Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 44
Te ik ni ng /H ar i Konunglegir dagar í Hvíta húsinu Í dag, föstudag, er hálf öld liðin frá morði John F. Kennedy Bandaríkjafor- seta. Sá atburður skók heimsbyggðina og telst tvímælalaust til hinna stærstu á liðinni öld. Þegar slíkt gerist man fólk það gjarna hvar það var statt. Ég var ellefu ára þegar Kennedy var skotinn í Dallas og man vissulega hvar ég var staddur er tíðindin bárust, í strákahópi í grennd við æskuheimili mitt. Jafnvel guttar eins og við, sem veltum ekki mikið fyrir okkur gangi heimsmála, áttuðum okkur á hvílík tíðindi þetta voru. Um John F. Kennedy og fjölskyldu hans lék ævintýraljómi. Hann tók við forsetaembættinu í janúar 1961 eftir nauman sigur yfir Nixon, þáverandi varaforseta. Kennedy var ungur og myndarlegur, nánast eins og kvik- myndastjarna og honum fylgdi í Hvíta húsið eiginkonan glæsilega, Jacquel- ine. Það var mikil breyting frá fyrri tíð að börn forsetahjónanna léku sér á göngum Hvíta hússins en dóttirin, Caroline var þriggja ára þegar faðir hennar var kjörinn og sonurinn og nafni forsetans fæddist árið 1960, nokkrum vikum eftir forsetakosning- arnar. Heimsbyggðin fylgdist einnig með því þegar forsetafrúin gekk með barn og ekki síður sorg hjónanna þeg- ar barnið, sonur sem var gefið nafnið Patrick, lést stuttu eftir fæðingu í ágúst 1963. Ljóminn yfir forsetahjónunum glæsilegu yfirskyggði allt annað fyrir- fólk í heiminum. Það var nánast eins og Bandaríkjamenn hefðu eignast konungsfjölskyldu þar sem Kennedy- arnir voru. Það átti ekki aðeins við um forseta- hjónin heldur stór- fjölskylduna alla. Joe Kennedy, faðir forset- ans, átti sér snemma þá von að elsti bróðirinn, Joseph P. Kennedy kæmist í Hvíta húsið en hann féll í seinni heimstyrjöldinni. John F. tók því við keflinu og náði í mark. Yngri bræður forsetans – og fjölskyldur þeirra – voru einnig mjög áberandi en Robert Kennedy varð dómsmála- Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 • OPIÐ: Virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.00–16.00 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 Nature‘s Rest heilsurúm n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Svæðaskipt gormakerfi n Frábærar kantstyrkingar n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Burstaðar stál lappir Dýna, botn og lappir • StæRð 120x200 Aðeins kr. 7.056 í 12 mánuði* n 320 gormar pr fm2 Heilsurúm verð FrÁBÆrT Jazz hægindastóll Silo svefnsófi með tungu Nature‘s Comfort heilsurúm n Mjúkt og slitsterkt áklæði n Svæðaskipt poka gormakerfi n Heilsu- og hæg inda lag í yfir- dýnu sem hægt er að taka af n Steyptar kant styrk ingar n Aldrei að snúa n Sterkur botn n Burstaðar stállappir Dýna, botn og lappir • StæRð 160x200 Aðeins kr. 13.094 í 12 mánuði* * a fb or gu n pr . m án . í 1 2 m án . V ax ta la us t l án . 3 ,5 % lá nt ök ug j. Gæði á Dorma-verði! Aðeins 120x200 79.900 Aðeins 160x200 149.900 Aðeins DormAverð 95.900 Jazz - hæginda stóll með skemli. Fæst í koníaks brúnu, svörtu,dökk brúnu og kremuðu leðri. * a fb or gu n pr . m án . í 1 2 m án . V ax ta la us t l án . 3 ,5 % lá nt ök ug j. MIaMI svefn-tungusófi Fullt verð krónur 169.900 Stærð: 240x90 Tunga: 225 Hæð: 90 cm. Grátt slitsterkt áklæði. Rúmfatageymsla í tungunni. Stærð: 228 x 162 cm. H. 83 cm. Dökkgrátt áklæði tunga getur verið beggja vegna. Rúmfatageymsla. JólATilBoð 119.900 FullTverð kr. 139.900 JólATilBoð 149.900 FullTverð kr. 169.900 sveFnsóFi verð FrÁBÆrT ráðherra í stjórn stóra bróður og Edward var lengi öldung- ardeildarþingmaður. Robert féll fyrir morðingjahendi 1968 þegar hann keppti að tilnefningu flokksins til embættis forseta. Atburður í einkalífi Edwards árið 1969 átti einnig eftir að draga dilk á eftir sér en ung kona lét lífið í bíl sem hann ók en þingmaðurinn yfirgaf vettvang slyssins án þess að tilkynna um það. Þessi atburður skaðað orðspor hins áhrifamikla stjórnmálamanns og kom í raun í veg fyrir að hann gæti af fullum krafti keppt um forsetaembættið. Allt líf Kennedy-fjölskyldunnar var því dramatískt og það drama hélt með ýmsum hætti áfram löngu eftir dauða forsetans. Ekkjan giftist Aristotle Onassis, grískum skipakóngi, og var eitt helsta viðfang slúðurblaða um allan heim í kjölfar þess en Onassis sleit sambandi sínu við óperudív- una frægu, Mariu Callas, er hann giftist ekkju forsetans. Ógæfan fylgdi Kennedy- fjölskyldunni hins vegar áfram og sýndi sig enn og aftur er John, sonur forsetans, fórst árið 1999 með konu sinni í lítilli flug- vél sem hann flaug sjálfur. Ekkert af þessu sáum við strákarnir fyrir þegar tíðindin bárust um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta 22. nóvember 1963. Við höfðum bara fylgst með aðdáun fullorðna fólksins á þessari mögnuðu fjölskyldu í Hvíta húsinu og sáum áhrif hennar berast til landsins langt í norðri, þegar mæður okkar komu úr lagningu með sömu hárgreiðslu og þær höfðu séð á Jackie forsetafrú í lit dönsku blöðunum – og kannski í svart-hvítu í Mogganum. „Hvað verður nú um Jacqueline og börn- in?“ var haft eftir skólastjóranum í bók Péturs Gunnarssonar og víst er að margir hafa hugsað hið sama þótt menn hafi varla haft áhyggjur af því að ekkjan og börnin færu á vergang. Fjárhagsstaða þeirra var víst trygg þótt Jackie hafi þurft Onassis karlinn til þess að halda uppi bærilegum standard – svona þegar frá leið. Við strákarnir höfðum heldur enga hugmynd um að Kennedy forseti var ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum, svo vægt sé til orða tekið. Okkur hefði svo sem verið slétt sama – að minnsta kosti ekki gert athugasemdir við það að hann eyddi helgi með sjálfri Marilyn Monroe. Samt hefði okkur þótt skrýtið, ungir sem við vorum, hefði einhver haft fyrir því að segja okkur af spjalli forsetans við breska forsætisráðherrann sem ku hafa verið eitthvað á þessa leið: „Ég veit ekki hvernig það er með þig, Harold [Mac- millan], en ég fæ hræðilegan höfuðverk ef þrír dagar líða án þess að ég sé með konu.“ Forsetinn stundaði því mikið við- hald á árum sínum í Hvíta húsinu, án þess að það tengdist viðgerðum í því mikla húsi. Samkvæmt seinni tíma heimildum voru margar konur á þeim lista, jafnvel einkaritari eiginkonunnar. Þetta líferni forsetans var þó ekki í hámæli þegar ótíðindin bárust heims- byggðinni fyrir hálfri öld. Menn sáu bara og heyrðu, meðal annars í svart-hvítu kanasjónvarpinu, að foringinn var fallinn, glæsimennið sjálft. Við tók varaforsetinn, Lyndon B. Johnson, svipljótur og gamall. Hinn konunglegi tími í Hvíta húsinu var liðinn. Það datt engri íslenskri konu í hug að fylgja hártísku Lady Bird Johnson. Enginn bandarískur forseti hefur náð þessari stöðu síðan. Barack og Michelle Obama, núverandi forsetahjón, komast næst því. Þau voru ung þegar þau komu í Hvíta húsið, með tvær stelpur – og það er að sönnu stíll yfir forsetafrúnni. Samt er það ekki sami glamúrinn og var þegar John F. Kennedy var og hét með Jackie við hlið sér. Ólíklegt er enn fremur að Bandaríkjaforseti í samtímanum kæmist upp með svipaða hegðun og Kennedy fyrir hálfri öld. Öll munum við hvernig fór fyrir Bill Clinton karlinum þegar hann tók framhjá kerlu sinni með Móníku, sem svo sannarlega var engin Marilyn. Hann rétt lafði í embættinu en það var komið kusk á hvítflibbann – eða öllu heldur líf-sýni á bláa kjólinn – en það er önnur saga. 44 viðhorf Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.