Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 52

Fréttatíminn - 22.11.2013, Side 52
S tór hluti flugfarþega sér sjálfur um að tékka sig inn og prenta út brottfarar- spjöld. Sum flugfélög eru jafn- vel hætt að bjóða upp á innritun í flugstöðinni. Þeir sem ferðast með meira en handfarangur komast þó ekki hjá því að fá að- stoð við að skila töskunum af sér. Það gæti þó breyst fljótlega því í flugstöðvunum í Kaupmanna- höfn og Osló hefur verið tekin í notkun farangursmóttaka þar sem farþegarnir sjá sjálfir um að skanna töskurnar og setja þær á færiband. Eru bundnar vonir við að þessi nýja sjálfsafgreiðsla muni stytta þann tíma sem far- þegar eyða í afgreiðslusalnum fyrir brottför. Sjálfsskoðun í vopnaleit Eftir að farþegar hafa skilað af sér farangrinum bíða þeirra einkenn- isklæddir öryggisverðir sem eiga að ganga úr skugga um að enginn fari vopnaður um borð eða með vökva í of stórum ílátum. Síðast- liðinn áratug hefur þessi leit orðið mun ítarlegri en áður og því erfitt að ímynda sér að hér verði ein- hvern tíma í boði sjálfsafgreiðsla. En það er ekki útilokað því í síðasta mánuði kynnti bandaríska fyrirtækið Qylur til sögunnar vopnaleit sem gerir farþegunum sjálfum kleift að sjá um skoð- unina. Tækið er til prófunar á flugvelli í Ríó í Brasilíu en ekki fylgir sögunni hvort þessi nýju hlið séu eins næm fyrir skóm og þau sem eru í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lobbíið í vörn Það er þó ekki aðeins á flugvöllum sem reynt er að virkja ferðalanga í að bjarga sér sjálfir. Forsvarsmenn einnar stærsta hótelkeðju Norður- landa, Scandic, bjóða nú gestum sínum að tékka sig út af hótelinu á einfaldan hátt. Daginn fyrir brott- för fær fólk tölvupóst eða síma- skilaboð sem það svarar með upp- lýsingum um notkun á mínibar og annarri þjónustu. Í kjölfarið kemur póstur með reikningi og gesturinn er þá laus allra mála. Framkvæmda- stjóri Scandic segir að með þessu komist ferðalangar hjá þeim hluta hóteldvalarinnar sem mörgum þyki hvað leiðinlegastur. Fríhafnarpokarnir bíða Fólk kemur til landsins á nær öllum tímum sólarhringsins og er því misvel upplagt fyrir búðarferð á meðan beðið er eftir töskunum. Þeir sem vilja sneiða hjá þessum hluta ferðalagsins geta nú pantað vörur á heimasíðu Fríhafnarinnar og sótt þær við komuna til Kefla- víkur. Þessi þjónusta er einnig í boði þegar flogið er út en panta verður með sólarhrings fyrirvara. Hvort tollskoðunin verði færð í hendur farþega á næstunni er ekki víst en á nokkrum flugvöllum er boðið upp á sjálfsafgreiðslu við vegabréfaeftirlit. Það gæti því styst í að hægt verði að fara í gegnum flugstöðvar án þess að eiga nokkur samskipti við starfsmann fyrr en gengið er um borð. 52 ferðalög Helgin 22.-24. nóvember 2013  Flugvellir Styttri tími í aFgreiðSluSalnum Fyrir brottFör Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is T Ú R I S T I Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is Aðventuferð 29. nóv. – 1. des. Aðventuferð jeppadeildar 7. – 8. des. Áramótaferð 29. des. – 1. jan. Bókun á skrifstofu í síma 562 1000 eða á www.utivist.is Jólastemningin býr í Básum Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is en þar er hægt að gera verðsamanburð á bíla- leigubílum út um allan heim. Sjálfsafgreiðsla í utanlandsferðinni Flugfarþegar munu kannski ganga í störf enn fleiri flug- vallarstarfsmanna í fram- tíðinni og jafnvel leysa öryggisverðina í vopnaleitinni af hólmi. Með þessum nýju öryggishliðum geta flugfarþegar sjálfir gengið úr skugga um hvort þeir fari með eitthvað hættulegt um borð. Farþegar á Kaupmannahafnarflugvelli geta nú sjálfir innritað töskurnar sínar í flug.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.