Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 28
sem við höfðum meðferðis renna til á siglínunum. Hér máttu engin mistök eiga sér stað hvað varðaði línur og annan búnað. Ein slík gætu orðið mjög afdrifarík.“ Sveinn Friðrik Sveinsson stóð skammt frá Ásgeiri: „Þegar við vorum að hífa eða slaka þurfti að breyta línukerfinu í hvert einasta skipti. Hér var mikilvægt að vera með þaul- reynda menn á línunum. Þeir urðu að vera tilbúnir hvenær sem var, nákvæmir og eldsnöggir að bregðast við.“ Fallhæðin svaraði til átta hæða húss Þórður Guðnason og félagar hans frá Akranesi og úr Borgarfirði fylgdust með því sem gerðist uppi við brúnina: „Búið var að setja upp sig- og öryggislínu fyrir einn mann sem var nýfarinn niður. Freyr Ingi Björnsson stjórnaði Reykjavíkur- mönnunum. Kolbeinn Guð- mundsson hafði sigið niður en með Frey uppi voru Sveinn Frið- rik Sveinsson og Ásgeir Guðjóns- son. Freyr sagði okkur að maður úr hópi jeppafólksins væri einnig niðri í sprungunni. Það væru kona og barn sem hefðu fallið niður. Ég vissi ekki strax að mað- urinn úr jeppahópnum hefði sigið niður á jeppastroffu, taldi fyrst að hann hefði fallið á eftir konunni og barninu. En það hafði verið sett lykkja um brjóst hans, bund- ið við axlirnar á honum og hann látinn síga um fimmtán metra niður. Ég hélt fyrst að aðgerðin yrði flóknari vegna jeppamanns- ins. Það þyrfti kannski að bjarga aukamanni. En svo fékk ég að vita að þessi maður, Hlynur, hefði gert ómetanlegt gagn með því að tala við drenginn og styðja hann þannig. Farið var að gera ráðstafanir til að senda annan sigmann niður. Ég kallaði á nærstaddan mann úr jeppahópnum og bað hann að leggja bílnum sínum skáhallt að sprungunni. Hann gerði eins og ég bað hann um. Við festum eina aðallínu fyrir sigmann í jeppann og aðra öryggislínu. Bíllinn var rétt staðsettur, í parki og hand- bremsu.“ Niðri á 22-23 metra dýpi var Kolbeinn að reyna að átta sig á því hvað hægt væri að gera við þessar hrikalega erfiðu aðstæð- ur. Upp á brún svaraði hæðin til átta hæða húss. Frá fótum Kol- beins og niður að mæðginunum voru um tveir metrar: „Við björgunarsveitarmenn höfðum oft æft við mjög erfið skilyrði, en aldrei við neitt þessu líkt. Þetta voru einstaklega snúnar aðstæður. Ég bar vissu- lega fullt traust til strákanna Björgunarmenn frá slysinu á Langjökli og feðgarnir þegar þeir hittust í síðustu viku. Frá vinstri Freyr Ingi Björnsson, Reykjavík, Þórður Guðnason, Akranesi, Jón Örvar Krist- insson, þyrlulæknir, Sveinn Friðrik Sveinsson, Reykjavík, faðirinn, Kristján Gunnarsson, Kolbeinn Guðmundsson, Hafn- arfirði, Ásgeir Guðjónsson, Hafnarfirði, og Sigurður Axel Axelsson, Akranesi – fremstur er drengurinn sem björgunar- sveitarmennirnir björguðu – Gunnar Kristjánsson. Faðirinn segir það komast kraftaverki næst að sonur hans skyldi hafa lifað slysið af. Blátt áfram • Fákafen 9, 108 Reykjavík • Sími 533 2929 • blattafram@blattafram.is • blattafram.is Verum upplýst -verndum börnin okkar! Fullorðnir bera ábyrgð á börnum sínum og hafa samtökin Blátt áfram lagt mest upp úr því að fræða þá. Fræðslan fer fram í leik- og grunnskólum landsins í formi fyrirlestra og námskeiðs sem nefnist Verndarar barna. Samtökin hafa það að markmiði að fræða fullorðna um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hvernig megi fyrirbyggja það. Sveinn Friðrik Sveinsson, undanfari og björgunarsveitarmaður úr Reykjavík, á leið á slysstað á Langjökli um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hægra megin er Freyr Ingi Björnsson, sem var stjórnandi á vettvangi, en á milli þeirra er Helgi Rafnsson flugvirki. 28 bækur Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.