Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 22.11.2013, Blaðsíða 42
LC-4X 99.900 Kr LC-2 49.900 Kr C-4X .900 Kr LC-2 49.900 Kr LC-4X 99.900 Kr LC-2 49.900 Kr Teflt á hjara veraldar Á síðustu árum hafa Hróksmenn ekki síst lagt áherslu á að heimsækja afskekkt og fá- menn þorp og koma oftar en ekki í myrkasta skammdeginu með skák og gleði í fartesk- inu. „Við höfum undanfarin ár einbeitt okkur að austurströnd Grænlands, en þar eru afskekkt- ustu þorp norðurslóða og um leið allra næstu nágrannar Íslendinga. Fæstir gera sér grein fyrir því að næsta byggða ból við Ísland heitir Kulusuk. Fólkið á austurströnd Grænlands stendur okkur næst, bókstaflega. Við höfum líka um hverja páska í átta ár haldið mikla hátíð í Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund, sem er 800 kílómetrum norðar en Kulusuk. Driffjöður bak við það starf og væntanlegur heiðurs- borgari þar í bæ er Arnar Valgeirsson, sem hélt kyndlinum logandi meðan ég bjó á Ströndum norður,“ segir Hrafn sem heldur á mánudaginn af stað til Upernavik á 73. breiddargráðu. Hrók- urinn hefur ekki komið þangað áður og Hrafn segir engan fara þangað. Allra síst á veturna. Kjarnakonur koma til hjálpar Hrafn minnir á að hann er ekki einn um skáklandnámið á Grænlandi og að fjöldi fólks hafi komið að málum síðasta áratuginn og gert Hróknum kleift að lyfta tilveru grænlenskra barna með tafli og almennri gleði. „Við gætum troðfyllt heilt blað með lista yfir alla þá sem lagt hafa okkur lið, með einum eða öðrum hætti. En helminginn af öllu sem Hrók- urinn hefur gert á minn óbilandi félagi Róbert Lagerman. Við höfum varið algjörlega óteljandi stundum í að skipuleggja, ráðgera, undirbúa og framkvæma það sem mörgum hefur kannski fundist langsótt eða fráleitt í fyrstu,“ segir Hrafn en hann og Róbert stofnuðu Hrókinn á Grand Rokk, sáluga, fyrir margt löngu. „Ég verð líka að nefna tvær kjarnakonur, sem gegnt hafa algjöru lykilhlutverki í skákland- náminu og trúboði vináttu og samvinnu Íslands og Grænlands. Benedikte Thorsteinsson var formaður Kalak, vinafélags Íslands og Græn- lands, þegar ég fékk þessa dásamlegu flugu í höfuðið. Hún er fyrrverandi ráðherra á Græn- landi, gift kraftaverkamanninum Guðmundi Þorsteinssyni handboltakappa, og hefur unnið ótrúlegt starf í þágu beggja þjóða. Og síðan er það heiðursforsetinn okkar í Hróknum, Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, ekkja Jonathans Motzfeldt, landsföður Grænlendinga og forsætisráðherra þeirra í sautján ár. Fyrsta skákin sem ég tefldi á Grænlandi var við Jonat- han og það er einstakur heiður að hafa kynnst þeim merka manni örlítið. Hann studdi við starf okkar frá upphafi. Kristjana er sá Íslendingur sem allra best þekkir til á Grænlandi, óþrjót- andi að orku og hugsjónum, og drífur okkur félagana áfram.“ Efnahagslegt stórveldi í framtíðinni Grænland var ekki í brennidepli upp úr alda- mótum þegar Hrafn tók stefnuna þangað með Hrókinn. Nú er hins vegar litið til Grænlands sem þess lands sem býður upp á ótal möguleika á norðurslóðum og allar þær auðlindir sem liggja undir ísnum og geta gerbreytt kjörum landsmanna. Við þær aðstæður segir Hrafn Grænlendingum ekki síst mikilvægt að eiga góða vini í Íslendingum. „Engin þjóð í heiminum er jafn heppin með nágranna og við. Grænland er stórkostlegur og heillandi ævintýraheimur og þar býr undur- samleg þjóð. Grænlendingar horfa mjög til Ís- lendinga, ekki síst í sjálfstæðismálum, og þeir líta á okkur sem vini og samherja sem þeir geta treyst. Það er mjög mikilvægt að við rísum undir því trausti, og eflum og styrkjum vináttuböndin á öllum sviðum. Nú horfa margir ágirndaraugum á hinar stórkostlegu auðlindir sem Grænland býr yfir, og þangað streyma erlendar sendinefndir með allskonar gylliboð. Það er sem sagt að renna upp fyrir mörgum að þetta gleymda og fátæka land hefur alla burði til að verða efnahagslegt stórveldi í framtíðinni. Grænland er land fram- tíðarinnar, og litla Ísland má heita heppið að kúra í krikanum á risanum mikla í norðri.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sigurlaug Jóhannsdóttir og Jónatan heitinn Motzfeldt takast í hendur eftir fjöruga skák, sem grænlenski þingforsetinn vann. Hrafn Jökulsson og Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands. Myndin var tekin í nóvember þegar Hrafn og Róbert færðu Alequ selskinn úr Árneshreppi á Strönd- um. Frumkvæði að gjöfinni átti Kristjana G. Motzfeldt, heiðursforseti Hróksins. Okkur er ævinlega tekið fagnandi. Grænlendingar líta á Íslendinga sem samherja og vini. Börnin alist ekki upp í fátækt Aleqa Hammond, forsætisráðherra Grænlands, hefur stutt Hrókinn með ráðum og dáð á Grænlandi og Hrafn fer ekki leynt með aðdáun sína á henni. „Hún er einhver merkilegasti stjórnmálamaður sem ég hef kynnst, veiðimannsdóttir frá Norður-Græn- landi, leiftrandi gáfuð, brimandi af hugsjónum og frábær leiðtogi. Hún hefur sagt skýrt og skorinort að hennar hlutverk sé að sjá til þess að börn á Grænlandi framtíðarinnar alist ekki upp í fátækt. Aleqa Hammond leggur mikla áherslu á að Grænland og Ísland eigi samleið, og hún styður fagnaðar- erindi skákarinnar, vináttunnar og gleðinnar með ráðum og dáð.“ 42 viðtal Helgin 22.-24. nóvember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.