Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 20
Kastað til bata
Umsóknarfrestur til 21. maí
Kastað til bata er samstarfsverkefni
Krabbameinsfélags Íslands,
Samhjálpar kvenna, og styrktaraðila.
• Konum sem lokið hafa meðferð við brjósta
krabbameini er boðið til veiðiferðar.
• Farið verður í tveggja daga ferð 13.- 14. júní í Sogið
og Úlffljótsvatn. Gist verður að Hótel Hengli.
• Einstakt tækifæri til að æfa fluguveiði undir handleiðslu æfðra fluguveiðikennara.
• Efla þrótt í fallegri náttúru, njóta kyrrðar, útiveru og
hvíldar.
• Síðast en ekki síst að kynnast konum sem gengið
hafa í gegnum svipaða reynslu.
Fjórtán konur fá tækifæri á að fara í þessa ferð sér að
kostnaðarlausu fyrir utan ferðakostnað. Umsóknarfrestur
er til og með 21. maí. Allar nánari upplýsingar um
umsóknarferlið eru á www.krabb.is, hjá asdisk@krabb.is
eða í síma 540 1900.
„Þetta var sannkallað ævintýri frá upphafi til enda.
Skipulagið var frábært, maturinn hollur og góður og
leiðsögumennirnar voru stórkostlegir og allur aðbúnaður
til fyrirmyndar. Frábær hreyfing fyrir „brjóstakonur“ og
dásamleg samvera í fallegu umhverfi“.
Þátttakandi i Kastað til bata
Þ
egar Örn Þorvarðarson var lítill
pjakkur byrjaði hann að vinna
í Stjörnubíói. Einn stofnenda
Stjörnubíós var afi hans, Hjalti
Lýðsson, sem var framsýnn maður
og opnaði bíóhúsið árið 1949. Örn fékk að
vinna við að selja gosdrykki og sælgæti þar,
þótt hann næði varla upp á afgreiðsluborðið.
Frá þeim tíma hefur Örn fengist við ýmislegt,
er menntaður í stjórnun heilbrigðismála en
vendir nú sínu kvæði hressilega í kross því
hann hóf bókaútgáfu nýverið.
„Það má segja að ég hafi alist upp við fyrir-
tækjarekstur. Hjalti, afi minn, keypti með-
eigendur sína út úr rekstrinum stuttu eftir
að bíóið tók til starfa, en hann rak einnig
kjötverslanir og reykhús í Reykjavík, Kjöt-
verslun Hjalta Lýðssonar. Faðir minn byrjaði
að vinna í Stjörnubíói 1953 og fór fljótlega að
aðstoða afa við reksturinn og tók síðan við
stöðu forstjóra þegar afi hafði ekki lengur
heilsu til að sinna rekstrinum. Síðar sinnti ég
öðrum störfum innan fyrirtækisins eftir að ég
komst á unglingsár. Faðir minn var þá forstjóri
Stjörnubíós, og þegar hann lét af störfum árið
„Þeir fiska
sem róa“
1983 stofnuðum við saman fyrirtæki sem stóð að sölu
og dreifingu myndbanda á myndbandaleigur. Í þeim
rekstri vorum við saman til árins 1995.“
Rekstur fyrirtækja hjónunum í blóð borinn
Það má kannski segja að með stofnun bókaforlagsins
sé Örn að halda upp á fimmtugsafmæli sitt en hann
verður fimmtugur í júní. Hann er kvæntur Karitas
Kristínu Ólafsdóttur, sem er menntaður sjúkraliði og
hefur starfað við þá iðn í yfir tuttugu ár og mun reka
bókaútgáfuna með honum. Saman eiga þau dæturnar
Maríu Lovísu, 14 ára og Örnu Kristínu sem er átta ára.
Fyrir átti Karitas einn son, Ólaf Davíð, 27 ára.
„Afi Karitas, Hagbarður Karlsson, var annar stofn-
anda Sælgætisverksmiðjunnar Opal og starfaði þar
allt til dauðadags. Faðir hennar var skókaupmaður,
rak fyrst skóverslun á Hrísateig og síðan opnaði hann
skóverslun í Glæsibæ fljótlega eftir að verslunarmið-
stöðin opnaði. Þannig að segja má að okkur báðum sé
rekstur í blóð borinn.“
Í ljósi þess að fyrsta bókin sem þið gáfuð út, Talent
for lykke, Lukkunnar Pamfíll, örsögur eftir Ari Behn,
sem þú sagðir mér að væri líka þekktur í Noregi sem
eiginmaður norsku prinsessunnar, hefðirðu nú bara
átt að segja honum að eldri dóttirin heiti Marta Lovísa,
eins og konan hans.
„Já, þú segir nokkuð,“ svarar hann hlæjandi. „En ég
held mig nú alltaf við sannleikann.“
Kaffihúsaeigandi í nokkur ár
Árið 1996 stofnaði Örn kaffihúsið Kaffi Puccini ásamt
foreldrum sínum og bróður. Það var þar sem ég hitti
Örn fyrst, afskaplega ljúfan og þægilegan mann sem
virtist búa á vinnustaðnum. Hann var alltaf við, hve-
nær sem komið var til að fá sér dýrindis kaffi og með-
læti. Kaffihúsið naut mikilla vinsælda, þar sem meðal
annars voru haldin djass- og blúskvöld með þekktum
íslenskum tónlistarmönnum:
„Árið 1997 opnuðum við einnig kaffihús undir sama
nafni í Fredrikstad í Noregi. Ég var í þessum rekstri
fram til vorsins 2001. Hugmyndina að rekstri kaffihúss
fékk ég þegar ég var staddur í Orlando í Florída ásamt
eiginkonu minni og tengdaforeldrum. Þá fórum við inn
á lítið og snoturt kaffihús sem rekið var af kaffifyrir-
tækinu Barnies Coffee & Tea Company, sem einnig
var með eigin innflutning á kaffi. Eftir að ég kom heim
fékk ég þá hugmynd að hafa samband við eiganda
þessa bandaríska kaffifyrirtækis til að spyrjast fyrir
um samstarf og opnun á kaffihúsi og verslun á Íslandi
sem hefði þessa vöru á boðstólum. Skemmst er frá því
að segja að eigandinn var mjög jákvæður fyrir sam-
starfi og í kjölfarið hófum við leit að húsnæði undir
reksturinn hér heima og keyptum lítið hús við Vitastíg
sem við breyttum í lítið og snoturt kaffhús. Á þessum
tíma var ég einnig í fullu starfi hjá Umferðarráði, en
þar starfaði ég sem umsjónarmaður slysaskráningar
frá 1. janúar 1991 til 30. september 2002.“
Skrifstofustjóri læknaráðs LSH
Og enn urðu breytingar í starfi hjá Erni:
„Já, í byrjun ágúst 2005 hóf ég störf sem skrifstofu-
stjóri læknaráðs LSH og hef starfað þar síðan. Þetta
er mjög áhugavert starf og þar hefur mér gefist gott
tækifæri til að kynnast því hvernig heilbrigðisþjón-
ustan í landinu er uppbyggð og hvernig hún starfar. Í
janúar 2008 hóf ég meistaranám í stjórnun heilbrigðis-
þjónustu við Háskólann á Bifröst og lauk því í septem-
ber 2009. Óhætt er að segja að sá áhugi minn, sem
kviknaði á heilbrigðsmálum í starfi mínu sem skrif-
stofustjóri læknaráðs, hafi átt sinn þátt í því að ég
fór í þetta nám. Ég lauk B.A.-námi í stjórnmálafræði
við Háskóla Íslands í október 1988 fann á þessum
tíma fyrir auknum áhuga á því að fara í frekara nám
þannig að það ýtti einnig undir ákvörðun mína að hefja
meistaranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu í janúar
2008. Meistaraverkefni mitt fjallaði um samanburð á
fjárveitingum til heilbrigðis- og menntamála árin 2000
til 2008 og samanburð á fjárveitingum til LSH og HÍ
á sama tíma (sem eru stærstu stofnanir innan þess-
arra tveggja meginstoða samfélags okkar). Við námið
á Bifröst kviknaði síðan áhugi minn á því að vinna að
frekari rannsóknum á íslenska heilbrigðiskerfinu. Því
varð úr að ég bjó til verkefnalýsingu fyrir doktorsnám
í stjórnmálafræði og sótti um aðgang að doktorsnámi
við stjórnmálafræðideild Háskólans í Osló og fékk
inngöngu þar 1. júlí 2010. Doktorsverkefnið fjallar um
samanburð á fjárveitingum til heilbrigðismála á Íslandi
og í Noregi tímabilið 2000 til 2012 og hvernig alvarleg
efnahagskreppa á Íslandi hefur áhrif á pólitíska stefnu-
mótun í fjárveitingum til heilbrigðismála.“
„Ég er kannski að launa Norðmönnum allt það
góða sem amma veitti mér.“
Hvaða lærdóm dróstu að þessum samanburði?
„Það má læra margt af Norðmönnun. Ég hef alltaf
borið hlýhug til Noregs og Norðmanna og á þar vini og
ættingja. Amma mín, Elvíra Lýðsson, var norsk, fædd
í Fredrikstad 1906 og flutti til Íslands árið 1926. Mér
hefur upp á síðkastið oft verið hugsað til hennar, en
hún lést í hárri elli haustið 2005. Hvort ég er nú með
samskiptum mínum við Noreg á sviði bókmennta og
menningar að borga Norðmönnum til baka allt það
góða sem amma mín veitti mér með því að auka veg og
virðingu þeirra góðu rithöfunda og listamanna sem þar
starfa hér á landi. Alla vega er ég viss um að hún fylg-
ist með mér nú og hefur vonandi ánægju af. Ég hef líka
reynt að kynna mér sögu Noregs eftir bestu getu. Sem
dæmi má nefna að B.A.-verkefni mitt í stjórnmálafræði
heitir „Af hverju frjálslyndur flokkur í Noregi en ekki
á Íslandi?“ Þegar ég vann að B.A.-verkefninu þurfti ég
að kynna mér sögu Noregs frá því á 19. öld og vel fram
á 20. öldina. Þannig að sá samanburður sem ég hef við
Noreg er jafnt fræðilegur auk þess að vera byggður á
eigin reynslu. Í öllum samanburði finnst mér Norð-
menn mun nægjusamari en Íslendingar og mættum
við taka þá okkur til fyrirmyndar þar. Þar er fjölskyldu-
lífið sett í öndvegi og séð til þess að þér og börnum
þínum líði sem best. Kapp er best með forsjá held ég að
lýsi mínum lærdómi af Norðmönnum best ef hann er
dreginn saman í eina setningu.
Skráður í doktorsnám í Osló
Þetta er aldeilis merkileg hliðrun á starfsferli. Hvers
vegna ræðst maður með svona mikla menntun á allt
öðrum sviðum en bókaútgáfu í það að stofna slíka og
hætta að starfa við það sem hann er lærður til?
„Menntun mín á Bifröst var í grunninn nám í stjórn-
un en lögð var áhersla á þá sérhæfingu, sem felst í
stjórnun heilbrigðisþjónustu. Námið er því góður
grunnur að allri stjórnun. Hér fékk ég tækifæri til
að nema fræðilega hlutann við það sem hefur fylgt
mér frá blautu barnsbeini, það er rekstri fyrirtækja. Í
náminu fékk ég meðal annars akademíska þekkingu
á starfsmannastjórnun, þjónustustjórnun, verkferlum
og gæðaeftirliti, upplýsingatækni, samrunum og yfir-
tökum. Allt eru þetta atriði sem tengjast rekstri fyrir-
tækja óháð starfsgrein. Þannig að sem slíkt er ég ekki
að hætta við það sem ég lærði. Ég er einnig skráður í
doktorsnámið í Osló þannig að ég er enn viðloðandi
Það má kannski
segja að með
stofnun bóka-
forlagsins sé Örn
að halda upp á
fimmtugsafmæli
sitt.
Anna
Kristine
ritstjorn@frettatiminn.is
Örn Þorvarðar
son hefur keypt
inn myndir fyrir
kvikmynda
hús og mynd
bandaleigur,
rekið kaffihús,
er með meist
aragráðu í
stjórnun heil
brigðisþjónustu
og opnar nú
nýtt bókaforlag.
Hann segist
alltaf hafa verið
óhræddur við að
reyna eitthvað
nýtt. Örn sagði
Önnu Kristine
sögu sína.
Framhald á næstu opnu
Kannski lýsir
konan mín þessu
best; ég er í tví-
buramerkinu og
held merki þess
uppi með að geta
verið eins og tvær
persónur, önnur
hlédræg og róleg
en hin sem verður
alltaf að hafa
eitthvað að gera
og þrífst best og
skipuleggur sig
best undir álagi.
20 viðtal Helgin 11.13. maí 2012