Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 29

Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 29
ÍS LE N SK A SI A. IS I C E 5 84 52 0 2/ 12 Í tilefni af 75 ára afmæli okkar efnir Icelandair, í samstarfi við Steinunni Sigurðardóttur fatahönnuð, til sýningar í haust. Til sýnis verða gamlir og nýir einkennisbúningar Flugfélags Íslands, Loftleiða, Flugleiða og Icelandair og ýmsir aðrir hlutir sem tengjast sögu farþegaflugs og þjónustunni um borð allt frá árinu 1937. Átt þú ekki eitthvað áhugavert frá fluginu? Við vildum svo gjarnan fá lánaðar gamlar flugfreyjudragtir, flugmannsjakka og sitthvað annað sem setti svip á flugið hér áður fyrr. Við leitum til ykkar sem fluguð með okkur Við tökum á móti klæðnaði og smáhlutum sem tengjast fluginu á Icelandair Hótel Reykjavík Marina í dag, kl. 17:00–19:00. Okkur þætti afar vænt um að fá að sjá þig á föstudaginn og rifja upp gamla góða tíma. Upplýsingar: Rannveig Eir Einarsdóttir I rae@icelandair.is Anna Margrét Jónsdóttir I annamj@icelandair.is VIÐ FLJÚGUM AFTUR Í TÍMANN Viltu lána okkur minningabrot? S unna er yndisleg. Þetta er yndisleg fjölskylda,“ segir Ólafur Darri Ólafs- son leikari sem fékk óvenjulega bón fyrir einu og hálfu ári í tölvupósti. Heimboð í kaffi til að hitta þá rúmlega fjögurra ára langveika stúlku og dyggan aðdáanda. Póstinn sendi pabbi Sunnu, Sigurður Hólmar Jóhannesson. Hvað gerir faðir ekki til að uppfylla drauma dóttur sinnar? Draumur Sunnu Valdísar var Ólafur Darri. „Á þessum tíma var kvik- myndin Rokland í sýningu. Hann lék aðalhlutverkið og var víða. Ef hún gat ekki klippt myndirnar út úr blöðunum gerðum við það fyrir hana,“ segir Ragnheiður Erla Hjaltadóttir móðir hennar. „En á þessum tíma var hún hrædd við menn með skegg. Það var því svolítið óvenjulegt að hún vildi sjá skeggjaðan mann.“ Á heimili fjölskyldunnar er veggspjald með myndunum af Ólafi Darra. Það hefur fylgt henni hvert sem hún fór og hangir nú snjáð uppi á vegg. „Ég kíki í kaffi“ „Sjálfsagt. Ég kíki í kaffi,“ stóð í póstinum sem Sigurður fékk frá leikaranum. „Þetta var eitthvað svo sérstakt erindi,“ segir Ólafur Darri um póstinn frá Sigurði. „Mér fannst sjálfsagt mál að hitta þessa litlu fjölskyldu. Nú þykir mér vænt um þau og ég get sagt að þau eru vinir mínir.“ Spurður hvað hafi komið honum mest á óvart við fjölskylduna svarar hann: „Það gerði bróðir hennar Sunnu, Viktor. Hann er svo yndislegur í kringum hana. Það hlýtur að vera erfitt að eiga eina systur og fylgjast með henni glíma við svona sjaldgæfan sjúkdóm. Mér finnst hann gera það svo dásamlega,“ segir hann. „Þetta er gott fólk og það er ekki erfitt að hjálpa góðu fólki. Mér finnst þau standa sig ótrúlega vel við þessar aðstæður. Og í rauninni er það svo að þegar ég hitti þau er alltaf gleði í loftinu.“ „Hann hefur heimsótt okkur í Breiðholtið og við hann en sím- tölin þar sem hann talar og Sunna hlustar mun fleiri,“ segir Ragn- heiður. „Við þekktum hann ekki neitt á þessum tíma,“ segir hún. „Við vissum að hann vari Ólafur Darri, frábær leikari, mikill og stór, skeggjaður maður.“ Og Sig- urður heldur áfram. „Við vissum ekkert hvernig hann væri í skap- inu. Svo kemur hann einn daginn. Þá er plakatið upp á vegg eins og venjulega. Hann kemur labbandi inn, þessi stóri maður, með þetta mikla skegg og hárið út um allt – eins og tröllkarl. Sunna sér hann, sest flöt á gólfið og horfir á hann þar sem hann situr við eldhús- borðið. Hún sat í fimm mínútur, horfði á hann, horfði á plakatið, horfði á hann og benti á plakatið. HANN ER KOMINN. Svo settist hún hjá honum. Þau púsluðu og léku sér. Magnað.“ Fertugsafmælið fyrir Sunnu Ólafur Darri dáist af dugnaði fjöl- skyldunnar og æðruleysinu sem þau sýna. „Ég eignaðist fyrsta barnið mitt eftir að ég kynntist þeim. Þá fékk ég einhvern nasaþef af því hvernig mér myndi líða ef eitthvað myndi koma uppá hjá mér og dóttur minni. Ég á bara erfitt með að ímynda mér það. Það er að segja, kannski ekki erfitt, en mig langar ekki að fara þangað í huganum og ég vona að ég komist aldrei að því. En þau eru bjartsýn og búa yfir stórkostlegu æðru- leysi.“ Það er augljóst að fjölskyldan hefur haft áhrif á Ólaf Darra. Meira að segja svo að hann hefur þegar ákveðið að hjálpa fjölskyld- unni þegar hann nær þeim áfanga að verða fertugur á næsta ári. „Ég er ekki þekktur fyrir það að halda upp á afmælið mitt með stæl. Ég hef alltaf kviðið því að eldast. En ég hef ákveðið að ég ætla að leggja mitt á vogarskálarn- ar fyrir Sunnu á næsta ári og gera ýmislegt til að safna fyrir sam- tökin. Sunna er ein af sex hundruð börnum í heiminum sem eru með þennan sjúkdóm. Fólk náið mér hefur veikst af sjúkdómi sem fáir hafa. Ég veit því hvað er erfitt er að safna fé og fá sjaldgæfan sjúkdóm rannsakaðan. Við eigum eftir að útfæra hugmyndina nánar í sameiningu. En ég væri til í að ná þannig til fólks að samtökin hefðu gagn af,“ segir hann í léttum tóni. Stórleikarinn mikli með úfna skeggið og hárið út um allt heillaði Sunnu Valdísi Sigurðardóttur upp úr skónum. Hún klippti allar myndir út sem birtust af honum í blöðunum. Sunna er langveik og foreldrar hennar stóðust ekki mátið og buðu Ólafi Darra Ólafs- syni í heimsókn. Þeim til undrunar og gleði þekktist hann boðið. Ólafur Darri á góðri stund með Sunnu Val- dísi. Hún er heilluð af þessum ástsæla leikara þjóðarinnar. Ekki þó af leiklistarhæfileikunum, heldur var það útlitið sem náði athygli hennar í fyrstu. Ólafur Darri ætlar að tileinka henni fertugsafmæli sitt á næsta ári. Mynd/Einkasafn Sunna Valdís + Ólafur Darri = Sönn vinátta Þetta er vegg- spjaldið með myndum af Ólafi Darra sem Sunna útbjó úr úrklippum úr dagblöðum. Í kjölfarið bauð pabbi hennar leikaranum í heimsókn. viðtal 29 Helgin 11.-13. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.