Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 34
2 grilltíminn Helgin 11.-13. maí 2012 Marinering 1 Límóna rababari 10 cm ólífuolía ½ dl steikarsósa 1 msk. hvítlauksrif 2 Chili 1 stk. bjór 2.5 dl Hvernig Rífa börkinn af límónunni og kreista safann úr líka. Merja og saxa hvítlaukinn, saxa chilliið og hafa fræin með. Blanda öllu saman. Steikarsósan er þessi klassíska dökka sósa. Ef ekki er til steikarsósa er hægt að skipta henni út fyrir helmingi minna af Worcestershiresósu eða jafn vel soya. Bjórinn sem nota skal er svona sirka 2-3 dl. Ef þú tímir meiru er fínt að láta lítinn bauk vaða. Það er örlítil himna á flank-kjötbitanum sem þarf að fjarlægja að mestu leyti áður en kjötið er marinerað. Nota til þess blandaða tækni með hníf og eldhúspappír. Marinera bitann í um tvo til þrjá tíma, má vera aðeins minna má líka vera aðeins meira en ekki mikið þó. Grilla þangað til kjötið er „medium“ sem eru þrjár til fjórar mínútur á hverri hlið. Fer þó eftir stærðinni á bitanum. Láta stykkið hvíla aðeins eftir grill og skera svo þvert á rendurnar í kjötinu sem að eru augljósar á þessum bita. Meðlæti Bera skal fram í hveititortíum sem hitaðar eru á grillinu til að fá á það rendur og geyma svo í hreinu viskustykki til að halda mjúkum. Meðlæti getur verið, grilluð paprika, grillaður rauðlaukur, sýrður rjómi, guacamole og blanda af rauð-og hvítkáli sem hefur verið látið standa í safa úr einni límónu og tveimur skeiðum af agavesýrópi í um klukkustund. Svo er klassísk salsasósa alltaf í lagi með líka.  Síðubitar systursteikur Bestu bitarnir F lestir eru nokkurn veginn sammála um að kjötbitarnir þeir sem vaxa sem næst hryggnum á hverri skepnu séu þeir bestu. En þeir bestu henta ekki alltaf í það sem sælkerinn er að leita eftir. Það þarf til dæmis talsverða fitu og ákveðið magn af þeim vefjum sem halda kjötinu saman til þess að elda kjöt við lágan hita og lengi. Lund og fillet myndi þorna löngu áður en hægt væri að skera kjötið í sundur með skeið. Systursteikurnar „flank“ og „skirt“ er síðubitar teknir neðarlega af nautaskrokknum og eins ótrúlega og það hljómar þarf annað hvort að elda þá bita leiftur- snöggt eða ótrúlega lengi. Allt þar á milli kallar á ólseiga steik á pari við gamalt leðurbelti. Flanksteikurfahitas Síðubitana þarf að steikja annað hvort eldsnöggt - eða ótrúlega lengi. Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Grill í Múrbúðinni – skoðaðu verðið! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum GAS GRILL 4 ryðfríir brennarar og hliðarplata. 14 kw/h. 48.000-BTU. Hitamælir. Kveikja í stillihnapp. Grillgrind er postulíns- húðuð. 44x56 cm. Extra sterk hjól v.gaskút. Þrýstijafnari og slöngur fylgja. 37.900 kr. 59.900kr. GAS GRILL 4 brennarar 14 kw/h. 48.000-BTU. Kveikja í stillihnapp. Hitamælir. Grillgrind er postulíns- húðuð. 43x37 cm. Hitaplata er postulíns- húðuð. 43x39 cm. Þrýstijafnari og slanga fylgir. H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! Grillbúðin stækkar F imm ár er síðan Grillbúðin hóf starfsemi sína í Hlíð-arsmára í Kópavogi. Nú hefur verslunin flutt sig um set að Smiðjuvegi 2 í sama sveitarfélagi. Einar Long, eigandi og stofnandi Grillbúðarinnar, segir aðstæður búðarinnar gjörbreyttar enda farið úr um 100 fermetra sýningarsal í ríflega 400 fermetra. Einar segir enn fremur að ráðist hafi verið í flutningana vegna sívaxandi eftir- spurnar frá viðskiptavinum um enn betra úrval grilla sem og að nú er boðið upp á fjölda vandaðra garðhúsgagna frá þýsku framleið- endunum Garvida og Belardo, fyr- irtækja sem eru í eigu Landmann, sem einnig framleiða grillin. Grill- búðin býður einnig vandað úrval útiljósa frá sænska framleiðandan- um KonstSmide, útiljós sem henta íslenskum aðstæðum og eru mörg þeirra með 25 ára ábyrgð gagnvart ryði og tæringu. Garvida eru garð- húsgögn í hæsta gæðaflokki, bæði hvað varðar hönnun og endingu og frá Belardo er mikið úrval af vönd- uðum garðhúsgögnum. „Húsgögnin hafa setið á hak- anum hjá okkur undanfarin ár en með með tilkomu nýja húsnæðisins getum við boðið upp á mikil úrval vandaðra garðhúsgagna,“ segir Ein- ar Long. Aðal áherslan er eftir sem áður á að bjóða upp á sem mest úrval af Landmann-grillum og að hafa í þau alla nauðsynlega varahluti sem og fjöldann allan af aukahlutum. Eftir flutningana hefur vegur kolagrill- anna vaxið til muna frá því sem áður var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.