Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 47

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 47
LjóturAuður & Auður og Ljótur kynntust í Búðardal. Þau eru mjög sérstakt par. Auður, ljós yfirlitum, mild og góð en Ljótur er tja … ljótur. Hann er með mikinn karakter. Frekar þurr á manninn en samt ljúfur. Þau eiga rosalega vel saman. Ef til væri parakeppni osta væru þau sigurstrangleg. Auður og Ljótur - ólíklega parið frá Búðardal. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2- 10 86 S tarfsmaður UNICEF á Filippseyjum, Kent Page, var í Tacloban ásamt fleira starfsfólki UNI- CEF. Fellibylurinn jafnaði þennan 200.000 manna bæ nánast við jörðu og hefur bær- inn verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla um hamfarirnar á Filippseyjum. Page skrifaði um það sem fyrir augu bar á leiðinni milli þorpa og bæja sem fellibylurinn reið yfir. „Fólkið í Tacloban og á öllum þeim svæðum þar sem fellibylurinn skall á þarf alla þá hjálp sem það getur fengið. Börnin eru sérstaklega ber- skjölduð. Þau þurfa allan okkar stuðning,“ segir Page. „Eflaust hafa færri heyrt um bæinn Tanauan, 50.000 manna bæ um 30 kílómetra suður af Tacloban. Á allri leiðinni komum við ekki auga á einn einasta sentimetra sem ekki hafði orðið fellibylnum að bráð. Eyðileggingin er gríðarleg. Að meta aðstæður og umfang vandans er erfitt. En á sama hátt er það ekki flókið. Margt af þessu fólki hefur misst allt. Það þarf allt,“ segir hann. „Ráðhúsið í Tanuan er nú notað sem sjúkraskýli. Við fluttum yfir 100 segldúka í sjúkraskýlið til að skapa skjól, bæði fyrir kröftugri rigning- unni og steikjandi sólinni. Að auki voru hreinlætispakkar fluttir í sjúkraskýlið en eftir því sem líður á eykst áhættan á að sjúkdómar brjótist út.“ „Ég hef starfað með UNI- CEF við neyðarhjálp um allan heim. Þó svo að erfitt sé að bera saman staði þar sem neyðarástand skapast er eyði- leggingin á mörgum svæðum á Filippseyjum nú þess eðlis að erfitt er að gera sér fylli- lega grein fyrir umfangi henn- ar. Hún er allsstaðar. Hún er algjör. Líkpokarnir eru bornir upp á flutningabíla þegar brak er hreinsað í burtu. Lyktin er yfirþyrmandi sterk.“ „En það er von. Það sjáum við best á brosi barnanna í kringum okkur. Við vitum að með því að hlúa að þeim á þessum erfiðu tímum byggjum við upp þrautseigju þeirra, fjölskyldna þeirra og samfélaga. Þörfin er gríðarleg hér í Tanauan, í Tacloban og á ótal stöðum í landinu. Hjálpar- starfið er að skila árangri. Um helgina fengu allir íbúar Tacloban aftur aðgang að hreinu vatni. Við vonumst til að geta sagt fleiri góðar fréttir sem fyrst.“ UNICEF, Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, hóf þegar neyðarsöfnun um allan heim fyrir börn á Filippseyjum. Þremur dögum eftir að fellibylurinn reið yfir byrjaði UNICEF á Íslandi að safna fyrir neyðaraðgerðum og óhætt er að segja að söfn- unin hafi vakið sterk við- brögð. Ótal einstaklingar og fyrirtæki hafa lagt söfnuninni lið og greinilegt að fólk á Ís- landi lætur sig málið varða og vill leggja sitt af mörkum. UNICEF leggur áherslu á að tryggja hreint vatn, hreinlæt- isaðstöðu og heilsugæslu en einnig að sinna barnavernd og veita börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar vernd og skjól. Hægt er að styrkja söfn- unina með því að senda sms- ið BARN í númerið 1900 (1900 krónur). Enn fremur má leggja frjáls framlög til neyðarsöfnunarinnar inn á reikning 701-26-102040 kt. 481203-2850. Móðir grætur með barninu sínu á meðan þau bíða eftir að vera flutt frá hamfara- svæðinu. Mæðgurnar á myndinni hafast nú við í einu af 13 neyðarskýlum í borginni Tacloban á Filippseyjum. útlönd 47 Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.