Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 11
Við bjóðum
betri stöðu
Greiddu niður yfirdráttinn
á aðeins 9,05% vöxtum
Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við
vextina. Þannig lækkar vaxtakostnaður svo um munar.
Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á.
Dæmi:
Ef þú greiðir 360.000 kr. yfirdrátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði í 24
mánuði þá sparar þú 51.023 kr. í vaxtakostnað.*
Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi.
*Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 11,8% (Gullvild) í 9,05% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. maí.
Lægri vaxtaprósenta skilar 10.312 kr. lækkun og lækkandi yfirdráttur 40.711 kr. – samtals 51.023 kr.
Lægri vaxtakostnaður
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við bjóðum
góða þjónustu
F jórmenningarnir eru reiðir yfirvöldum fyrir þá meðferð sem þeir hafa þurft að sæta.
Þeim finnst ítrekað brotið á mann-
réttindum sínum og segja að ekki
sé komið fram við þá með sama
hætti og önnur börn á Íslandi. Þeir
séu ekki upplýstir um rétt sinn og
stöðu né heldur fái þeir nauðsyn-
lega aðstoð við almenna hluti, svo
sem hvar þeir geti fundið Bónus,
en flóttamenn fá inneignarkort
í Bónus að upphæð átta þúsund
krónur vikulega til að kaupa mat.
Þeir fá engan pening aukalega
né heldur miða í almenningssam-
göngur. Því séu þeir í raun fangar
á gistiheimilinu. Þeir vilja fá for-
svarsmanneskju og segja félags-
málayfirvöld ekki koma fram við
þá líkt og þau myndu koma fram
við íslensk börn. Þeir spyrja: „Hver
ákvað að við ættum að fara á Fit
Hostel? Félagsmálayfirvöld áttu
ekki að ákveða þetta. Það hlýtur
að vera á starfssviði einhvers
annars stjórnvalds.“
Að sögn Braga Guðbrandsson-
ar, forstjóra Barnaverndarstofu,
er það barnaverndaryfirvalda á
staðnum að ákvarða hvort börnin
séu vistuð á Fit Hostel eða annars
staðar. „Í alþjóðlegum reglum um
flóttamenn eru ákvæði um að börn
15 ára og yngri séu ekki vistuð í
almennum flóttamannabúðum.
Það er hins vegar ákvörðun barna-
verndaryfirvalda um hvort koma
skuli börnum á aldrinum 16 og
17 ára í fóstur. Í þessu tilviki þótti
greinilega ekkert mæla gegn því
að þessi börn dveljist á Fit,“ segir
hann.
Reiðir yfir meðferðinni
Fjórmenningarnir segjast ekki
hafa fengið tíma með félagsráð-
gjafanum, enginn hafi sýnt þeim
áhuga, enginn hafi talað við
þá. „Framkoma fólks á vegum
félagsmálayfirvalda einkennist af
rasisma. Ekki allra, en sumra,“
segir einn og hinir taka undir. „Við
erum reiðir yfir því hvernig komið
er fram við okkur þar. Þegar við
komum fengum við Bónuskort og
símakort. Ekkert meira. Seinna
var talað við okkur í 15 mínútur
en enginn spurði okkur að neinu.
Síðan höfum við ekki hitt neinn
fyrr en núna. Þú ert fyrsta mann-
eskjan sem við getum rætt við.“
Drengirnir segjast ekki hafa
fengið að hitta lækni þótt þeir
hafi óskað eftir því. Einn kvartar
undan verkjum í kjálka og eyra
og annar þjáist af tannpínu. Þær
upplýsingar fengust hjá félags-
málayfirvöldum í Reykjanesbæ að
pantaður væri tími hjá lækni fyrir
alla þá flóttamenn sem koma en
biðtími sé langur. Næsti tími er
bókaður 15. maí. Í neyðartilfellum
sé vísað á neyðarvaktina.
Einn drengjanna segist ekki
hafa fengið skó í sinni stærð og
að hann þurfi því að ganga í skóm
sem séu tveimur númerum of litlir
þrátt fyrir að hafa kvartað undan
því við félagsráðgjafa sinn. Félags-
málayfirvöld segjast vísa hælis-
leitendum á Rauða krossinn hvað
varðar fatnað en yfirhafnir og skór
fáist í gegnum félagsmálayfirvöld
ef þess sé óskað. Engin beiðni
finnst um skó í kerfinu við eftir-
grennslan.
Að sögn félagsmálayfirvalda
heyrðu þau fyrst á miðvikudag af
óánægju drengjanna með vistun
sína á Fit Hostel og mun verða
boðað til fundar í næstu viku
vegna málsins. -sda
Segja fram-
komuna ein-
kennast af
rasisma
Í viðtali við Fréttatímann lögðu fjór-
menningarnir fram fjölda spurninga
tengda stöðu sinni sem þeir höfðu
ekki fengið svör við frá yfirvöldum,
svo sem hver væri ábyrgur fyrir því
að þeir neyddust til að dveljast á
Fit. Fréttatíminn bar spurningarn-
ar undir Ögmund Jónasson innan-
ríkisráðherra sem sagðist ekki vilja
svara drengjunum á þessum vett-
vangi. Aðspurður sagðist hann ekki
hafa kynnt sér aðstæður þeirra sér-
staklega en hann hafi fengið upplýs-
ingar í gegnum Braga Guðbrands-
son hjá Barnaverndarstofu og hjá
fangelsismálayfirvöldum. „Mér er
mjög umhugað um að ungt fólk sé
ekki sett í fangelsi. Sjálfur hef ég
mjög miklar efasemdir um að lög-
sækja þá sem koma hingað til lands
á fölskum skilríkjum, hugsanlega
ung að aldri. Við erum hins vegar
að horfa á hefðir sem við þurfum að
taka allar til endurskoðunar,“ segir
Ögmundur.
„Það eru augljóslega brotalamir
í kerfinu. Þessi mál sem núna eru
aðkoma upp varðandi þessa ungu
menn er tilefni til þess að herða á
þeirri endurskðun sem fram fer í
ráðuneytinu á því vinnulagi, reglu-
gerðum og lögum sem að þessu
lúta. Ég tek allar aðfinnslur og ásak-
anir um mannréttindabrot mjög
alvarlega og vil láta skoða það og
lagfæra þær brotalamir sem eru á
þessum málum. Þegar hafa ver-
ið stigin skref til að bæta
stöðu hælisleitenda og
f lóttamanna en það er
engan veginn nóg að gert
og þetta er okkur tilefni
til að herða á þesari vinnu.“
Spurður hvort honum
þyki eðlilegt af lögreglunni
á Suðurnesjum að halda
15 og 16 ára drengjum
í gæsluvarðhaldi og
fangelsi þvert á vilja
baraverndaryfirvalda
svarar hann: „Ég þekki
ekki það mál en það virðist tilefni
til að skoða það. Ég mun óska eftir
skýrslu um öll þessi mál frá öllum
hlutaðeigandi yfirvöldum. Lög-
reglan hefur ákærandi vald og fer
með það og starfar sjálfstætt en
samkvæmt þeim lögum sem við
setjum og við þurfum augljós-
lega að taka til endurskoð-
unar. Ég mun óska eft-
ir skýrslum um þessi
mál og vil brjóta þau
til mergjar.“ -sda
Umhugað um að ungt fólk sé ekki sett í fangelsi
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra
fréttaskýring 11 Helgin 11.-13. maí 2012