeim í hel. Katniss og Peeta eru síður en svo hólpin þótt þau hafi sigrað á síðustu Hungurleikum og nú bruggar Snow forseti þeim almennileg banaráð. Frumsýnd stand up guys Ellismellir á síðasta snúningi Í Stand Up Guys koma saman þrír gamlir jaxlar, magnaðir leikarar sem hafa ýmsa fjöruna sopið. Fyrstan ber að nefna sjálfan Al Pacino sem þarfnast vitaskuld ekki frekari kynningar en hinir tveir; erkitöffarinn með ómögulega hárið, Christopher Walken og sá snjalli leikari Alan Arkin sem átti magnaða endurkomu fyrir nokkrum árum í Little Miss Sunshine. Þremenningarnir leika gamla félaga úr glæpaheiminum. Val (Pacino) er að losna úr fangelsi eftir 28 ár fyrir vopnað rán. Doc (Walken) félagi hans tekur á móti honum og þeir ákveð að skemmta sér hressilega og hafa uppi á flóttabílstjóranum sínum síðan í gamla daga (Arkin). Sá skuggi er yfir gleðinni að glæpaforingi nokkur hefur skipað Doc að drepa Val eða verða sjálfur drepinn. Þetta setur Doc í mikla klemmu, ekki síst þar sem Val veit hvað stendur til. Það er ekki hægt að segja að hin umtalaða og umdeilda WikiLeaks-mynd, The Fifth Estate, hafi fengið mikinn byr í seglin enda hafa fordæmingar Julians Assagne og annars WikilLeaks- fólks fylgt henni frá því hún var nánast aðeins hugmynd. Myndarinnar hefur þó að vonum verið beðið hér með nokkurri eftirvæntingu enda er hún tekinn upp að hluta í Reykjavík og Birgitta Jónsdóttir, pírati, er persóna í henni. The Fifth Estate segir sköpunarsögu WikiLeaks frá sjónarhóli Daniel Domscheit-Berg sem vann náið með uppljóstraranum og WikiLeaks-hugmyndafræðingnum Julian Assange í upphafi. Síðar slettist harkalega upp á vinskapinn. WikiLeaks-síðan komst í heimspressuna þegar hún ljóstraði upp miður geðslegu hernaðarbrölti Bandaríkjamanna og síðan hefur Assagne verið hundeltur. Daniel varð, samkvæmt myndinni, sífellt vonsviknari með umdeildar aðferðir Julians og þeir skildu að skiptum eftir að hafa þó haft varanleg áhrif með uppljóstrunum sínum. Breski leikarinn Benedict Cumberbatch fer með hlutverk As- sagne en Assagne sjálfur reyndi að fá leikarann ofan af því að leika í myndinni sem hann finnur allt til foráttu og segir ómerki- lega áróðursmynd, ætlaða til að sverta hann og WikiLeaks. Benedict Cumberbatch og Daniel Brühl á Austurvelli í hlutverkum Julian Assagne og Daniel Domscheit-Berg. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.isSKÓLANEMAR: 25% AfSLáttuR gEgN fRAMvíSuN SKíRtEiNiS! MEÐ StuÐNiNgi REYKJAvíKuRBORgAR & KviKMYNDAMiÐStÖÐvAR íSLANDS - MiÐASALA: 412 7711 pARADíS: vON (16) sýningatímar á bioparadis.is thE iNNOcENtS (16) sun: 20.00 paradís: von SÍÐASTA MYNDIN Í PARADÍSARÞRÍLEIK ULRIch SEIDL FYRRI MYNDIRNAR TVÆR ERU EINNIG SÝNDAR Q&A MEÐ LEIKSTj. ULRIch SEIDL “IT coULD bE hIS bEST FILM So FAR” the guardian GERSEMI Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið Runólfur Ágústsson / Pressan.is www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu „… stílli nn er mjög fág aður, mik il konfekta skja að le sa, maður n ýtur þess að lesa á hv erri einustu b laðsíðu.“ Soffía Au ður Birgi sdóttir Kiljan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.