Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 30
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 1- 17 13 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. www.kia.isÞú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook 7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum Aðeins 4,4 lítrar á hundraðið Kia cee'd EX, 1,6 l, dísil, beinskiptur 16" álfelgur, loftkæling, hraðastillir (Cruise Control), leðurklætt stýri og gírstangarhnúður, bluetooth o.fl. Einnig fáanlegur sjálfskiptur. Verð 3.620.777 kr. Sértilboð 3.390.777 kr. Allt að 75% fjármögnun Tryggðu þér Kia cee'd á frábæru verði – aðeins örfáir bílar í boði! En þó að við séum í sambandi við aðra úti í löndum getum við illa notað þeirra ráð, því sjúkdómurinn leggst misjafnlega á fólk. Við vorum til að mynda vöruð við því að nota lyfið sem Sunna byrjaði á fyrir hálfum mánuði, af því að það fór svo illa í sum börn á meðan það virkaði á önnur.“ En þau tóku ákvörðunina, þar sem sjúk- dómurinn leiddi af sér annan taugasjúkdóm sem kallast Dystonia og kallar fram krampa í útlimum Sunnu Valdísar. „Ef hún fær krampa í handlegginn stendur hann út frá búknum sem er mjög sársaukafullt. Oftast fær hún þessa krampa í fæturna. Þetta var orðið svo mikið – oft á dag – og við urðum að fá eitt- hvað við þessu.“ Stofnuðu samtök um Sunnu Þau Sigurður og Ragnheiður hafa hellt sér út í alþjóðasamstarf foreldra sem eiga börn með AHC. Í fyrstu var þeim boðið á fund evrópskra samtaka um sjaldgæfa sjúkdóma, Eurordis. „Við fórum á fundinn og fannst hann áhugaverður. Þar sáum við að til voru al- þjóðleg samtök um AHC. En við vorum ekki velkomin inn í þann félagsskap sem einstak- lingar, heldur aðeins sem samtök. Þannig að einn, tveir og þrír stofnuðum við samtök, settum upp heimasíðu og vorum velkomin á alla fundi sem við vildum sækja!“ Fundina nota þau Sigurður og Ragnheiður til að hitta lækna. Þau hafa tvisvar farið til Bandaríkjanna með Sunnu að hitta lækna sem eru sérfræðingar í sjúkdómnum. Þau eru með blóðsýni úr Sunnu í bio-bönkum í Bandaríkjunum og Ítalíu. Þangað geta sér- fræðingar og vísindamenn sótt í til að finna orsök sjúkdóma. „En það eru fáir sem hafa sýnt því áhuga,“ segir Sigurður. Tvisvar til Bandaríkjanna, tvisvar til Ítalíu, Brussel, London... „Við reynum að vera dugleg fyrir Sunnu og hitta aðra foreldra. Það gefur okkur mikið að tala við aðra foreldra, sjá önnur börn og vita að við erum ekki ein,“ segir Ragnheiður. „Við ákváðum það líka snemma að við yrð- um að gefa okkur í þetta. Og við gerum það,“ segir Sigurður. „Ef við eigum frítíma sinnum við þessu vel og þar sem við höfum sótt bæði til Evrópu og Bandaríkjanna sáum við að þar var verið að vinna að sömu málum. Í kjölfarið hefur myndast meira samstarf á milli Evrópu og Bandaríkjanna.“ Samvinnan sé skynsam- leg því félögin séu fjárvana. Komu á samstarfi milli heimsálfa „Peningarnir eru bara að koma frá foreldr- unum sem halda tombólu í götunni sinni,“ segir Sigurður. „Ef við erum að eyða sömu summum í sömu verkefnum, af hverju sam- einum við ekki kraftana og eyðum peningun- um sem eftir standa í annað? Því á endanum erum við öll að stefna að sama markmiði; að finna lækningu við sjúkdómnum. Þetta keyptu samtökin beggja vegna Atlantshafs og samstarfið gengur vel. “ Sigurður hefur verið kosinn í stjórn Euro- pean Research for Alternating Hemiplegia, (ENRAH). „Þetta eru samtök stutt af Evrópu- sambandinu.“ Samtökin þeirra eru nú einnig hluti af Umhyggju; félags til stuðnings lang- veikum börnum og Eurordis, regnhlífarsam- tök fyrir sjaldgæfa sjúkdóma í Evrópu. Barátta fjölskyldunnar er erfið, löng og ströng og litar allt líf hennar. „Þessi sjúkdóm- ur er alltaf að breytast. Það getur vel verið að eftir einhvern tíma hætti hún að bakka í þroska. Við vitum það bara ekki. Það er svo lítið vitað og einstaklingarnir svo mismun- andi,“ segir Sigurður. Ragnheiður stendur upp og labbar frá borðinu. Hún lokar dyrum að svefnherberginu, þar sem Viktor dundar sér. Sigurður tekur á sig rögg og svarar krefjandi spurningunni sem liggur í loftinu. Verður Sunna fullorðin? Leggja allt undir fyrir Sunnu „Það er rosalega erfitt að segja til um fram- tíðina. Köstin geta verið það hörð að það eru töluverðar líkur á heilablóðfalli. Við þekkjum foreldra sem hafa misst börnin sín þannig. Auðvitað erum við bara bjartsýn. Það er líka ástæðan fyrir því að við erum með hana í gjörgæslu heima fyrir. Þegar hún fær köstin erum við til staðar og ef það gerist í leik- skólanum, sem er handan götunnar, erum við mætt, einn tveir og þrír. Þess vegna svæfum við hana og stoppum köstin, svo þau verði ekki svo ofsalega hörð. En ég hef hitt fertugan mann með þennan sjúkdóm úti á Ítalíu. Það eru til fullorðnir einstaklingar með þennan sjúkdóm. En sjúkdómurinn getur verið vægur og mjög erfiður. Sunna er þarna í miðjunni. Hún er týpískur AHC sjúklingur. En hvernig þróunin verður vitum við ekki.“ En hvernig lifir maður með tímasetningu um hugsanlegt, ótímabært andlát? „Vinkona okkar er formaður bresku AHC samtakanna. Hún missti átján ára dóttur sína á síðasta ári,“ segir Ragnheiður og Sigurður tekur við. „Sextán ára stúlka í Bandaríkjunum lést á svipuðum tíma. Þegar það gerist heyrum við voða lítið af því af hverju og hvernig það gerist. Það er algengt að börn með þennan sjúkdóm deyi ung. Við reynum að hugsa ekki út í það. Við gerum það sem við getum gert og reynum að gera það eins vel og við getum svo Sunna eigi sem mestan séns.“ Síða samtakanna: http://www.ahc.is/ Sjá má myndir af Sunnu og fjölskyldu á Youtube Sunnu blogg: http://sunnavaldis.blogcentral.is/ Viktor með einu systur sína í fanginu. Sex ár eru milli systkinanna og má meðal annars sjá á myndböndum á Youtube að þau eru miklir mátar. Mynd/Hari 30 viðtal Helgin 11.-13. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.