Fréttatíminn - 11.05.2012, Síða 14
Hágæða flotefni
í Múrbúðinni
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Weberfloor
4150 flotefni
4-30mm
Weberfloor 4160
Hraðþornandi
flotefni 2-30mm
Weberfloor 4310
Trefjastyrkt
flotefni 5-50mm
Dekaplan
230
Weberfloor 4630
Durolit iðnaðar
& útiflot
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Deka Acryl
Neytendur athugið! Múrbúðin selur al ar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l a, a l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð!
V iðhorf. Þau skipta meginmáli. Hvers spyrðu barnið þitt þegar það kemur úr skólanum? Segirðu: Var gaman í skólanum í dag?
Væri hugsanlega nær að spyrja hvað lærðir
þú í skólanum í dag? Hvað gerðuð þið? Þrír
grunnskólakennarar í Melaskóla, sem eru
með áratuga reynslu, velta því fyrir sér hvort
rétt sé að gera þá kröfu að allt sem gert er í
skóla sé skemmtilegt? Skóli sé ekki skemmti-
garður heldur menntastofnun; atvinna
barnanna. Spurningin móti viðhorf þeirra.
Edda Pétursdóttir, Kristjana Skúladóttir
og María Sophusdóttir, kennarar í Melaskóla,
gagnrýna spurningu í rannsókn Rannsóknar
og greiningar þar sem krakkar í 5. til 7. bekk
voru spurð: Eru skólaverkefnin skemmti-
leg? Niðurstaðan sýnir mikinn mun milli
kynja; 47 prósent strákanna sögðust aldrei,
næstum aldrei eða sjaldan þykja gaman að
verkefnunum. Stúlkur í sömu stöðu voru 22
af hundraði.
Ekki leiðinlegt heldur erfitt?
Þær Edda, Kristjana og María segja þessar
niðurstöðurnar valda þeim áhyggjum en velta
því þó fyrir sér hvort drengir svari heldur
að þeim finnist leiðinlegt, þar sem búið sé
að innprenta í þá að þeim eigi að finnast
leiðinlegt í skólanum. María segir: „Ég velti
því fyrir mér hvort niðurstöðan yrði önnur ef
þeir hefðu verið beðnir um að greina hvað er
svona leiðinlegt.“
Þær hafa áhyggjur af því að svona kann-
anir ýti undir þá hugmynd meðal drengja að
skólinn sé ekki fyrir þá. Þær vísa í könnun
menntasviðs, nú Skóla- og frístundasviðs,
þar sem ráðist var gegn þeirri skoðun að
grunnskólar henti ekki þörfum drengja og
taka undir að með því að koma slíku viðhorfi
á framfæri fái þeir í hendurnar afsökun fyrir
því að reyna ekki á getu sína.
Hugmyndin varpar allri ábyrgð af drengj-
unum og getur jafnvel gert þeim sem eiga
við námserfiðleika etja erfitt um vik, því
þeir fái ekki þann stuðning sem að þeir hafa
raunverulega þörf fyrir. „Þess vegna tölum
við um mikilvægi viðhorfa til grunnskólans,“
segir Edda.
Edda segir að könnunin svari því ekki hvað
sé svona rosalega leiðinlegt. „Er leiðinlegt að
reyna á sig? Verður þá kannski uppgjöf og þá
finnst krökkunum strax orðið leiðinlegt? Við
reynum að ýta krökkunum áfram í þroska og
menntunarstigi. Við vitum af reynslu okkar
og að um leið og börn upplifa fyrirstöðu og
þau þurfa að reyna aðeins meira á sig heyrist:
Ó, þetta er svo leiðinlegt.“ Því megi spyrja
sig hvort þeir túlki það sem sé erfitt sem
leiðinlegt.
Strákar með minni ábyrgð
Þær vísa í könnun sem gerð var innan Mela-
skóla árið 2006 í árgöngum 4. og 5. bekkjar.
„Það mældist enginn munur milli kynja á því
hvað þeim fannst skemmtilegt og hvað leiðin-
legt. Hins vegar þegar við spurðum hvað
þau gerðu utan skóla kom í ljós að strákarnir
sögðust fara seinna að sofa. Þeir eyddu minni
tíma í lestur, útivist og heimanám en miklu
meiri tíma í tölvunotkun, sjónvarpsáhorf. Já,
og svo höfðu þeir minni ábyrgð heimavið.
Það var mjög mikill munur milli kynja, sér-
staklega í fimmta bekk.“
Edda segir einnig að spyrja verði hvort
aðstæður heima fyrir geri það að verkum
að þeim finnst erfitt og leiðinlegt. „Hver er
staðan á þeim þegar þeir koma inn í skólann
klukkan hálf níu á morgnana? Börnin þurfa
að hafa fengið nægan svefn og staðgóðan
morgunverð til þess að vera tilbúin að takast
á við verkefnin. Þetta er allt svo mikið sam-
spil.“
María segir að það sé ekki langt síðan
stelpur þurftu að reyna meira á sig til þess að
komast áfram. „Þess vegna held ég að það sé
almennt meira ýtt á eftir þeim í skólanum en
strákum. Þegar foreldrar koma heyrir maður
oft drengi afsakaða með því að þetta séu nú
bara strákar og að líta verði til þess. Ef eitt-
hvað kemur uppá hjá stelpu, er heldur sagt
að hún verði að bæta sig. Það hef ég fundið,“
segir hún og vísar til þess tíma þegar hún var
umsjónakennari. Nú kennir hún fjölda bekkja
náttúrufræði.
Vandinn talinn vera strákapör
María vísar í atvik þar sem drengur greip
tómatsósu í matsal og úðaði yfir svæðið. Við-
brögð föðursins þegar honum var greint frá
atvikinu voru að spyrja: Hvaða strákur hefur
ekki gert svona strákapör? „Þá veltir maður
fyrir sér: Hvert hefði viðhorfið verið ef þetta
hefði verið stelpa. Ég er alveg viss um að það
hefði verið annað.“
Kristjana tekur undir og segir: „Minnihluti
drengja eru latari við námið en aðrir. Það er
alveg sama hvers konar vinna það er. Þeir
nenna þessu ekki – af því að þeir þurfa að
fylgja einhverskonar fyrirmælum. Það er það
sem þeir vilja ekki gera.“
Spurðar hvort þessi hluti drengja sé aga-
laus, svarar Edda. „Nei, frekar ábyrgðarlaus.“
Þær fagna að kynin komi álíka út í könn-
unum þegar horft sé til líðan þeirra í skólum.
Krökkum líði almennt vel. „Þá höfum við náð
því takmarki sem er í aðalnámskrá að öllum
eigi að líða vel í skólanum. Það má kannski
segja að ef við erum á góðri leið þar, þá erum
við að gera rétt.“
Spurðar hvort þeim finnist þá því haldið að
drengjum að skólinn sé ekki fyrir þá, svara
þær: „Við veltum þessu svolítið fyrir okkur.
Kennarar almennt eru með það á hreinu
að það þarf fjölbreytt verkefni og fjölbreytt
vinnubrögð svo höfða megi til allra.“ Krist-
jana á síðasta orðið:
„Það er okkar að fá þau til þess að læra, að
þau verði einhvers vísari. Það er helsta mark-
miðið.“
Minni kröfur gerðar til drengja?
Edda Péturs-
dóttir, Kristjana
Skúladóttir og
María Sophus-
dóttir, kennarar í
Melaskóla, telja við-
horf til náms skipta
verulegu máli og
því jafnvel haldið
að drengjum að
þeim eigi að leiðast
í skóla. Þær spyrja
hvort drengir mæti
verr fyrir kallaðir
í skóla að morgni;
því þeir fara seinna
að sofa á kvöldin en
stúlkur, eyða minni
tíma í lestur, útivist
og heimanám en
þeim mun meiri í
tölvuna og sjón-
varpsgláp.
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Edda Pétursdóttir,
Kristjana Skúladóttir
og María Sophusdóttir
kennarar í Melaskóla
með krökkunum í frí-
mínútum. Mynd/Hari
14 fréttaviðtal Helgin 11.-13. maí 2012