Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 76

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 76
76 bækur Helgin 22.-24. nóvember 2013  Bókadómur Hlustað Góður ljóðafélaGsskapur  Bækur sif siGmarsdóttir skrifaði framtíðartrylli s if Sigmarsdóttir hefur getið sér gott orð fyrir unglingabækur sínar um dramadrottninguna en í sinni nýj- ustu bók skiptir hún heldur betur um gír. Múrinn er fyrsta bókin í flokki sem Sif kallar Freyju sögu og þar gengur á miklu í ævintýri sem hún segir nokkuð í anda Hungurleikanna. „Það er mikið aksjón í gangi í Múrnum. Þetta er drungaleg fantasía, dálítið í anda Hungurleikanna. Fyrsta bókin í flokkn- um Freyju saga og hún endar á spennandi stað þannig að það kemur í það minnsta ein bók í viðbót.“ Sif segir söguna gerast í fjarlægri fram- tíð í borginni Dónol sem er lokuð af innan múrveggja lengst upp á hálendi Íslands. „Aðalsöguhetjan er Freyja, fjórtán ára stelpa, sem býr þar hjá ömmu sinni. Hún heldur að hún sé ósköp venjuleg stelpa en þegar dularfullir atburðir fara að gerast kemur í ljós að það er ekkert hversdags- legt við hana Freyju.“ Sif hefur um árabil skrifað pistla í Fréttablaðið er færði sig nýlega yfir í Morgunútvarp Rásar 2. „Ég fæ innblástur víða að. Ég hef mikinn áhuga á þjóðmál- um og pólitík og það eru til dæmis ófáir stjórnmálamenn sem ég hef stolið ýmsu frá í Múrnum,“ segir Sif og segir að út- lits- og persónueinkenni ýmissa persóna gætu verið kunnugleg. „En ætli það sé ekki best að segja sem minnst um það og leyfa lesendum að sjá hvort þeir þekki einhverja þarna.“ Sif býr í London og hefur búið í Bret- landi síðustu tólf árin. „Ég fór þangað fyrst í nám og er bara ekki búin að flytja til baka ennþá.“ Hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir þremur mánuðum og ákvað að fæða í London þótt margir legðu hart að henni að koma heim og eignast barnið í „besta heilbrigðiskerfi í heimi“. „Hún er þriggja mánaða þannig að maður er með nokkra bolta á lofti og maður er að reyna að missa ekki neinn. Vonum að minnsta kosti að það verði ekki barnið sem ég missi,“ segir Sif og hlær. „Við ákváðum að eignast hana úti og það gekk bara ágætlega og við vorum al- veg hrifin af kerfinu þar. Það er skemmti- legt frá því að segja að þar sem London er fjölmenningarborg komu ljósmæðurnar á spítalanum víða að. Ég sagði þeim að hún ætti að heita Urður eftir norn úr norrænu goðafræðinni. Flestum leist ágætlega á það nema einni ljósmóður sem kemur frá Síerra Leóne. Hana hryllti svo við nafni barnsins að ég hef aldrei séð annan eins svip og óttaðist bara hreinlega að hún myndi hringja í barnaverndaryfirvöld. Henni leist svo rosalega illa á að barnið yrði skírt í höfuðið á norn. Þannig að nornir í Síerra Leóne eru kannski ekki jafn vel liðnar og á Íslandi.“ Sif segir næstu bók vera í vinnslu í hausnum á sér. „Ég var í rauninni búin að leggja ákveðin drög um leið og ég skrif- aði fyrstu bókina og núna er ég að berjast við að finna tíma til að skrifa fyrstu setn- inguna í bók númer tvö þannig að það fer að koma að því.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Nefndi dóttur sína eftir norn Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir hófst í Reykjavík á fimmtudaginn. Um þrjátíu rithöfundar og þýðendur taka þátt í hátíðinni, þar af kemur rúmlega helmingur frá útlöndum. Heiðursgestur hátíðarinnar er Arnaldur Indriðason en á meðal erlendra gesta eru Ann Cleeves, höfundur sakamálasagnanna um Veru lögreglukonu, dr. John Curran, fremsti sérfræðingur heims í verkum Agöthu Christie, og Jorn Lier Horst, handhafi Glerlykilsins 2013 fyrir bestu norrænu spennusöguna. Skipuleggjendur hátíðarinnar eru rithöfundarnir Quentin Bates, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðar- dóttir, en samstarfsaðilar eru Hið íslenska glæpafélag, Norræna húsið, Borgarbókasafnið og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Heilmikil dagskrá er í kringum hátíðina um helgina og meðal annars verður gengið í fótspor Erlendar í Glæpagöngu á föstudaginn klukkan 15.30. Úlfhildur Dagsdóttir leiðir gesti um götur borgarinnar. Gangan hefst við lögreglustöðina á Hverfisgötu og er opin öllum. Allar frekari upplýsingar má finna á www.icelandnoir.com. Rökkurnætur í Reykjavík Skrímslið litla systir mín er að leggja land undir fót og ætlar að þessu sinni að heimsækja frændur vora í Færeyjum. Tilefnið er að á föstudag kemur barnabókin Skrímslið litla systir mín út á færeysku ásamt geisladiski með tónlist Eivarar Pálsdóttur úr samnefndri leiksýningu. Bókin kom út á íslensku í september og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Helga Arnalds og leikhúsið 10 fingur munu sýna Skrímslið litla systir mín tvisvar sinnum í Norðurlanda- húsinu í Þórshöfn á sunnudaginn og eftir sýninguna verður Eivör Páls- dóttir með tónleika fyrir börn og fullorðna. Björk Bjarkadóttir sem myndskreytti bókina mun svo leiða börnin í gegnum skapandi smiðju þar sem börnin fá að skapa sjálf með litum og pappír. Með í ferðinni verður líka sonur Helgu, Úlfur Elíasson, sem upphaflega átti hugmyndina að sögunni sem bæði leiksýningin og bókin byggja á. Allt er þetta hluti af Bókadögum sem haldnir eru á vegum rithöfundafélags Færeyja í samstarfi við Norðurlandahúsið. Skrímslið fer til Færeyja Hlustað er fyrsta skáldsaga Jóns Óttars Ólafssonar og er óneitan- lega nokkuð sérstakt og áhugavert innlegg í íslensku glæpasagnaflór- una. Sérstaða Hlustað felst í því að höfundurinn hefur yfirgripsmikla og haldgóða þekkingu á rann- sóknum sakamála og þá ekki síst efnahagsbrota, sem koma einmitt talsvert við sögu hér. Jón Óttar er doktor í afbrotafræðum og hefur starfað innan lögreglunnar, í fjár- festingabanka og hjá sérstökum saksóknara. Ekki ónýtur reynslu- banki þegar kemur að því að skrifa reyfara þar sem morð, fíkniefnavið- skipti, aflandseyjasvindl með millj- arða, lögreglan og embætti sér- staks saksóknara koma við sögu. Hlustað er fyrsta bókin í fyrir- huguðum þríleik þannig að þótt morðmál sé hér í forgrunni spinnur Jón Óttar stærri og flóknari sögu sem mun ekki verða til lykta leidd fyrr en í næstu bókum. Hann kynnir hér til leiks rannsóknarlög- reglumanninn Davíð. Sá á að baki tuttugu ára starf í lögreglunni með viðkomu í fjárfestingar- banka á bóluárunum. Hann er laskaður eftir hrunið, eins og flestir bankamenn og fær tímabundna ráðningu á sínum gamla vinnustað, lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þegar lík ungrar konu finnst grásleppu- skúr við Ægisíðu má segja að hann fái mál hennar á heilann. Allt bendir til þess að hún hafi látist af of stórum skammti fíkniefna en Davíð linnir ekki látum fyrr en hann hefur fund- ið grunaðan morðingja. Rannsókn hans flækist saman við rannsókn á umfangsmiklum dópviðskiptum og efnahagsbrotum fyrirhrunsáranna. Eins og titillinn bendir til eru hleranir í forgrunni í rannsókninni og vangaveltur um slíkt ættu að virka sem olía á eld þeirra sem líta forvirkar rannsóknarheimildir hornauga. Hlustað er spennandi, rígheldur og fléttan gengur smekklega upp. Stíllinn er þó tilþrifalítill og með nokkrum skýrslublæ eins og kannski við er að búast, og er kannski viðeigandi, þar sem ítar- legar lýsingar eru á aðferðafræði lögreglurannsókna. Mjög áhuga- vert allt saman en textinn iðar samt ekkert af lífi. Í nákvæmum lýs- ingum sínum minnir Jón Óttar um margt á Michael Connelly, sem er í fremstu röð banda- rískra krimmahöfunda, og áhrifin frá sögum hans um lögguna Harry Bosch eru augljós og ánægjuleg. Og þótt Davíð sem frekar einhliða persóna framan af þá sækir hann í sig veðrið eftir því sem á líður og harmsaga hans kemur betur í ljós. Jón Óttar fer vel af stað og það verður spennandi að sjá framhaldið. -ÞÞ Góð áhrif frá Los Angeles  Hlustað Jón Óttar Ólafsson Bjartur 359 s, 2013 Sif Sigmarsdóttir, rit- og pistlahöfundur, hefur sent frá sér nokkrar vinsælar unglingabækur en nú kveður við nýjan tón hjá henni. Nýja bókin hennar heitir Múrinn og þar segir frá fjórtán ára stelpu sem lendir í miklum ævintýrum í fjarlægri og drungalegri framtíð. Sif eignaðist sitt fyrsta barn, dótturina Urði, fyrir þremur mánuðum og þegar ein ljósmóðirin á sjúkrahúsinu í London heyrði að barnið ætti að heita eftir norn runnu á hana í það minnsta tvær grímur. Sif og Urður litla sem skaut einni ljósmóðurinni skelk í bringu þegar hún heyrði að nefna ætti barnið eftir norn. Múrinn Borgin Dónol er í heljargreipum einvaldsins Zheng og lífvarðasveita hans. Freyja elst þar upp hjá ömmu sinni og veit ekki betur en að þær séu ósköp venjulegir íbúar en þegar hinir Utanaðkomandi taka skyndilega að birtast innan borgarmúrsins fer tilvera hennar á hvolf. Hverjir eru hinir Utanaðkom- andi? Og hvað vilja þeir Freyju? 1. nóvember – 30. nóvember 2013 TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 11:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR Berglind Gunnarsdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Ekki einhöm en í bókinni eru bæði frumsamin ljóð og þýðingar Berglindar á ljóðum rokk- goðsins Jim Morrison, César Vallejo og Omar Khayyam. Ljóðin í bókinni eru margbreytileg og ná yfir viðnám tímans, fegurð andartaksins og harm dauðans, ástina og skáldskapinn. Berglind lagði stund á spænsku og málvísindi í Reykjavík og Madríd. Hún hefur birt frumort ljóð og ljóðaþýðingar, einkum úr spænsku, bæði í eigin bókum og ýmsum tímaritum og safnverkum. Berglind hefur sent frá sér átta ljóðabækur, tvær frumsamdar skáldsögur (Flugfiskur, 1992 og Tíma- villt, 2007) og eina þýdda (Ást og skuggar, 1988, eftir Isabel Allende). Auk þess ritaði hún ævisögu Sveinbjörns Beinteinssonar allsherjargoða 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.