Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 70
Þórdís Nadia TyppafýluræsTir hip hop-ið
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, hefur haldið sig til hlés í kosn-
ingabaráttu komandi forsetakosn-
inga. Líklegt er þó að Ólafur Ragnar
mun byrja baráttuna af krafti um
leið og frestur til framboðs rennur út
25. maí næstkomandi. Svo heppilega
vill til fyrir Ólaf að hann verður
aðalfyrirlesari á ráðstefnu í Hörpu
sem ber yfirskriftina „Til móts við
þrautseigju“ sem fram fer dagana
27. til 29. júní og fjallar um hvernig
Íslendingar tókust á við kreppuna.
Daginn eftir, 30. júní, verður kosið
um nýjan forseta.
Ólafur Ragnar í Hörpu daginn fyrir kosningar
Erpur og MC Gauti
fá á baukinn
Þ að er svo mikil typpafýla af þessu öllu,“ segir Nadia sem haslaði sér um tíma völl sem uppistandari en
stígur nú sín fyrstu skref í tónlistinni og
slær hvergi af. „Ég er hætt í uppistandinu.
Ég kenni magadans og er Íslandsmeistari í
magadansi.“ Og nú ætlar hún að hrista upp í
íslensku hip hopi.
„Karlarnir eru eiginlega allsráðandi á
þessari senu og konurnar eru mjög fáar og
ég fíla bara alls ekki þessa endalausu kven-
fyrirlitningu sem þeir eru með. Þetta er líka
oft bara einhverjir aular sem reykja bara
gras allan daginn og tala um hvað typpið
á sér sé stórt. Og ef þeir tala um konur þá
er það oftast í einhverju kynferðislegu sam-
hengi þar sem þeir hlutgera þær. Ég er að
dissa það í laginu Passaðu þig.“
Nadia hefur ekkert unnið að tónlist áður.
Hún segir rappið og hip hopið haldast í hend-
ur hvað karllægnina og kjaftháttinn varðar.
Hún fer heldur ekkert í felur með að þekkt-
ir strigakjaftar eigi sneiðar í laginu. „Jájá.
Þessu er meðal annars beint til Erps og MC
Gauta. Ég tek það ekkert endilega fram í lag-
inu og þeir taka þetta bara til sín sem eiga
það,“ segir Nadía grjóthörð og ætlar síður en
svo að láta staðar numið hér.
„Ég ætla að fylgja þessu eftir og gera miklu
meira. Ég er bara búin að fá nóg. Poppið allt
yfir höfuð er svo klámvætt og það er frekar erf-
itt að eiga við eitthvað eins og hip hop-senuna
þar sem þeir sem gera tónlistina eru 90 pró-
sent karlmenn. Maður getur ekki bara setið
og hlustað á þetta og hvað á maður þá að gera?
Hringja í þá og tala við þá? Maður verður bara
að ganga sjálfur í málið og ég hvet fleiri stelpur
til að stíga fram og gera eitthvað sjálfar.“
Nadía segist fylgjast með kynjaumræðunni
og kunni vel að meta vaska framgöngu femín-
ista á ritvellinum þótt hún kjósi að beita öðrum
meðulum. „Ég blogga ekkert eða neitt svoleið-
is en ég fylgist alveg með umræðunni og ég
er femínisti. Ég er svolítið hrifin af róttækum
aktivisma og aðhyllist því að maður eigi að
ganga í málin frekar en að blogga um eitthvað
eða tjá sig á Facebook. Ég vil láta verkin tala.“
Sem hún er svo sannarlega að gera en hefur
hún áhyggjur af því að fá á sig öfgafemínista-
stimpilinn þegar lagið er byrjað að heyrast; að
remburnar rjúki upp til handa og fóta í typpa-
fýlunni sinni?
„Ég veit það ekki og mér er eiginlega alveg
sama.“
Þórarinn Þórarinnsson
toti@frettatiminn.is
T öfra- og sjónhverfingamað-urinn Ingó Geirdal er einn sá reyndasti í bransanum á
Íslandi. Hann ætlar að bjóða upp á
stórsýningu í Salnum í Kópavogi á
sunnudaginn, ekki síst vegna þess
að þegar hann steig á stokk í mars
seldist upp.
„Þetta er stórsýning. Einn og
hálfur tími með hléi og þarna sýni
ég allt það besta sem ég hef upp á
að bjóða. Þetta er fjölskyldusýning
– ekkert síður fyrir börn en full-
orðna. Ég er með ýmislegt krass-
andi og er til dæmis farinn að taka
hugsanalestur mikið inn í þetta.
Síðan er ég með töfra og sjónhverf-
ingar; gleypi rakvélablöð og svona
þannig að þetta spannar ansi breitt
svið.“
Ingó á orðið langan feril að
baki. Hann fór fyrstur Íslendinga
á heimsmót töframanna átján ára
gamall. Hann er einnig liðtækur
tónlistarmaður og gítarleikari.
Hann hefur meðal annars spilað
með Quarashi og er nú í hljóm-
sveitinni Dimma og notar tónlist
sína á töfrasýningunum. „Ég er
rokkari og töframaður i hjarta
mínu og nota rokkið sem undirleik
og er farinn að koma fram í sama
klæðnaði og í þungarokkinu,“ seg-
ir leðraði galdrakarlinn.
Martin Gore, gítarleikari hinnar
fornfrægu hljómsveitar Depeche
Mode, heyrði af Ingó á sínum tíma
og fékk hann til þess að skemmta
bandinu að loknum tónleikum í
Gautaborg. „Martin hefur rosalega
gaman að þessu og lét bjóða mér á
tónleikana gegn því að ég galdraði
fyrir þá. Þetta var mjög gaman
enda eru þetta mjög skemmtilegir
náungar.“ -þþ
iNgó geirdal leðraði TöfrarokkariNN
Töfraði Depeche Mode upp úr skónum
Egill Helga á Hagaskólaballi
Sjónvarpsstjarnan og bloggarinn
Egill Helgason verður ræðumað-
ur kvöldsins á skólaballi Haga-
skóla næstkomandi miðvikudag.
Um er ræða skólaball fyrir alla
nemendur skólans sem eru 45 ára
og eldri og verða vínveitingar á
ballinu – ólíkt því sem var þegar
væntanlegir gestir stunduðu nám
við skólann á sínum tíma. Ballið
fer fram í Félagsheimili Seltjarn-
arness og munu skólahljómsveit-
irnar Cogito og Fimm á Richter
troða upp.
Þórdís Nadia Semichat hefur fengið sig fullsadda af þrúgandi karlrembu typpaveldisins sem
liggur eins og mara yfir íslenskri hip hop-menningu sem hún segir löðrandi í kvenfyrirlitningu.
Í andófi sínu samdi hún hip hop-lagið Passaðu þig þar sem karldrjólarnir fá það óþvegið. Hún
frumsýndi myndband við lagið á fimmtudagskvöld og ætlar að halda sínu striki enda löngu tími
til kominn að kona taki þessi mál í sínar hendur.
Ingó les hugsanir og kjamsar á rakvélablöðum í Salnum í Kópavogi á sunnudag.
Skemmtunin hefst klukkan 17 og miðar eru seldir á midi.is og salurinn.is.
Hörfað undan Guðna
Páll G. Jónsson, löngum kenndur
við Pólaris, hefur setið undir
ámæli skákáhugafólks eftir að
hann ákvað að freista þess að selja
muni tengda einvígi Fischers og
Spassky í Reykjavík árið 1972 á
uppboði í Danmörku. Páll keypti
munina árið 1975 og vill nú koma
þeim í verð í óþökk skákhreyfing-
arinnar. Hann mætti á dögunum
í útgáfuhóf Helga Ólafssonar,
stórmeistara, í Iðnó þar sem út-
gáfu bókar Helga um kynni sín
af Bobby
Fischer,
Bobby
Fischer
comes
home -
The Final
Years in
Iceland,
a Saga of
Friends-
hip and
Lost Ill-
usions, var
fagnað. Páll sá sér þó þann kost
vænstan að láta sig hverfa þegar
Guðni Ágústsson hélt ræðu og
skammaðist meðal annars út í
menn sem vildu selja þjóðarger-
semar úr landi.
Ég blogga
ekkert
eða neitt
svoleiðis en
ég fylgist
alveg
með um-
ræðunni
og ég er
femínisti.
Þórdís Nadía
hefur fengið
sig fullsadda af
karlrembunni í
íslenskri hip hop-
tónlist og svarar
nú karlpeningnum
fullum hálsi með
laginu Passaðu
þig.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar
á Facebook
Yfir 150 tegundir
af buxum
Kvartbuxur – Bómullarstrechbuxur
Gallabuxur – Sparibuxur
Vandaðar buxur í mismunandi síddum fyrir
hávaxnar sem og lágvaxnar konur
í stærðum 36-52.
Verð frá 8.990
62 dægurmál Helgin 11.-13. maí 2012