Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 44
Svart belti og brúnir skór
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
N
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
Nöfn helstu Hollywood-stjarna síast smám saman inn í koll manns.
Annað er óhjákvæmilegt. Sama er hvort flett er blaði eða kíkt á vef,
alls staðar er þessa ágæta fólks getið og skreytt með myndum. Það hef
ég lesið að ein helsta karlhetjan vestur þar sé Ashton nokkur Kutcher.
Hann varð frægur fyrir að plata fólk og hrekkja í sjónvarpsþáttum líkt
og Auðunn Blöndal, félagi Sveppa, gerði síðar hér uppi á Fróni. Það
er ekki fallega gert en vekur samt lukku meðal þeirra sem á horfa og
gleðjast yfir óförum annarra.
Verulega frægur varð Kutcher samt ekki fyrr en hann gekk að eiga
fullorðna konu, leikkonuna Demi Moore, sem áður var eignkona harð-
haussins Bruce Willis. Á þeim var sá aldursmunur að hún fæddist árið
1962 en hann 1978. Það getur reynst fólki örðugt hvar sem er, svo ekki
sé minnst á þá ótryggu borg, Hollywood. Samt ku þetta hafa gengið
bærilega hjá þeim til að byrja með enda hafði frúin bætt sig með bótoxi,
að því er hermt var, og púðum í brjóst. Þetta var áður en allt varð vit-
laust út af PIP-púðunum.
Skrítnara var þó að leikkonan, sextán árum eldri en eiginmaðurinn,
hafði farið í hnélyftingar. Af myndum af dæma voru leggirnir á henni
orðnir óttalega rýrir, sennilega af langvarandi megrun, auk ellinnar
sem engum hlífir. Því er líklegt að hnén, eða minnsta kosti húðin á
þeim, hafi sigið. Þessu hefur því þurft að lyfta, og kannski einhverju
öðru svo hún stæðist samanburð við sinn unga mann.
Vitaskuld er þetta erfitt hverri konu, sérstaklega skvísu eins og
Demi, sem áður var hin flottasta og svo sjálfsörugg að hún birtist ber
með bumbuna út í loftið á forsíðu Vanity Fair, það sæla ár 1991. Þá bar
hún undir belti barn fyrrnefnds harðhauss, þáverandi eiginmanns.
Raunar er rangt að segja að hún hafi borið barn undir belti, ber sem
hún var. En við aldurinn verður ekki ráðið. Demi var því orðin nokkuð
strekkt og kinnfiskasogin undir það síðasta í sambúðinni með Ashtoni
sínum. Þó kann að vera að þar hafi frekar ráðið hugarvíl því fréttir
greindu frá stelpustandi á hinum unga eiginmanni. Skilnaður þessa
frægðarfólks var því óhjákvæmilegur, hvort heldur réði aldursmunur
eða kvennafar.
Asthon bætti nýverið þeirri skrautfjöður í hatt sinn að taka við af
Charlie Sheen sem einn aðalleikari í sjónvarpsþáttunum Two and a Half
Men sem sýndir hafa verið hér á landi. Charlie var rekinn eftir lang-
varandi sukk og kvennastúss þar sem fleiri en ein var í takinu á sama
tíma, eins og getur gerst þarna vestra. Vegna þessarar viðbótarfrægðar
Asthons er von að menn staldri við ef blöð hafa eftir honum einhverja
speki, ekki síst ef kynbræður hans mættu læra eitthvað af honum.
Því stoppaði ég við kafla í síðasta tölublaði Fréttatímans, þar sem
kallaðir voru til nokkrir Hollywood-piltar og þeir látnir tjá sig um tísku.
Þar er ég fráleitt á heimavelli, íhaldssamur og kaupi helst ekki föt nema
á nokkurra ára fresti. Því hefði ég væntanlega flett áfram ef ég hefði
ekki rekið augun í fagra ásjónu Asthons. Hina álitsgjafana þekkti ég
ekki, hvorki Penn Badgley, Channing Tatum, Peter Sarsgaard né Tay-
lor Launter. Mér var nokkuð brugðið eftir álitsgjöf Asthons, sem skóf
ekki utan af því: „Ég styðst við nokkrar reglur í tengslum við klæða-
val,“ sagði leikarinn snoppufríði. „Sú mikilvægasta er að beltið passi
við skóna. Það er bannað að klæðast brúnum skóm við svart belti. Það
finnst mér vera eitt stærsta tískuslys sem karlmenn gera sig seka um.“
Svo mörg voru þau orð tískugoðsins sem var víst fyrirsæta áður
en hann varð alþjóðleg sjónvarpsstjarna og leikari. Hann ætti því að
vita hvað hann er að segja og hafa umboð til að ráðleggja þeim sem
skemmra eru á veg komnir í tískunni, hafa dagað uppi sem nátttröll í
vitlausum litum og röngu sniði. Mig setti
hljóðan. Svart belti við brúna skó er ekk-
ert minna en stórslys. Þar var ég tekinn í
bólinu enda á ég aðeins eitt belti, svart.
Hins vegar á ég bæði svarta skó
og brúna. Beltið hélt ég, í fávisku
minni, væri bara til þess gert að
halda uppi
bux-
unum
– en
svo er
ekki, segir
Ashton. Ég er
greinilega í lagi
ef ég nota svarta
skó en gangandi
stórslys í brúnum
skóm með svart belti.
Af hverju hefur enginn sagt
neitt, ekki einu sinni konan mín?
Hún sem stundum hefur spurt
mig, eftir óheppilegt skyrtu- og
buxnaval, hvort ég ætli að fara
svona út, skreyttur eins og jólaté.
Af hverju hef ég þá verið látinn
ganga í brúnum skóm með svart
belti, athlægi allra góðra manna,
sá hallærislegasti af öllum hall-
ærislegum? Líklega gengur
þessi tískuhryllingur næst
þeim ósköpum að fara í hvíta
sokka við dökk jakkaföt. Jafn-
vel ég veit að það má ekki.
Ashton veit betur en ég, það
verður að viðurkennast. Í mínu
tilviki er aðeins um tvennt
að ræða, leggja brúnu skón-
um eða kaupa brúnt belti.
Íhaldssamur sem ég er, þykir
mér sennilegra að ég parkeri
skónum frekar en að kaupa eitt-
hvað nýtt.
Svart belti og svartir skór,
það er málið – það vitum við
Ashton nú báðir.
F réttatíminn hefur að undanförnu fjallað nokkuð um stjórnmála-
menninguna hér og rætt við
fræðimenn. Í síðasta tölublaði
aprílmánaðar var viðtal við Sal-
vöru Nordal forstöðumann Sið-
fræðistofnunar Háskóla Íslands
og formann stjórnlaga-
ráðs. Margt skynsamlegt er
þar sagt en þó má ég til að
staldra aðeins við það sem
blaðamaður hefur eftir henni
í inngangi viðtalsins, að „Ís-
lendingar séu fastir í skotgröf-
um átakastjórnmála þar sem
stríðandi fylkingar valda því að
hvert málið á fætur öðru steyti á skeri.“
Síðar í viðtalinu nefnir Salvör dæmi:
„Rannsóknarskýrslan, Landsdómur, ESB
aðildin, allt fer þetta í þennan skotgrafaf-
arveg; þá eru ónefnd fiskveiðistjórnunar-
málin, auðlindamálin, sem eru stór hluti
okkar lífsafkomu en við lendum samt í
átökum um þau.“
Þótt þetta sé raunar ekki meginatriðið í
viðtalinu við Salvöru leggur ritstjórinn út
af því í ritstjórnargrein í næsta tölublaði.
Og það er líka aðalinntakið í viðtali við
tvo aðra virta fræðimenn, prófessora í
stjórnmálafræði og heimspeki, þá Ólaf Þ.
Harðarson og Vilhjálm Árnason, í sama
tölublaði.
Í þessari umræðu virðist sú óskhyggja
ríkjandi að við höfum öll sömu hagsmuni,
við séum ein þjóð með sömu hagsmuni og
allir stjórnmálamenn séu að gæta þessara
sömu hagsmunamála, en lendi „samt í
átökum um þau“ þegar þeir ættu raunar
sitja á rökstólum um þau eins og siðaðir
vitibornir menn. En þannig er það bara
ekki.
Mér varð að orði einhvern tíma upp úr
aldamótum, þótt ég eigi það ekki skjal-
fest, að í raun væri á Íslandi í gangi mjög
hörð stéttabarátta, sem fólst reyndar fyrst
og fremst í gífurlegri sókn auðvaldsins en
takmarkaðri vörn verkalýðshreyfingar-
innar, enda var verkalýðsstéttin að fá ein-
hverja mola af veisluborði auðvaldsins og
er nú að borga þessa mola fullu verði og
mikinn hluta veisluborðsins að auki.
Átökin fóru raunar miklu meira fram
á sviði stjórnmálanna, meðal annars inni
á Alþingi. Vilhjámur Árnason segir að
hvergi í íslensku samfélagi hafi verið lýð-
ræðislegt viðnám gegn því sem
var að gerast í fjármálakerfinu.
Alþingi, segir hann, hljóti að
vera meginvettvangurinn, en
„málefnalegar gagnrýnisraddir
voru kvaddar niður í stað þess
að taka þær sem hvata til at-
hugunar á stöðu mála“. Auðvit-
að voru þessar gagnrýnisradd-
ir kveðnar niður, af því að á
Alþingi geisaði hörð stéttabar-
átta, þar voru fulltrúar þeirra
sem höfðu hag af því sem var
að gerast í fjármálakerfinu og
vitanlega reyndu þeir að kveða
gagnrýnisraddirnar niður.
Fulltrúar auðstéttarinnar voru
hér á Íslandi sem annars staðar að breyta
samfélaginu auðstéttinni í hag með
einkavæðingu, breytingum á regluverki í
viðskiptum og breytingum á skattkerfinu.
Ójöfnuður fór vaxandi hér sem annars
staðar. Þetta var gagnrýnt á Alþingi og í
hinni pólitísku umræðu, en sterkir hags-
munaaðilar innan þings sem utan kváðu
þessar raddir niður.
Vilhjálmur segir: „Í samfélagi þar sem
æ fleiri svið eru lögð undir mælikvarða
fagmennsku og skynsamlegrar umfjöllun-
ar, sitja síkarpandi stjórnmálamenn eftir
eins og nátttröll,“ og bendir svo á að þetta
geti komið „í veg fyrir að við tökum vel á
sameiginlegum hagsmunamálum okkar.“
Þessi orð Vilhjáms leiða huga minn að því
sem er mest uppi á teningnum rétt í svip-
inn, kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Í
eyrum útvarpshlustenda glymja í sífellu
auglýsingar útgerðarmanna gegn kvóta-
frumvarpinu meðan fulltrúar þeirra halda
uppi háværri gagnrýni inni á Alþingi.
Sagt er að lítið hafi breyst eftir hrun
og stjórnmálamönnum er ekki síst kennt
um það. En sérhverri breytingu sem
ógnar stöðu auðstéttarinnar er mætt af
fullri hörku. Fiskveiðistjórnunarmálin,
rammaáætlun um auðlindir, skattkerfis-
breytingar. Meðan hér geisar stéttastríð,
þar sem auðstéttin berst hatramlega fyrir
sínum hagsmunum, gengur umræðan út á
það að hér sé einhver óábyrg stjórn-
málastétt sem ógnar hagsmunum al-
mennings. Þessi sífellda og einhliða gagn-
rýni á stjórn málamenn án samhengis við
stéttabaráttuna er kannski að villa meir
um fyrir almenningi en karp stjórnmála-
mannanna sjálfra.
Stjórnmálamenning
Átakastjórnmál eða stéttaátök?
Einar Ólafsson
bókavörður
Smur-ogSmáviðgerðir
BremSuSkipti
á 1.000 krónur!
Fram til 1. júní Skiptum við um BremSukloSSa
að Framan Fyrir aðeinS þúSund krónur.
tilBoðið gildir aF vinnu eF þú kaupir BremSuhluti hjá okkur.
dugguvogi rvk auSturvegi SelFoSS
pitStop.iS www
helluhrauni hFjrauðhellu hFj
568 2020 Sími
36 viðhorf Helgin 11.-13. maí 2012