Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 18
1 1 -0 5 6 8 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA www.ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur M anuela og Anna Lilja hafa verið góðar vinkonur í áratug og segjast eiga ákaflega auðvelt með að vinna saman og þótt í mörg horn sé að líta kemur ágrein- ingur sjaldan upp og þær leysa hann þá hratt og ljúflega. „Við þekkjum hvor aðra svo vel að við vitum oftast hvað hin er að hugsa og þurfum oft ekki einu sinni að skiptast á orðum til þess,“ segir Anna Lilja. „Gott dæmi um þetta er þegar við förum á stórar efnasýningar úti í löndum. Þá förum við í sitthvora áttina að skoða efni og þegar við hittumst aftur með prufur þá erum við oftast með ná- kvæmlega sömu efnin.“ Anna Lilja byrjaði að huga að fata- hönnun 2009 og stofnaði þá þegar fyrirtæki utan um verkefnið með annarri vinkonu sinni. „Hún fór fljót- lega að sinna öðru en ég hélt áfram að þróa vörumerkið og hugmyndirnar. Manuela kom síðan inn í þetta aðeins síðar eða í lok árs 2010. Hún bjó þá á Bretlandi þannig að við flugum mikið á milli landa. Ég fór út til hennar og hún kom hingað. Þess á milli lágum við á Skype og töluðum um hvernig við vildum haga hlutum.“ Mikil en skemmtileg vinna Stelpurnar sinna öllum þáttum fyrir- tækisins. Þær velja efni, mynstur og hanna flíkurnar en eiga þó orku og tíma aflögu til þess að sinna fleiru en sköpunarvinnunni. „Við erum allt í öllu og þetta er svolítið eins og að vera hönnuður, framleiðslustjóri, markaðsstjóri, bókari, almannateng- ill og allt annað sem þarf til þess að láta svona fyrirtæki ganga,“ segir Anna Lilja og bætir við að í prakt- íska hlutanum njóti hún þess að vera menntaður viðskiptafræðingur. Og vart þarf að fjölyrða um þekkingu og skynbragð Manuelu á fötum og öllum helstu straumum og stefnum í tísku- heiminum. „Manuela hefur ótrúlega þekkingu á þessu og frábæran smekk enda hefur hún verið áskrifandi að Vouge frá því hún var fjórtán ára,“ segir Anna Lilja og hlær. Manuela þrætir ekki fyrir að hún sé á heimavelli þegar tíska er annars vegar og þeir sem fylgst hafa með tískubloggi hennar á www.manuela- osk.com vita að hún veit hvað hún syngur í þessum efnum. „Það er auð- vitað alveg frábært að fá að vinna við helsta áhugamál sitt og ekki spillir fyrir að fá að gera það með bestu vin- konu sinni,“ segir Manuela og brosir til Önnu Lilju. „Þótt það sé endalaust mikið að gera finnst okkur við eigin- lega ekkert vera að mæta í vinnuna þegar við komum hingað á morgnana vegna þess að þetta er svo skemmti- legt.“ Anna Lilja og Manuela eru báðar fjölskyldukonur og þær segjast ekki hafa getað gert þetta nema með dygg- um stuðningi maka og nánustu ætt- ingja. „Þetta hefur verið stíf törn,“ segir Anna Lilja, „En við getum þetta vegna þess að við eigum góðar mömmur sem hjálpa okkur í gegnum erfiðasta tímann...“ „...og ömmur,“ grípur Manuela inn í. „Svo skiptir miklu að eiga góðan mann,“ botnar Anna Lilja. Manuela flutti aftur til Íslands fyrir skömmu og fer ekki leynt með ánægj- una með að vera komin heim. „Þetta er frábært og ég er mjög hamingju- söm hérna og nýt lífsins með börn- unum mínum.“ Og Anna Lilja er ekki síður ánægð. „Það er yndislegt að vera búin að fá hana heim.“ Fágað en töff Anna Lilja býr með Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni, lögmanni, og hann lætur ekki sitt eftir liggja. „Villi er að sjálfsögðu lögmaður MALLA JOHANSEN og er okkur alltaf inn- an handar.“ Vilhjálmur er annálað snyrtimenni og hefur í gegnum árin fest sig í sessi sem einn best klæddi karlmaður landsins þannig að það er ekki í kot vísað hjá lögmanninum þegar tískan er annars vegar. „Villi er auðvitað mikill smekkmaður og það er alveg óhætt að segja að hann sé okkar harðasti gagnrýnandi enda hefur hann miklar skoðanir á þessu,“ segir Anna Lilja. Stelpurnar ætla að einbeita sér að kvenfatalínu til þess að byrja með en útiloka ekki að þær muni víkka sviðið þegar fram líða stundir. „Við erum með kápur, jakka, toppa, buxur og pils,“ segir Manuela. „Og leggjum áherslu á að flíkurnar séu vel unnar og í hæsta gæðaflokki. Við notum mest leður, silki og ull.“ „Við leitumst eftir að hanna fágaða línu með vott af töffaraskap og þar hanna fáguð en töff föt Manuela og Anna Mjöll vinna náið sam- an að hönnun fatanna í línunni sem kennd er við þær, Malla Johansen, og skemmta sér konunglega þótt álagið sé mikið. Ljós- mynd/Helgi Ómarsson Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Síðustu misseri hafa verið annasöm hjá vinkonunum Manuelu Ósk Harðardóttur og Önnu Lilju Johansen en þær hafa unnið náið saman við fatahönnun og þróun tískulínu undir vörumerkinu MaLLa JoHanSen. Árangur erfiðisins verður gerður lýðum ljós á laugardaginn þegar þær kynna fatalínu sína á Hótel Borg um leið og þær opna vefverslun á slóðinni mallajohansen.com. Þórarinn Þórarinsson fékk að trufla stelpurnar þar sem þær voru í óða önn við að undirbúa sýninguna. eldhressar á vinnustofunni þrátt fyrir að dagarnir hafi verið langir undanfarið og næturnar stuttar. Manuela Anna Lilja& 18 viðtal Helgin 11.-13. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.