Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 8
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Krókhálsi 11 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar Opið kl.10-18 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2 -0 9 1 3 Verð 5.490.000 kr. Gæða- bíll Lexus RX350 Árgerð 2007, 4wd, bensín, sjálfskiptur, ekinn 47.000 km. 17" álfelgur, ABS hemlar, aksturstölva, dráttarbeisli, hraðastillir, kastarar í framstuðara, leðurinnrétting, leðurstýri, loftkæling, minni í sætum, regnskynjari, sóllúga, stöðugleikakerfi, Xenon aðalljós og margt fleira. Málefni ungra flóttamanna á Ís- landi komust í hámæli í vikunni, en táningsdrengir hafa verið fangelsaðir og þá vistaðir á Fit Hostel í Keflavík. Sigríður Dögg Auðunsdóttir fór suður með sjó og hitti fjóra drengi sem eru fullir gremju, upplifa sig sem algerlega utangarðs, einangraða og afskipta með öllu. Þeim líður sem svo að þeir hafi farið úr öskunni í eldinn þegar þeir tóku þá ákvörðun að flýja til Íslands í leit að framtíð og betra lífi. Utangarðsbörn á Íslandi S aga fjögurra drengja á aldr- inum 16 til 17 ára, þeirra Azzadene Azzam, Alhawari Agukourchi, Adam Aamer og Amin Naimi, er með miklum ólíkindum. Svo virðist sem þeir hafi lent algerlega utan kerfis og hefur þeim verið komið fyrir á Fit Hos- tel þar sem þeir búa við þröngan kost og hafa verið afskiptir með öllu. A zzadene Azzam er 16 ára barn á flótta sem kom ásamt vini sínum til Ís- lands fyrir þremur vikum. Hann er frá Marokkó en flúði þaðan níu ára gamall til Spánar þar sem honum var komið fyrir hjá fóstur- foreldrum. Ástæðan fyrir flóttanum voru fjölskylduvandamál sem hann neitar að ræða frekar. Azzadene laumaði sér um borð í flutningaskip í Casablanca í Marokkó og komst þannig yfir Mið- jarðarhafið og inn í Evrópu. „Það var ekki hægt að senda mig aftur til Marokkó því ég var barn en ég fékk að ganga í skóla og lærði spænsku. Ég veit að ég hefði verið sendur til baka um leið og ég yrði 18 og því fór ég frá Spáni,“ segir Azzadene. „Ég var líka svo ungur að ég fékk enga vinnu.“ Frá Spáni flúði hann til Belgíu þar sem hann vann við hrein- gerningar í ár. Þaðan fór hann til Danmerkur þar sem hann var í eitt og hálft ár og sótti um hæli. Hann fékk synjun og var gert að yfirgefa Danmörk og var bannað að koma þangað aftur í tíu ár. Azzadena flúði þá til Noregs og sótti einnig um hæli þar. „Norðmenn sögðust ætla að senda mig aftur til Danmerkur þannig að ég flúði til Svíþjóðar og kom þaðan til Íslands,“ segir hann. Hann fékk sænskan mann til að hjálpa sér að kaupa miða sjóleiðina til Íslands og kom með ferju til landsins. Azzadene kynntist jafnaldra sínum frá Líbýu í Svíþjóð og ákváðu þeir í sameiningu að flýja til Ís- lands. „Við heyrðum í Svíþjóð að Ísland væri gott land og hér væru mannréttindi fólks virt. Sérstak- lega barna. Við komumst að því þegar við komum hingað að það væri ekkert til í því. Þetta er ömur- legasta land sem ég hef komið til,“ segir Azzadene. Hann er reiður. „Það var mikið áfall að koma hingað. Það hefur eig- inlega enginn talað við mig síðan ég kom, enginn hefur spurt hvernig mér líði eða hvernig ég hafi það.“ Azzadene var handtekinn strax við komuna til Seyðisfjarðar þar sem hann gat ekki framvísað vega- bréfi. Að auki var hann skilríkja- laus. „Lögreglan á Seyðisfirði kom Azzadene Azzam Búum við skelfilegar aðstæður vel fram við okkur. Spurðu okkur um pappíra sem við sögðumst ekki hafa og fóru því með okk- ur á lögreglustöðina. Þar spurðu þeir okkur hvað við vild- um borða og komu með mat handa okkur. Við vorum þar í fjórar klukku- stundir. Eftir það kom manneskja sem fór með okkur á flugvöllinn og til Reykjavíkur.“ Félagsþjónustan í Reykjanesbæ tók á móti Azzadene og vini hans á flugvellinum og flutti þá til Keflavíkur þar sem þeim var komið fyrir á Fit Hostel í Keflavík, sem er dvalarstaður flóttamanna sem koma til Íslands í leit að hæli. „Eftir það höfum við ekki hitt neinn. Okkur var komið hér fyrir og svo gleymdumst við. Ég hef ekki fengið neina aðstoð, ekki einu sinni fengið að fara til læknis þótt ég hafi kvartað við félagsráðgjafann, sem sér um okkar mál, undan verkjum í kjálka og eyra. Hún lét mig hafa verkjatöflur,“ segir hann og tekur upp pakka af íbúfeni og paratabs. „Í Svíþjóð fær maður allavega að hitta lækni einu sinni í viku,“ segir hann. „Við búum við skelfilegar aðstæður á Fit Hostel. Ég myndi miklu frekar vilja fara aftur í fangels- ið á Seyðisfirði en að búa hér. Okkur er troðið inn í pínulítið herbergi, tveimur saman, og fáum ekki einu sinni ísskáp undir matinn okkar. Þarna eru karlar um fimmtugt, alls konar karlar, sem drekka mikið og eru með mikil læti og það er eiginlega hræðilegt að þurfa að búa innan um þá,“ segir hann. „Það er komið allt öðruvísi fram við börn í öðrum Evrópulöndum. Þar fengum við tilsjónarmann sem aðstoðaði okkur með það sem við þurftum. Hann lét okkur hafa pen- ing svo við komumst út og hjálpaði okkur að elda og læra tungumálið. Hér er enginn okkur til aðstoðar. Hvernig koma Íslendingar fram við 16 ára gömul börn sem eru for- eldralaus? Myndi þeim vera komið fyrir á Fit Hostel? Hvern get ég spurt að þessu? Veist þú þetta? Ég fæ ekki einu sinni að fara í skóla. Er ekki skólaskylda á Íslandi?“ Azzadene segist dreyma um að komast í nám og eiga möguleika á betra lífi. „Ég vonaðist til að finna það á Íslandi. Mig langar að verða eitthvað, mig langar að mennta mig og eignast fjölskyldu. Eignast börn. En eins og er get ég ekki einu sinni farið út úr gistiheimilinu. Ég á ekki einu sinni strætómiða. Þetta er landið þitt en nú er ég barn Íslands og finnst að það eigi koma fram við mig eins og önnur börn á Íslandi. Hvernig get ég vakið upp umræðu um það? Ég er ekki að tala um sjálfan mig heldur öll börn sem eru í þessari stöðu. Ég vil að það sé komið fram við þau eins og íslensk börn. Hvernig er reglum um börn á Íslandi háttað? Eru þær öðruvísi en á öðrum löndum? Mér sýnist það. Mér finnst allavega komið fram við okkur öðruvísi hér en ég á að venjast í öðrum löndum í Evrópu sem ég hef kynnst. Hver getur gefið mér svör við þessum spurningum? Það hefur enginn viljað tala við mig fyrr en núna þú. Getur þú gefið mér svör?“ Það var mikið áfall að koma hingað. Það hefur eiginlega enginn talað við mig síðan ég kom, enginn hefur spurt hvernig mér líði eða hvernig ég hafi það. Framhald á næstu opnu Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Ljósmyndir Hari 8 fréttaskýring Helgin 11.-13. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.