Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 29
uppi, þeir myndu hífa og slaka þegar ég segði þeim til. Ég var í góðu talstöðvarsambandi við þá, skilyrðin voru sem betur fór góð þarna niðri. Stundum höfðum við farið í útköll í hella og þá dofnaði sambandið en það gerðist til allrar blessunar ekki hér. Ég mátti bara alls ekki missa tal- stöðina. Þá gæti ég ekki komið skilaboðum hratt og örugglega til þeirra. Það var gott að vita af Hlyni um átta metrum ofar. Hann gat borið boð á milli með því að kalla upp. Ég var fyrst með talstöðina á brjóstinu en þegar ég var búinn að troða mér eins langt niður og ég komst bað ég strákana að hífa mig nokkra metra upp. Þar stansaði ég og festi sautján sentimetra langa ís- skrúfu í vegginn. Þannig útbjó ég eins konar farangurssnaga og losaði mig við allt dót sem ég bar á mér og gat einhvern veginn verið fyrir mér í þrengsl- unum. Ég setti síðan talstöðina utan á mjöðmina. Hún var með míkrófón sem var fastur við úlpu- kragann minn, þannig að ég gat talað þegar ég þurfti án þess að verða að styðja á takka á stöðinni sjálfri. Nú blasti það við að til þess að komast neðar var engin önnur leið en að ég sneri mér á hvolf. Einungis þannig myndi ég geta náð með höndunum til mæðgin- anna - ef ég kæmist nógu nálægt þeim. Þrettán ára hafði ég byrjað að stunda svona leikfimi; hanga í böndum og síga fram af klettum og ofan í hella og sprungur. Við Ásgeir höfðum sem strákar oft stolist til að leika okkur við ýmsar aðstæður úti í hrauni í Hafnarfirði og fengið göt á höf- uðið en sloppið með skrekkinn. Þá var þetta kallað leikaraskapur, en nú gagnaðist þessi árátta mér sannarlega vel. Í þessari stöðu hefði ég hins vegar aldrei sigið ef ég hefði ekki vitað af félögum mínum á brúninni, mönnum sem ég gjörþekkti og treysti. Nú sneri ég mér - með höfuðið niður og fæturna upp. Þyngdar- punkturinn var við naflann. Svo bað ég strákana að slaka mér niður. Ég hékk í tveimur böndum sem voru tengd saman á endun- um. Þetta var svakalega þröngt. Ég hélt að ég hefði verið búinn að hreinsa allt úr vösunum en nú uppgötvaði ég að hnífurinn minn var í opnum brjóstvasanum á jakkanum. Hann féll niður. Niður í það óendanlega, fannst mér. Það var alls ekki gott að vera án hnífs í jökulsprungu.“ Sentimetra fyrir sentimetra Kolbeinn var í einstaklega erf- iðri stöðu, á hvolfi þarna niðri í dimmri og níðþröngri sprung- unni, og hann hafði einungis skímuna af ljósinu á hjálminum sínum til að sjá eitthvað frá sér. Svo mikil voru þrengslin að við ákveðnar höfuðhreyfingar vildi hjálmurinn fleygast fastur við sprunguveggina. Hann var með höfuðið reigt aftur og báða fæturna alveg til hliðar í útskeifri stöðu: „Hér skipti hver sentimetri máli. Ef ég færði mig aðeins til í sprungunni, til hliðar, gat ég komist örlítið neðar. Ég teygði annan handlegginn niður á undan mér en hinn var með fram síðunni, upp á við. Blóðið þrýstist fram í höfuðið. Nú var ég alveg að komast að konunni, hún var alveg föst fyrir ofan drenginn. Ég var farinn að geta kraflað niður til að hreinsa snjóinn ofan af henni. Þetta var bras. Ég kallaði til drengsins og hann áttaði sig á að ég var kominn mjög nálægt honum. Svör hans voru stutt. Ég hafði búist við að hann væri fyrir neðan móður sína og það reyndist rétt. Mér tókst næst- um að teygja mig að öðrum fæti konunnar. Ég mat það svo að til að ná henni upp yrði að koma á hana festingu. Hún yrði toguð um það bil upp að skrúfunni sem ég hafði fest í ísvegginn. Þar hugðist ég snúa henni og hagræða. Mér tókst að binda um fótinn og festi síðan konuna við sigkerfið mitt sem strákarnir stjórnuðu uppi. Ég reyndi að losa hana en það tókst ekki. Það rann upp fyrir mér að þegar fólk fellur í sprungu og festist bræðir heitur líkaminn sig gjarnan neðar og þannig fest- ist hann enn frekar.“ Kristján beið milli vonar og ótta, ýmist inni í jeppa eða úti á jökulbreiðunni, fór með Faðir- vorið og bað almættið um styrk. Hann hafði mikið verið inni í bíl Halldóri og Heiðu. Þau, ásamt Guðmundi og Hjörleifi, höfðu veitt honum andlegan stuðning. Kristján hafði ekki enn áttað sig á því hve aðstæður voru í raun erfiðar niðri í sprungunni sem hafði litið svo sakleysislega út í fyrstu: „Þegar við heyrðum í þyrlunni fylltist ég von. Svo tók hún á loft og skildi björgunarsveitarmenn eftir og fór að sækja fleiri menn og búnað. Nú beið þyrlan hins vegar aðgerðalaus. Þá fór ég að fyllast vonleysi. Af hverju voru menn ekki fljótari? Af hverju tók það svona langan tíma að koma Dóru og Gunnari upp? Ég seig smám saman lengra niður en loks stöðvaðist ég alveg, var orðinn gjörsam- lega klemmdur með sprunguveggina beggja vegna við mig. 5 stjörnu FIT Innifalið: • Lokaðir tímar 3x í viku • Leiðbeiningar um mataræði sem er sérstaklega samsett til að tryggja þátttakendum 5 stjörnu árangur • Hvatning, fróðleikur og hollar og góðar uppskriftir frá Ágústu Johnson • Mælingar og vigtun fyrir og eftir fyrir þær sem vilja • Dekurkvöld í Blue Lagoon spa • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu - jarðsjávarpotti og gufuböðum • 10% afsláttur af öllum meðferðum Blue Lagoon spa Nýttu þér reynslu okkar og þekkingu til að ná 5 stjörnu formi. Hentar jafnt byrjendum sem vönum. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Breyttu línunum og tónaðu líkamann í sitt fegursta form Við höfum sett saman nýtt æfingakerfi byggt á kerfi sem hefur slegið rækilega í gegn í New York. Það sameinar margar ólíkar styrktaræfingar sem móta og tóna vöðva líkamans á áhrifaríkan hátt. Æfingarnar eru rólegar, krefjandi og gerðar til að breyta línum líkamans á kerfisbundinn hátt. Áhersla er lögð á þægilega tónlist. Náðu 5 stjörnu formi bækur 29 Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.