Fréttatíminn - 22.11.2013, Page 6
Verum upplýst
-verndum börnin okkar!
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
HÁGÆÐA JÓLALJÓS
Mikið úrval vandaðra útisería
fyrir fyrirtæki og heimili
Frá Svíþjóð
LED Díóðusesíur
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag
S tefnt er að því að opna skíðalyfturnar í Bláfjöll-um á laugardaginn og er það óvenju snemmt, að sögn Magnúsar Árnasonar, framkvæmdastjóra
skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög gott
útlit á laugardaginn og við ætlum að opna. Það er
mjög fallegt upp frá og komið fullt af snjó þótt enn sé
aðeins nóvember,“ segir Magnús.
Þetta er einungis í þriðja sinn sem hægt að opna
lyfturnar í Bláfjöllum í nóvember en fyrir árið 2007
hafði það aldrei gerst. Að sögn Magnúsar er skýr-
ingin sú að mikil vinna hefur verið lögð í undirvinnu
á svæðinu, girðingar sem settar hafa verið upp safna
snjó á rétta staði og brautirnar hafa verið sléttaðar og
í þær sáð grasi svo minni snjó þarf en áður. „Áralöng
vinna er því að skila sér í því að við getum opnað fyrr
en áður,“ segir Magnús.
Hann segir að þó svo að hlýindum sé spáð í næstu
viku sé útlitið fyrir veturinn mjög gott. „Við höfum
ekkert verið að framleiða snjó, þetta er bara náttúru-
legur snjór, þannig að við getum bara verið mjög glöð
með þetta,“ segir Magnús sem hvetur íbúa höfuðborg-
arsvæðisins til að skella sér á skíði um helgina.
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðis-
ins í Hlíðarfjalli á Akureyri, segir útlitið þar gott enda
verði svæðið opnað á laugardag. „Hér er nægur snjór
og veðurspáin fín og það stefnir í gott skíðafæri,“
segir Guðmundur. Undanfarin ár hefur svæðið opnað
á þessum tíma, í lok nóvember og verið opið nánast
óslitið fram undir lok apríl. „Síðasti vetur var mjög
góður og ég á von á að þessi verði ekki síðri,“ segir
Guðmundur.
Skíðalyfturnar í Tindastóli í Skagafirði verða opn-
aðar í dag, föstudag, og segir Viggó Jónsson aðstæður
í fjallinu frábærar. „Það er kominn fínn snjór og við
erum til í slaginn,“ segir Viggó. Hann segir opnuna
fremur snemma í ár þótt það hafi einu sinni komið
fyrir að hann hafi opnað svæðið 31. október.
Sömu sögu er að segja af skíðasvæðinu í Skarðsdal
á Siglufirði, sem opnað verður á morgun. Skíðasvæðið
Oddsskarði var opnað um síðustu helgi. Ekki næst
að opna skíðasvæði Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli, né
heldur í Tungudal á Ísafirði eða á Ólafsfirði, sam-
kvæmt upplýsingum frá skíðasvæðunum. Þar er snjó-
lítið og talsverður hiti og ekki útlit fyrir að hægt verði
að skíða næstu vikurnar.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
ÚtiviSt Mörg SkíðaSvæði verða opnuð uM helgina
Gleðileg skíða-
helgi fram undan
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað um helgina, óvenju snemma, og skíðasvæðin í Hlíðarfjalli
og Tindastóli sömuleiðis og á Siglufirði. Skíðasvæðið í Oddsskarði var opnað um síðustu helgi.
Ekki er unnt að opna svæðin á Ísafirði, Ólafsfirði eða Dalvík um sinn vegna snjóleysis.
Skíðavertíðin hefst um helgina á Bláfjöllum, Akureyri og fleiri stöðum. Staðarhaldarar eru bjartsýnir á skíðaveturinn fram-
undan. Ljósmynd/NodricPhotos/GettyImages
Notkun þunglyndislyfja er mest á Íslandi af þeim
34 löndum sem heyra undir Efnahags- og fram-
farastofnunina í París, OECD. Árið 2011 voru hér
106 dagskammtar af þunglyndislyfjum á hverja
1000 íbúa á dag eða um helmingi meiri en var að
meðaltali í OECD ríkjunum. Þetta kemur fram í
nýju riti stofnunarinnar um heilbrigðismál, Health
at a Glance 2013.
Heildarútgjöld til heilbrigðismála á mann
drógust saman í einu af hverjum þremur ríkja
OECD milli áranna 2009 og 2011, mest í þeim
ríkjum sem urðu verst fyrir efnahagskrepp-
unni. Ísland er þar á meðal með 3,8% samdrátt að
meðaltali á ári.
Árið 2011 var tíðni ungbarnadauða lægst á Ís-
landi eða sem svarar 1,6 látnum á fyrsta ári af 1000
lifandi fæddum. Meðaltal OECD-ríkja var 4,1.
Börn með lága fæðingarþyngd, undir 2500 grömm-
um, voru einnig hlutfallslega fæst hér á landi.
Rúmlega helmingur fullorðinna er nú talinn of
þungur eða of feitur í 20 af 34 löndum OECD, þ.á
m. á Íslandi. Árið 2011 var hlutfall of feitra hæst í
Bandaríkjunum eða rúm 36% en lægst í Kóreu og
Japan, um 4%. Á sama tíma var þetta hlutfall 21% á
Íslandi en 10-17% á hinum Norðurlöndunum. Sam-
kvæmt skýrslu OECD voru sjö aðildarlönd með
hærra hlutfall of feitra en Ísland.
- eh
Íslendingar taka mest af þunglyndislyfjum
heilSa Útgjöld til heilbrigðiSMála hafa dregiSt SaMan uM 3,8% að Meðaltali
Íslendingar taka mest
allra innan OECD af
þunglyndislyfjum.
NordicPhotos/Getty
6 fréttir Helgin 22.-24. nóvember 2013