Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 60
Helgin 11.-13. maí 201252 tíska
Gestapistla-
höfundur
vikunnar er
Elísabet
Gunnars
dóttir
tískubloggari
5
dagar
dress
„Ég er farin að hallast mjög mikið
að litum,“ segir Geirþrúður 22 ára,
útskrifaður klæðskeri frá Iðnskól-
anum, um klæðarvalið sitt. „Ég hef
alltaf gengið rosalega mikið í svörtu
en núna, þegar sumar er að koma,
taka litirnir við. Mér finnst litir og snið
skipta mestu máli varðandi fatnað.
Mér finnst rosalega skemmtilegt að
kaupa mér föt í miðbænum og koma
þau líklega flest frá Gyllta kettinum,
þar sem ég er að vinna. Skóbúðin
Kron er líka í miklu uppáhaldi þar sem
alltaf er hægt að finna sér litríka og
fallega skó.
Innblástur tísku fæ ég allstaðar frá,
fletti tískublöðum og bloggum en helst
fæ ég hann frá fólkinu í kringum mig.
Hönnuðurinn Vivienne Westwood er
einnig í miklu uppáhaldi hjá mér, alltaf
hress og skemmtilega klædd og er
fatastíll hennar svo sannarlega lýsandi
fyrir persónuleikann.“
Beisik er best
Flest höfum við orðið fórnarlömb þess að gera
hrikalega léleg kaup í fataskápinn – þrátt fyrir
að vera þess fullviss á þeim tíma að þetta væri
sannarlega mikil nauðsynjarvara. Þetta er fyrir-
gefanlegt ef varan var á góðu verði en mun verra ef
svo var ekki. Að kaupa sér rándýrt trend síns tíma
sem liggur síðan ónotað eru mistök sem að við
flest höfum gerst sek um.
En af öllum mistökum lærir maður – eða hvað?
Ég hef alla vega lært mína lexíu þegar ég huga að
fjárfestingu í dýrri flík, skóm eða annarri vöru. Ég
spyr mig hvort varan sé þess virði, hvort hún sé
tímalaus, vönduð, falleg og með góðan endingar-
tíma – beisik er best! Ég reyni að forðast trend
sem einkenna viss tímabil en eru síðan gleymd á
því næsta, en þessi trend getur maður auðveldlega
komið auga á. Þær flíkur kaupi ég heldur á góðu
verði í sænskum verslunarkeðjum.
Ég er ekki að segja að fallegu klassísku flíkurnar
þurfi síðan alltaf að vera dýrar. Mínar uppáhalds
hef ég fundið í „second hand“ verslunum eða á
mörkuðum sem gerir það að verkum að þær verða
enn einstakari.
Galdurinn er að finna bestu blönduna af þessu öllu
saman, klæða ódýru trendin við vel völdu klass-
ísku flíkurnar, nýjar eða notaðar, sem aldrei detta
út tísku.
DÆMI: Ekki kaupa þér floral buxur frá Gucci
á 140.000 krónur, bara af því að þær eru inni á
þessum tímapunkti – þú færð sama „look” í H&M
á undir 5000 krónur – það er mitt mat.
Þriðjudagur
Skór: Barcelona
Sokkabuxur: KronKron
Kjóll: Saumaður af mér
Mánudagur
Skór: Fatamarkaður
Buxur: Lee
Peysa: Aftur
Miðvikudagur
Skór: Kron
Buxur: Topshop
Pils: H&M
Bolur: American
Apperal
Fimmtudagur
Skór: Gyllti
kötturinn
Leggings: Gyllti
kötturinn
Stuttbuxur: Gyllti
kötturinn
Hlýrabolur: Zara
Slá: Primark
Föstudagur:
Pils: Gyllti
kötturinn
Sundbolur:
Gyllti kötturinn
Taska:
Barcelona
Litadýrðin
tekur völdin
í sumar
Níræð Iris
hannar
tösku línu
Hin níræða Iris Apfel, sem afrekaði
meira í tískubransanum en flestir á
síðasta ári, mun kynna sérstaklega
nýja handtöskulínu seinna á þessu
ári. Línan, sem mun bera nafnið
Extinctions, er hönnuð af ófor-
betranlegu tískudrósinni sjálfri og
verða flestar töskurnar saumaðar
úr móngólskri lambaull, kálfshári
og snákaskinni. Töskurnar munu
kosta frá þrjátíu þúsund krónum
og verða fyrst um sinn framleiddar
einungis fyrir Bandaríkjamarkað.
Ritstýra Vogue
hannar fyrir H&M
Ritstýra japanska Vogue, Anna Dello
Russo, sem þekkt er fyrir sinn
skemmtilega og frumlega fata-
smekk, vinnur nú hörðum höndum
að nýrri fylgihlutalínu fyrir
sænska tískurisann H&M. Línan
mun samanstanda af skemmti-
legum skartgripum og skóm,
en sjálf leggur hún mikið uppúr
hvoru tveggja; á rúmlega 4000
skópör. Línan sem væntanleg er
í verslanir H&M þann 4. október
næstakomandi, í 140 búðum, mun
vera breið og mikilfengleg með
hátískulegum blæ og mun vera í verðflokki
örlítið ofar en þeim tíðkast í verslunum H&M.
Nýja línan, Hey Sailor frá snyrtivöru-
fyrirtækinu MAC, er nú fáanleg í
verslunum MAC hér á landi. Þetta er
ný og glæsileg sumarlína frá fyrir-
tækinu sem samanstendur af varalit,
augnskugga, kinnalit, sólarpúðri og
fleiri skemmtilegum vörum sem lífga
uppá sumarlegt útlitið. Línan er þó
ólík því sem fyrirtækið hefur fram-
leitt síðustu ár – litaflóran er ekki
eins skær og áberandi. Litirnir eru
sterkir og dökkir og má þar finna rauðan varalit, dökkgrænan
augnskugga og brúnt naglalakk svo fátt eitt sé nefnt.
Línan er framleidd í takmörkuðu magni og eru vörurnar
skammtaðar í verslanir MAC um heim allan.
Ný sjóliðalína komin
í verslanir MAC
2
Sunset Boulevard
3
S p r i n g . S u m m e r . 2 012
B
lu
e
o
c
e
a
n
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Flottar
sumarvörur
fyrir
flottar konur
st. 40 – 58