Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 50
42 bækur Helgin 11.-13. maí 2012  fjáröflun bókakaup bjarga Bók Óttars Guðmunds- sonar geðlæknis, Hetjur og hugarvíl, hvar fornkappar Íslendinga- sagnanna eru greindir út frá sérfræðiþekkingu Óttars, situr í öðru sæti metsölulista Félags bókaútgefenda fyrir síðustu tvær vikur. óttar í öðru  ritdómur 9 leiðir til lífsorku í slensk kona, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti með meiru, Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hefur nú í þriðja sinn á rúmlega tveimur árum skellt nýrri bók á íslenska sjálfshjálpar- bókamarkaðinn samfara útgáfu sömu bók á dönsku, en þar í landi hefur Þor- björg starfað um árabil. Fyrsta bókin lofaði í titli tíu ára yngingu á tíu vikum og sýndi höfundinn á nærbrókinni eins og strengdan kött, svo nærskorin var hún af heilbrigðu líferni. Bækur hennar eru frá- bærlega hannaðar, notendavænar, prent- aðar á fallegan pappír og myndskreyttar af mikilli natni. Þær eru fyrsta flokks framleiðsla af þessari hillu, en sú hilla er tekin að vera nokkuð sveigð af bókmeti víða. Pöpullinn er sökker í velútlítandi lausnir í táradalnum og hvað er þá betra en innbundin aflátsbréf á góðum pappír? Konan sem óð yfir mig í Eymundsson vissi hvað hún vildi, rauk beint á hlaðann og keypti fyrri bækurnar tvær umhugs- unarlaust. Vonandi hafa þær komið henni að einhverjum notum, hún var sólgin í lausn á bók. Lífselexírar hafa lengstaf verið við- fangsefni hrappa: Margt á sjálfshjálpar- hillunni sveigðu er af því sauðahúsi. Þorbjörg blandar mörgu saman: Upp- skriftirnar hjá henni eru forvitnilegar og freistandi, margar með efnum sem verður að sérpanta en sumt má fá hér í versl- unum sem sérhæfa sig í heilsuvörum eins og það er kallað. Þetta er dýr matauki og ekki á færri annarra en þeirra sem geta veitt sér slíkan munað. Svo er á hitt að líta að mest af því hráefni sem hún mælir með er ófáanlegt hér nema eftir langa siglingu og er því svo vel rotvarið að skrælið er sindrandi bjart og órotnað í rotþrónni minni eftir veturinn. Við erum allan daginn að innbyrða erfðabreytt mat- væli, unnin og meðhöndluð, grænmeti og ávexti, hvað sem okkur líkar. Grunnurinn fyrir heilsuátaki eftir svona uppskriftum er því hæpinn. Þessi bók Þorbjargar er margt fleira: Í henni má lesa grind að ævisögu, merki eftir bylgju á bylgju ofan af tískusveiflum í þessum efnum má rekja eftir textanum. Og í bland við þetta eru svo krossapróf: Ég tók nokkur og féll í öllum flokkum, reyndist svo fokking ómögulegur að best hefði verið að finna góðan kaðal og styrkan staur. Svo koma þarna inn á milli undarleg fyrirbæri eins og nokkrir kaflar um norrænar rúnir og dularmögn þeirra. Síðasti maður sem ég las um sem tók mikið mark á dulrænu afli þeirra var Himmler heitinn. Hvaðan er þessi rúna- fræði sprottin? Ekki er að finna neitt um það í ritaskrá bókarinnar. En bókin er falleg og vel upp sett, tælir lesanda sinn og hér er að sjálfsögðu fylgt sölumannstrikkinu að hafa falleg andlit í boði eins og í auglýsingunum. Hér eru líka reynslusögur, fólk sem hefur tekið mark á Þorbjörgu og náð tökum á sinni ömurlegu tilveru, nánast risið upp frá dauðum eins og Lasarus forðum. OKKUR ER HÆGT AÐ BJARGA. Það er mórall- inn. Nú skal ekki dregin dul á að menn- irnir lifa eins og flón. Lífinu má haga á betri veg, kannski þarf öll sefjunarmeðul Þorbjargar til að fólk lifi lífinu lifandi, kannski verður að sýna öllum margsinnis á þrjúhundruð síðum að þeir séu fallnir menn og éti bara óþverra, séu vondir við alla í kringum sig og verstir við sjálfa sig. Þeir sem telja að svo sé gera best að kaupa bækur sem þessa og fylgja erindinu til hlítar. Verði þeim að góðu og gangi þeim vel. Alla vega fjárfesta þeir í fjölbreytilegum og fallegum prentgrip sem fer vel í hendi, lítur vel út á borði og er stæðilegur í hillu. Ég ætla allavega að prufa uppskriftirnar með vel rotvörðu grænmeti og erfðabreyttum ávöxtum í bland við fokdýr efni sem ég veit ekkert hvað geyma. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Níu ný líf í boði – ódýr Tvö ný hefti í fábreyttri flóru bókmenntatímarita eru komin út: Fyrsta hefti ársins af Ritinu sem hugvísindastofnun Háskóla Íslands gefur út og fyrsta hefti Stínu á þessu ári. Ritið er að vanda tileinkað þema- menningarsögu og eru ritstjórar þau Sólveig Anna Björnsdóttir og Þröstur Helgason. Þrjár greinar falla undir þemað: Ann-Sofie Nielsen Gremaud fjallar um Ísland í Frankfurt og segir titillinn sína sögu: Ísland sem rými annarleikans. Ólafur Rastrickt kallar ritsmíð sína Postulínshunda og glötuð meistaraverk og ræðir þar verkefni menn- ingarsagnfræði á þriðja áratug tuttugustu aldar. Þröstur Helgason segir svo af tímaritunum Vöku og Vaka. Einar Falur á myndaþátt heftisins og skoðar þar staði Njálssögu. Aðrir höf- undar efnis eru Henry Alexabder Henrysson sem fjallar um skynsemi og náttúru, Daisy Neijman sem skoðar þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og Ásta Kristín Benediktsdóttir skoðar Lifandi vatn Jakobínu Sigurðardóttur. Þá er í heftinu merkileg þýðing á kafla úr riti Norberts Elias frá 1939, Um þróun menningarinnar. Um efni Stínu skal vísað í vef stelpunnar: www.stinastina.is. -pbb Tímarit um bókmenntir og menningu Afþreyingarefni fyrir sumarið streymir frá forlögunum: James Patterson og Michael Ledwidge eru með spennusögu á markaði, Feluleikur heitir hún og segir þar af lög- fræðingsraunum í Flórida. Magnea Matth- íasdóttir þýðir og JPV gefur út. Þriðja bók dönsku rithöfundanna Kaaberböl og Friis um hjúkkuna Nínu Borg, Dauði næturgalans, er komin út á forlagi Máls og menningar en Ingunn Ásdísardóttir þýðir. Þá er ný saga komin á íslensku í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar eftir bandaríska metsöluhöfundinn Tess Gerritsen og segir þar af löggukonunni Jane Riszzoli, en Tess hræddi líftóruna úr lesendum síðast með Skurðlækninum. Hér er ekki minni óhugnaður á ferð lesendum til yndisauka. -pbb Af kiljuakri Um miðja viku var úthlutað styrkjum til 40 skólabókasafna um allt land. Styrk- veitingin er hluti af verkefninu „Ávísun á lestur“ sem stendur til 14. maí. Tékka var dreift til allra heimila á landinu á Viku bókarinnar og nýtist hann sem 1000 krónur af bókakaupum. Af hverjum þúsundkalli sem fór á kreik var tekinn af hundrað kall í Skólasafnasjóð. Ætla menn þannig að safna milljón sem Arionbanki ætlar að tvöfalda. Skólasafnasjóður var stofnaður 2010 af bókaút- gefendum til að bjarga skólabókasöfnum sem hafa farið halloka um langa hríð vegna sparnaðar í skólakerfinu. Hann á að veita táknræna styrki til að sýna að jafnvel lágar fjárhæðir bæta úr brýnni þörf. Niðurstöður úr alþjóðlegum rannsóknum (PISA og PIRLS) þykir innlendum benda til að brýnt sé að auka lestur íslenskra barna. Læsi er ein af sex grunnstoðum íslenskrar menntastefnu: Læsi er grundvallarfærni, forsenda fyrir því að nemendur nái tökum á öðrum bóknámsgreinum. Vitað er að eina svarið við lítilli lestrarfærni er að lesa meira. Aðgengi að áhugaverðu lesefni á móðurmálinu skiptir máli – að lesa meira og meira. Skólabókasöfn gegna fjölþættu hlutverki í skóla- starfinu, ekki síst því að kenna nemendum upp- lýsingaleit og upplýsingalæsi. Hitt meginhlutverk þeirra er að hvetja nemendur til lesturs almennt. Því fjölbreyttari sem safnkosturinn er, þeim mun meiri líkur eru til þess að börn beri sig eftir bók- um. Og safnkostinum verður að halda við. Erfið fjárhagsstaða skóla og sveitarfélaga hefur bitnað á bókakaupum safnanna og í sumum söfnum var á tímabili alfarið hætt að kaupa bækur. Og þar er fátt í boði sem er nýtt, flestallt afgamalt, slitið og rímar illa við tímana. Það er ekki hlutverk Skólasafna- sjóðs að ráða bót á þessum vanda, en mikilvægt er að vakin sé athygli á þessari alvarlegu stöðu þar til úr verður bætt. Nú voru veittir styrkir til 40 skólasafna og er það milljón bankans. Vonandi fer önnur milljón til vanræktra skólabókasafna þegar Ávísanaátakinu lýkur 14. maí. Og svo verða sveitar- stjórnir og menningar- og menntaráðuneytið að hugsa dæmið upp á nýtt. -pbb Til styrktar skólabókasöfnum  níu leiðir til lífsorku Þorbjörg Hafsteinsdóttir Salka, 300 síður, 2012. Þorbjörg Hafsteinsdóttir. Ég tók nokkur [próf] og féll í öllum flokkum, reyndist svo fokking ómögulegur að best hefði verið að finna góðan kaðal og styrkan staur. Af hverj- um þús- undkalli sem fór á kreik var tekinn af hundrað kall í Skóla- safnasjóð. Ætla menn þannig að safna millj- ón sem Arionbanki ætlar að tvöfalda. Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.