Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 22
fagið. Einnig hef ég mikinn áhuga á því að
geta tekið inn í bókaútgáfu mína verkefni
sem tengjast skrifum um heilbrigðiskerfi og
hvernig hægt sé að ná bættum árangri innan
okkar heilbrigðiskerfis.“
Þannig að námið nýtist þér við bókaútgáf-
una?
„Já, við gerð allra áætlana og stefnumót-
unar Draumsýnar liggur þessi akademíska
þekking mín undir. Heilbrigðisstofnanir
eins og sjúkrahús eru flóknar skipulags-
einingar, en þar fann ég margt sem ég gat
yfirfært á rekstur bókaforlags. Bókaútgáfan
heitir Draumsýn og erum ég og kona mín
eigendur að henni. Við eigum einnig góða að
sem þekkja þennan rekstur jafnt innanlands
sem utan sem veita okkur góða ráðgjöf og
stuðning.“
Magnaðar sjálfsævisögur
Ertu alinn upp við að vera óhræddur við að
takast á við ný verkefni?
„Já, þeir fiska sem róa,“ svarar hann og
brosir. ,,Ég vil ekki hafna neinu verkefni fyr-
irfram. Ég vil fyrst kynna mér hvað það býð-
ur upp á og hvort það sé yfir höfuð hægt að
takast á við það með ásættanlegum árangri.
Oft er það þannig að það sem við fyrstu sýn
virðist fráleitt eða óyfirstíganlegt er nokkuð
sem er hægt að vinna með og þróa. En auð-
vitað hafna ég verkefnum ef ég sé að ekki sé
hægt að vinna úr þeim.“
Eins og áður sagði kom fyrsta bók Draum-
sýnar út við hátíðlega athöfn í Norræna hús-
inu fyrir skömmu.
„Já, þá kom út bókin „Lukkunnar pam-
fíll“ eftir norska rithöfundinn Ari Behn. Við
ákváðum að gefa aðeins út bók Ari Behn
núna og hann heimsótti okkur í tilefni út-
gáfunnar. Þannig verður öll athyglin á rit-
höfundinn og bókina en skiptist ekki niður á
fleiri bækur. Aðrar bækur munu síðan fylgja
á eftir og ég get nefnt hér sjálfsævisögu
Natöschu Kampuch, sem rænt var í Austur-
ríki og haldið fanginni í mörg ár og sjálfs-
ævisögu fótboltakappans Zlatan Ibrahimo-
vic. Í júní kemur svo út bókin „JEG LEVER
PAPPA“ eftir Erik H. Sønstelie og Siri Marie
Seim Sønstelie. Siri Marie var í Útey 22. júlí
2011 og slapp naumlega undan Breivik. Hún
segir hér sögu sína ásamt pabba sínum sem
er gamall blaðamaður af VG. Þetta er mjög
vel skrifuð bók. Þau koma hingað til lands til
að vera viðstödd útgáfu bókarinnar og segja
sína sögu. Tíu bókanna eru nú þegar langt
komnar í þýðingum og fjórar eru í vinnslu.“
Bókaútgáfa sem ber að taka af alvöru
Hvernig tókst þér að ná samningum um
bókaútgáfu á jafn forvitnilegum bókum og
raun ber vitni?
„Eins og fram hefur komið hef ég verið
mikið í Noregi og hef komið mér upp mjög
góðum samböndum þar í landi. Nú reyn-
ast þau mér vel. Einnig hefur mér tekist
að ná góðum persónulegum samböndum
við marga sem vinna að útgáfumálum í
Danmörku og Noregi svo dæmi séu nefnd.
Einnig nýtist mér sú reynsla sem ég hef úr
kvikmynda/myndbandabransanum þegar
þurfti að „þefa“ upp góðar kvikmyndir. En
þegar litið er yfir þann árangur sem hefur
náðst frá því að við fórum að leita eftir bókum
til útgáfu á Íslandi þá tel ég að við megum
vera sátt og sýnum að hér er komin bókaút-
gáfa sem ber að taka af alvöru. Við munum
leggja áherslu á útgáfu skandinavískra bóka.
Til þess að sýna það í verki mun Draumsýn
eiga náið samstarf með Norræna félaginu
við að kynna norrænar bækur hér á landi.
Bókasafn Norræna hússins mun einnig taka
þátt í þessu samstarfi. Hvað varðar útgáfu
bóka eftir norska höfunda hér á landi þá
mun Norska sendiráðið á Íslandi og norska
lektoratið taka þátt í kynningu á bókunum
og taka þannig þátt í samstarfi Draumsýnar,
Norræna félagsins og bókasafns Norræna
hússins. Ég mun leitast við að hafa úrval
bóka sem allra best þannig að allir finni eitt-
hvað við sitt hæfi. Jafnt er um að ræða fagur-
fræði sem aðrar bókmenntir. Ég er jákvæður
fyrir öllum tegundum bóka sem lesendur
hafa áhuga á.“
Neikvæðni brýtur bara niður
Samkeppni milli bókaútgefanda hefur verið
hörð hér og margar útgáfur lagt upp laupana.
Var þér kunnugt um það þegar þú ákvaðst að
stofna bókaútgáfuna?
„Já, mér var kunnugt um það. En bókaút-
gáfur hafa líka vaxið og dafnað vel. Stofnun
Draumsýnar var ekki skyndihugdetta. Um
er að ræða gamla hugmynd og síðan verkefni
sem ég hef þróað. Ætli það sé ekki komið um
rúmt ár síðan ég fór að hugsa um hvernig
koma mætti hugmyndinni í framkvæmd. Frá
síðasta sumri hef ég síðan þróað verkefnið.
Það er mikilvægt að vera jákvæður í garð
verkefnisins. Neikvæðni gerir ekkert annað
en að brjóta niður. Við horfum björtum
augum til framtíðarinnar.“
Og ertu alls óhræddur við samkeppnina?
„Í mínum áætlunum geri ég ráð fyrir sam-
keppninni. Við höfum skipulagt og þróað
okkar leiðir til þess að takast á við hana.
Draumsýn mun verða sýnilegt á íslenska
bókamarkaðnum. Ég hef fengið góða rithöf-
unda til liðs við mig og veit að sá höfundalisti
sem ég er kominn með er nú þegar farinn að
leiða til þess að höfundar vilja koma til mín.
Þeir bókatitlar sem ég er kominn með standa
öðrum ekkert að baki hvað gæði snertir og
reyndar tel ég Draumsýn geta verið stolta
af því að hefja rekstur með þá höfunda og
þær bækur sem við höfum gert útgáfu-
samninga um. Við höfum mætt miklum vel-
vilja höfunda. Eitt dæmið sem sannar það
er heimsókn Ari Behn sem tók strax mjög
vel í þá hugmynd mína að koma til Íslands
þegar bókin hans yrði gefin út. Einnig erum
við nú að leggja drög að samstarfi okkar og
Märtha Louise prinsessu en hún er einn höf-
unda okkar. Vonandi getum við sagt frá því á
næstum vikum hvernig því samstarfi verður
háttað. Þannig að þau hjónin eru bæði mjög
jákvæð gagnvart okkur eins aðrir höfundar
okkar.“
Dæmigerður maður í tvíburamerkinu
Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér með
nokkrum orðum?
„Kannski lýsir konan mín þessu best; ég
er í tvíburamerkinu og held merki þess uppi
með að geta verið eins og tvær persónur,
önnur hlédræg og róleg en hin sem verður
alltaf að hafa eitthvað að gera og þrífst best
og skipuleggur sig best undir álagi.“
Hvað finnst þér skemmtilegast að fást við?
„Mér finnst skemmtilegast að fást við
krefjandi og ögrandi verkefni og sjá árangur
verða af störfum við þau. Einnig er nú líka
bara gott að slappa af í faðmi fjölskyldunnar.“
En af þeim verkefnum sem þú hefur nú
þegar komið nærri ?
„Öll verkefnin sem ég hef komið að hafa
verið áhugaverð eða skemmtileg hvert á sinn
hátt. Annars hefði ég ekki tekið þátt í þeim.
Það sem hefur verið mest ögrandi fram að
núverandi verkefni er vinnan að doktorsverk-
efninu og þróun þess.“
A ri Behn, höfundur bókarinnar „Lukk-unnar pamfíll“, kom til Íslands nýver-ið og segist fram að því hafa talið sig
vera Ítala eða Frakka, en á Íslandi vissi hann
að hann væri Íslendingur, bæði í hjarta og
skapi. Ari Behn vill verða þekktur af verkum
sínum, enda skrifað bæði bækur, leikrit og
sjónvarpsþætti, en hann er líka mjög þekktur
í heimalandi sínu og víðar á Norðurlöndunum
fyrir að vera eiginmaður Mörthu Louisu Nor-
egsprinsessu.
Hvað varð til þess að þú fórst að skrifa
bækur?
„Mig langaði að verða rithöfundur frá því
ég var mjög ungur. Sá heimur lýstist upp fyr-
ir mér þegar ég var þriggja ára og ég skildi
mikilvægi bóka. Þrettán ára að aldri ákvað
ég að verða rithöfundur. Fimm árum síðar,
þegar ég var átján ára skrifaði ég fyrstu skáld-
sögu mína og vaknaði á hverri nóttu klukkan
fimm til að skrifa áður en ég fór í skólann.
Við getum reyndar ekki rætt hér um bestu
skáldsögu veraldar enda var hún aldrei gefin
út, en kenndi ungum manni sem trúði sterk-
lega á sjálfan sig gott skipulag og sjálfsaga.“
Hverju viltu koma til skila með skrifum
þínum?
„Mig langar að fá sálir og anda manneskja
til að breyta á róttækan hátt að leið að því
marki að losna við öll mynstur sem brjóta
hvern einstakling niður.
„Lukkunnar pamfíll“ er fimmta bókin þín
og þú hefur fengið stórkostlega góða gagn-
rýni. Fengu hinar fjórar jafn góða gagnrýni?
„Ég reyni að hlusta ekki mikið á hvað gagn-
rýnendur segja, það var sagt að ég væri stór-
viðburður í bókmenntalífinu og eins og hala-
stjarna, þegar fyrsta bókin mín „Trist som
faen“ kom út árið 1999 og eftir það hef ég
fengið bæði hylli og högg – að búa á stöðugu
„stríðssvæði“ með því að lifa opinberu lífi er
fremur umdeilt, svo ég taki vægt til orða...“
Þarftu að vera í sérstökum aðstæðum þeg-
ar þú skrifar, til dæmis að vera algjörlega einn
umlukinn þögn?
„Ég get skrifað alls staðar, í miðjum hávaða
í fjölskyldulífinu, þar sem búa þrjú yndisleg
börn. Það mikilvægasta er að standa við
daglegt skipulag, skrifa að minnsta kosti í
nokkrar klukkustundir á hverjum degi, hvern
einasta dag.“
Þú ert líka mjög þekkt sjónvarpsstjarna
í Noregi og hefur unnið til verðlauna fyrir
skemmtiþáttinn „Ari og Per“. Geturðu sagt
okkur örstutt frá þessum þáttum og fyndnum
atriðum sem ég hef séð þig í gegnum You-
tube eins og þegar þú klæddist eins og gheisa
og gekkst um götur Barcelona.
„Sjónvarpsþátturinn gengur út á að segja
sögur. Ég er hvorki sjónvarpsstjarna né kynn-
ir, heldur fyrst og fremst rithöfundur og ekk-
ert annað. En já, að fara með farða og klæðast
kvenfatnaði í Barcelona – svona í anda Pedro
Almodovar var reyndar mun erfiðara en ég
hafði gert mér grein fyrir, þrátt fyrir reynslu
mína og rólegheit við að grafast fyrir í alls
konar menningarkimum – á „border-line“
stöðum og einnig í slíkum málefnum. Þetta
var líka í eina skiptið sem ég þurfti að vara
dætur mínar við að einhver gæti strítt þeim í
skólanum daginn eftir að þátturinn var sýnd-
ur. Það gerðist ekki – að því undanskildu að
elsta dóttir mín spurði hvort ég hefði í alvöru
farið í aðgerð til að verða kona í smátíma! Það
verður langt þangað til ég endurtek þennan
leik,“ segir hann skellihlæjandi.
Þú varst á Íslandi í síðustu viku og sást ör-
lítið brot af landinu. Hvernig leist þér á?
„Að heimsækja loksins Ísland eftir
að hafa dreymt um það alla mína
ævi... Eins og ég sagði þér í upp-
hafi samtals okkar þá varð ég
stórundrandi á þeirri reynslu
minni að finnast ég sterklega
tengdur Íslandi. Þetta er nor-
ræna arfleifðin mín, bæði bók-
menntalega og tilfinningalega. Í
gegnum aldir er ég kominn
af Norðmönnum, en núna
held ég að Ísland sé eins
og vindhviða sem skar-
ast við tilfinningar mín-
ar, skapferli og með opin
viðhorf – lífskrafturinn
og eldfjöllin, gríðar-
lega áræðið og með
ilm af ómótstæði-
legum brennisteini
... ég elska þetta!
Þú ert einnig
þekktur í Noregi
sem eiginmaður
Mörthu Louise
prinsessu, sem er
einnig rithöfund-
ur og mun skrifa
fyrir bókaforlag-
ið Draumsýn eins
og þú.
„Já, ég hitti eigin-
konu mína gegnum
móður mína á mjög hefðbundinn og gamal-
dags hátt. Ég var að koma úr löngu ferðalagi
um Bandaríkin rétt fyrir jól – og ætlaði mér
að halda þessu ferðalagi áfram árið á eftir. Úr
því varð ekkert... Þetta var ást við fyrstu sýn
en það sem ég vissi ekki var að móðir mín
hafði verið vinkona Mörthu í þrjú ár. Þær voru
báðar að stúdera „Rósarmeðferðina“ (sem
var mikið leyndarmál í þá daga!). Ég
er viss um að við hefðum gift okkur
innan við viku eftir að við hittumst
– ef hún hefði ekki verið prins-
essa... En jú, ég verð að segja að
tíu ára hjónaband okkar hefur
verið brennandi ástarferð, full af
af ástríðu, og árangurinn þrjár dæt-
ur og mikið af skapandi verkum.
Við ólumst upp í algjör-
lega ólíkum heimum,
en mér fannst við
vera kominn heim
um leið og við hitt-
umst. Það er bless-
un.“
Hvenær kem-
urðu svo næst til
Íslands?
„Ég kem á
hver ju kvöldi
til Íslands. Um
leið og ég sofna
dreymir mig þetta
dásamlega land.“
Anna Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
Kemur til Íslands á hverri nóttu
Um leið og ég sofna dreymir mig þetta dásamlega land, Ísland, segir Ari Behn,
rithöfundur og eiginmaður Mörthu Louisu Noregsprinsessu. Eftir heimsókn
hingað finnur hann fyrir sterkum tengslum við Ísland. Hann segir að því ráði hin
norræna arfleifð bæði bókmennta- og tilfinningalega.
Í sumar er opið kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.isVerslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur
Rodalon sótthreinsun
• Gegn myglusveppi • Eyðir lykt úr fatnaði
Ari Behn rithöfundur og
eiginmaður Mörthu Louise
Noregsprinsessu: Mér
finnst ég sterklega tengdur
Íslandi. Ljósmynd Hari
22 viðtal Helgin 11.-13. maí 2012