Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 38
6 grilltíminn Helgin 11.-13. maí 2012 tvær nýjar bragðtegundir! E N N E M M / S ÍA / N M 51 72 7 Ný bragðteguNd- bÉarNaise Ný bragðteguNd- sítróNa og Karrí F erðalagið hefst hjá kjötkaupmann- inum og ef þú vissir það ekki er nauðsynlegt að vera með sinn eigin, sérstaka kjötkaupmann. Þeir eru nokkrir sjálfstæðir kjöt- salar í Reykjavík eins og þeir hjá Kjötbúðinni við Grensásveg og í Kjöthöllinni í Skipholti. Ég hef líka heyrt góða hluti um Melabúðina, Fjarðakaup og þá mun góða kjötmenn að finna í Nóatúni og þeim Hagkaups–búðum sem eru með kjötborð - en það er dýpra á þeim þar. Trixið er að finna einn góðan, rækta hann vel og byggja upp gott samband. Þetta á að sjálfsögðu líka við um fisksala en það er önnur saga. Þú biður um svínaöxl og ef sambandið við kjötsalann er á byrjunarstigi og hann skilur ekki hvað þú ert að tala um þá segist þú vilja gott bógstykki. Aðferðin Þegar heim er komið þarf að flaka puruna af en passa að skilja mest af fitunni sem undir er eftir. Líka má biðja kjötsalann um að flaka, svona rétt til þess að styrkja sambandið. Því næst þarf að finna stórt ílát: Risapott, kælibox eða skál sem hægt er að kaffæra kjötstykk- inu í. Finna bara eitthvað ílát sem ætlað er til matreiðslu eða geymslu á matvælum, stórir matvælapokar virka ef ekkert er til nógu stórt. Blanda salt- og sætulög (vatn, plús salt sem er desilítri gegn tveimur lítrum af vatni og svo sykur, púðursykur, hunang, agave- síróp - blanda þessu í jöfnum hlutföllum sam- kvæmt smekk og tilfinningu gegn saltinu, leyst upp í heitu vatninu og það svo látið kólna), drekkja svíninu og geyma í kæliskáp í 12-24 tíma. Fínt að gera þetta kvöldið áður en til stendur að elda. Svo er það að elda göltinn sem tekur allan daginn, bara svo það sé á hreinu. Það þarf svo sem ekkert að liggja yfir þessu en þetta er ekkert sem þú hendir í ofninn og gleymir. Það þarf að passa hitastigið og það þarf að passa reykinn. Krydd nuddið Það er gott að blanda saman nokkrum krydd- tegundum í bauk og dusta yfir bitann og nudda því svo vel í. Það er hægt að nota marg- vísleg krydd en paprikukrydd þarf helst að vera í forgrunni. Paprika, chili, kóriander, hvítlauks-og laukduft eru krydd sem virka vel saman. Passa bara að þar sem stykkið hefur legið í saltpækli í marga klukkutíma þarf ekki að setja meira salt. Gott að láta þetta standa aðeins til að ná mesta hrollinum úr eftir dvöl- ina í kæliskápnum. BBQ-ið Áður en kemur að því elda þarf að hugsa um hvernig það fer fram, í hverju og með hvaða eldsneyti? Það er hægt að kaupa sérstaka reykofna, nota grill, gas sem kola. Það er hægt að moka djúpa holu, byggja grill úr múrsteinum og það er jafn vel hægt að nota rafmagnshellu inni í pappakassa eða stórum blómapotti (sjá tilraunaeldhúsið). Það þarf bara að vera hægt að loka reykinn inni og halda stöðugum lágum hita. Einfaldast að nota bara gasgrillið þótt hreinstefnumennirnir segi að própangas henti illa vegna þess að það gefur frá sér vatnsgufu við bruna. Flestir eiga bara gasgrill þannig verður brúkað hér og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að bjóða hvaða hrein- stefnu manni sem er í mat. Reykurinn Það þarf að fá mikinn reyk til að leika um kjötið eigi þetta að heppnast. En það þýðir ekki að nota bara hvað sem er. Harðviður er málið heillin - ekki sá mjúki. Fjallað er ýtar- lega um reykinn á forsíðu Grilltímans. Þá er það hitastigið. Það á að vera í kring um 100 gráðurnar; reyna að láta hitann ekki fara mikið upp fyrir 125 og passa að eldurinn sé ekki nálægt kjötinu. Svo er það smekksat- riði hversu lengi á að hafa reyk á kjötinu. Að elda kjötstykki sem þetta (3 - 5 kíló) á grill- inu þangað til það fellur af beininu tekur um 8-14 tíma en það er óþarfi að reykja kjötið svo lengi - 3-5 tímar í reyk er feikinóg. Ef menn eru að mikla fyrir sér allan þennan tíma sem fer í að elda matinn er hægt að svindla. Það er gert með því að vefja kjötið inn í álpappír og auka hitann í 150 gráður og elda í 2-3 tíma til viðbótar við reyktímann. Samtals um 8 tímar og hananú. Það er jafn vel hægt að svindla ennþá meira og henda bögglinum inn í ofn sé hann nærtækur. En ef þetta er enn á grillinu  BBQ svín Svín virkar á grillið Þegar talað er um alvöru barbecue er yfirleitt talað um hægeldaðan mat sem reyktur er á eldunartímanum. Sumir hreinstefnumenn neita að tala um annað en heilan hæ- greyktan gölt, eldaðan í bbq-pytti í minnst 24 tíma, sem barbecue en þar er kannski verið að taka fræðin aðeins of langt látum öxlina duga í bili. þá þarf að passa að halda áfram að elda við óbeinan eld. Það er að segja kjötið má ekki vera yfir brennaranum sem kveikt er á. Átið Kjötið þarf að jafna sig í hálf- tíma til þess að hægt sé að höndla það. Ef það var bein í bógnum á það að fljúga út með því að tosa í það. Rífa svo kjötið niður með tveimur göflum. Meðlætið á svo að vera suðurríkjalegt: Lungamjúk brauðbolla, hrásalat og mais- korn. Kartöflur hafa ekkert með þennan mat að gera. Það verður þó að passa sig á einu og þetta er það mikilvægasta: Það verður að geyma slatta til morguns því þetta er efni í bestu samloku sem hægt er að fá og það er vel þess virði að bixa aðeins í sólarhring fyrir þessa loku. Það er í rauninni óþarfi að bera fram sósu með þessum rétti en ef vill er hægt að nota uppáhaldssósu hvers og eins í litlum skömmtum. Gott ráð er að þynna búðarbarbíkjú- sósu með smá tómatsósu, aðeins af safa undan súrum gúrkum saman við, örlítið af hotsauce og dass af gulu sinnepi. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.