Fréttatíminn - 11.05.2012, Blaðsíða 52
Þ ó Mitt Romney hafi lýst yfir sigri í prófkjöri repúblíkana verður hann ekki formlega lýstur frambjóðandi flokksins fyrr en á landsfundi
Repúblíkanaflokksins sem haldinn verður í Tampa
í Flórída 27. -30. ágúst. Til þess þarf Romney að
tryggja sér stuðning 1.144 kjörmanna, eða um 300
til viðbótar við þá 847 sem hann hefur þegar tryggt
sér. Þó prófkjörsslag Repúblíkanaflokksins sé í raun
lokið munu prófkjör og forvöl því halda áfram fram
að landsfundi.
Við venjulegar aðstæður væru þessi prófkjör lítið
annað en formsatriði, enda hafa helstu keppinautar
Romney dregið sig í hlé. Einn mótframbjóðandi Rom-
ney hefur þó ekki enn játað sig sigraðan: Ron Paul.
Óvænt sigurganga Paul
Síðastliðinn sunnudag vann Paul meirihluta kjör-
manna Maine-fylkis, 18 kjörmenn af 24. Stuðnings-
menn Paul náðu einnig meirihluta í kosningu um
hverjir yrðu fulltrúar Repúblíkanaflokks Nevada á
landsfundinum í haust.
Paul hafði áður unnið
meirihluta kjörmanna
Minnesota.
Með því að nýta sér
flóknar reglur um val
kjörmanna á landsfund
hefur stuðningsmönnum
Paul tekist að hrifsa til
sín kjörmenn sem búast
hefði mátt við að féllu
Romney í skaut. Paul
tókst þannig að hrifsa til
sín 20 af 28 kjörmönnum
Iowa. Þó mörgum þess-
ara kjörmanna sé skylt að
greiða Romney atkvæði
sitt á landsfundinum er ekkert í reglum flokksins
sem bannar þeim að sitja hjá við val á forsetafram-
bjóðanda flokksins. Kjörmenn Paul geta því hæglega
komið í veg fyrir að Romney fái óskorað umboð
flokksins.
Sigrar Paul og klækjabrögð stuðningsmanna hans
hafa til þessa farið að mestu fram hjá fjölmiðlum, en
að undanförnu hafa margir stjórnmálaskýrendur
í Bandaríkjunum áttað sig á því að Paul og stuðn-
ingsmenn virðast stefna að því að hleypa landsfundi
flokksins í uppnám.
Eini frjálshyggjumaðurinn í Washington
Ron Paul er um margt merkilegur stjórnmálamaður.
Hann er 76 ára gamall þingmaður frá Texas og faðir
Rand Paul, öldungardeildarþingmanns frá Kentucky.
Ron Paul hefur verið lýst sem eina raunverulega
frjálshyggjumanninum á Bandaríkjaþingi, en hann
hefur tekið mjög hreina hugmyndafræðilega afstöðu
gegn öllum birtingarmyndum ríkisvaldsins. Afstaða
Paul í efnahagsmálum er um margt lík stefnu ann-
arra repúblíkana, það er hann styður skattalækkanir
og afnám ríkisstofnana, sérstaklega þeirra sem hafa
eftirlit með einkageiranum. Hann hefur þó gengið
lengra en aðrir repúblíkanar, meðal annars með því
að setja sig upp á móti opinberum niðurgreiðslum til
stórfyrirtækja. Sú afstaða hans að leggja eigi niður
Seðlabanka Bandaríkjanna og taka aftur upp gull-
myntfótinn hefur einnig verið gagnrýnd af öðrum
repúblíkönum.
Paul hefur þó fyrst og fremst skorið sig úr þegar
kemur að afstöðu til utanríkismála og „stríðsins gegn
hryðjuverkum“. Paul barðist gegn Íraksstríðinu og
ólíkt flokkssystkynum sínum í Repúblíkanaflokknum
beitti hann sér gegn innanríkisnjósnum og útþenslu
„öryggisríkisins“ í valdatíð George W. Bush. Þá hefur
Paul barist gegn því sem hann kallar „heimsvalda-
stefna“ Bandaríkjanna.
„The Ron Paul Revolution“
Þessi afstaða Paul til utanríkismála og stríðsins
gegn hryðjuverkum hefur aflað honum mikils fylgis
meðal ungra kjósenda. Fyrir kosningarnar 2008 var
Paul eini forsetaframbjóðandi repúblíkana sem náði
að keppa við Obama um hylli háskólanema. Stuðn-
ingsmenn Paul vöktu ennfremur athygli fyrir frum-
lega grasrótarviðburði og snjalla kosningaherferð á
veraldarvefnum. Fyrstu teboðsmótmælin 2009 sóttu
í smiðju stuðningsmanna Paul.
Þó eldmóðurinn sem einkenndi framboð Paul, sem
stuðningsmenn hans kölluðu
„The Ron Paul Revolution“,
hafi vakið athygli stjórnmála-
skýrenda naut hann fremur
lítillar virðingar innan Repú-
blíkanaflokksins. Þar hefur
Paul verið afskrifaður sem
ómarktækur jaðarkarakter.
Stefnt að uppnámi á
landsfundi
Það ætti því ekki að koma á
óvart að Paul hafi ekki dregið
sig út úr prófkjöri flokksins,
heldur hafa stuðningsmenn
hans verið ötulir við að halda
áfram að smala á kjörfundi
og flokksfundi sem velja kjörmenn og landsfundar-
fulltrúa flokksins. Markmið Paul og stuðningsmanna
hans er að tryggja Paul nógu marga kjörmenn til
þess að geta mætt og myndað stóra blokk á lands-
fundi flokksins í Tampa, og að neyða fundinn til að
kjósa formlega milli hans og Romney.
Ýmsir fulltrúar flokksins hafa hins vegar hótað að
kjörmönnum Paul verði meinað að taka sæti á lands-
fundinum. Craig Cragin, talsmaður Mitt Romney
í Maine, sagði fulltrúa Paul „hafa snúið þessu upp
í slíkan fíflagang að þeir munu gerðir brottrækir í
Tampa.“
Frjálshyggjubylting eða forsetaframboð 2016?
Stjórnmálaskýrendur eru ekki á einu máli um hver
markmið Paul og stuðningsmanna hans eru. Þó
sumir stuðningsmanna Paul virðist daðra við að Paul
geti unnið tilnefningu flokksins telja flestir stjórn-
málaskýrendur líklegra að Paul ætli sér einfaldlega
að neyða landsfund „flokkseigendafélags“ Repúblík-
anaflokksins til að taka sig og stuðningsmenn sína
alvarlega. Slíkt uppgjör mun óhjákvæmilega leiða til
átaka um stefnu flokksins því frjálshyggjuarmurinn
hafnar bæði utanríkisstefnu flokksins og siðgæðis-
pólítík kristinna íhaldsmanna.
Þá kann Paul að vera að leggja grunninn að forseta-
framboði sonar síns, Rand Paul, en hann hefur verið
orðaður við forsetaframboð 2016.
Magnús Sveinn Helgason
ritstjorn@frettatiminn.is
44 usa Helgin 11.-13. maí 2012
Kosningaslagorð obama 2012 bandaríKin landsfundur repúbliKanafloKKsins í ágúst
Uppreisn frjálshyggju-
manna ógnar Romney
Helstu keppinautar Mitt Romney hafa dregið sig í hlé en einn hefur ekki játað sig sigraðan.
Ron Paul hefur ekki dregið sig út úr prófkjöri Repúblikanaflokksins.
Karl Rove, sem var helsti stjórnmála-
ráðgjafi George W. Bush, lýsti því yfir
nýverið að Barack Obama geti talist
næsta öruggur um sigur í kosningunum
í nóvember næstkomandi. Samkvæmt
Rove er Obama öruggur um 220 kjör-
menn meðan Romney getur ekki reitt sig
á atkvæði nema 93 kjörmanna. Að auki sé
Obama líklegur til að vinna 64 kjörmenn
til viðbótar, alls 284 kjörmenn. Alls eru
kjörmenn 538 og þurfa forsetaframbjóð-
endur að tryggja sér stuðning 270 kjör-
manna til að vinna.
Spá Rove hefur vakið athygli banda-
rískra stjórnmálaskýrenda, því spár hans
um kjörmannafjölda frambjóðendanna
fyrir kosningarnar 2008 rættust nánast
upp á hár. Þá er spá Rove nú í samræmi
við spár annarra stjórnmálaskýrenda sem
telja að Obama geti talist öruggur um at-
kvæði mun fleiri kjörmanna en Romney.
Stuðningur við Romney kemur helst
frá Suðurríkjunum og strjálbýlli ríkjum í
vesturhluta Bandaríkjanna sem hafa mun
færri kjörmenn en þéttbýlli svæði við
strendurnar, þar sem Obama og demó-
kratar njóta meiri stuðnings. Til þess
að sigra þarf Romney að halda Suður-
ríkjunum, vinna Flórída þar sem tæpt er
á með frambjóðendum, auk þess að ná
meirihluta í Miðvesturríkjunum þar sem
Obama hefur haft öruggt forskot.
Þá hafa nýjustu kannananir sýnt
að Obama hefur umtalsvert forskot á
Romney í sumum mikilvægum ríkjum
sem stjórnmálaskýrendur, þar á meðal
Rove, telja of snemmt að sé að spá hvort
séu líklegri til að styðja Romney eða
Obama. Til dæmis sýnir síðasta könnunin
á fylgi frambjóðendanna í Virginíu, sem
talin er til „battleground states“ þar sem
kosningabaráttan verði hvað hörðust, að
Obama nýtur stuðnings 51 prósenta kjós-
enda en Romney ekki nema 43 prósenta.
Meðaltal síðustu kannana á fylgi fram-
bjóðendanna á landsvísu sýna að Obama
nýtur fylgis 47,7 prósenta kjósenda og
Romney 43,7 prósenta. -mhs
Fram á við
Barack Obama hleypti kosningabaráttu sinni formlega
af stokkunum síðastliðinn laugardag með framboðs-
fundum í háskólum í Ohio og Virginíu, tveimur ríkjum
þar sem tæpt hefur verið á með frambjóðendum Repú-
blíkana og Demókrata í undanförnum kosningum. For-
setinn hefur þegar afhjúpað kosningaslagorð sitt í kom-
andi kosningum, Forward sem þýða má sem „áfram“
eða „fram á við“.
Stjórnmálaskýrendur vestanhafs benda á að með
kosningaslagorði sínu sé Obama að draga upp þá mynd
að hann og Demókrataflokkurinn séu fulltrúar fram-
fara sem Romney og repúblíkanar berjist gegn. Í sjö
mínútna löngu myndbandi sem dreift var á internetinu
á mánudag í liðinni viku segir meðal annars: „Í stað
þess að taka höndum saman um að vinna að framgangi
Bandaríkjanna hafa repúblíkanar háð stríð til þess að
grafa undan forsetanum.“
Þá hafa demókratar
bent á að talsmaður Repú-
blíkanaflokksins lýsti
því yfir í sjónvarpsviðtali
fyrir skömmu að efna-
hagsstefna Romney yrði
í öllum megindráttum sú
sama og George W. Bush
fylgdi. David Axelrod, einn
nánasti ráðgjafi forsetans,
sagði á blaðamannafundi
nýlega að í kosningabaráttu
sinni myndi Obama leggja
áherslu á efnahagsmál og
þann árangur sem náðst hefur í að ná niður atvinnu-
leysi. Um leið minnti hann á að Mitt Romney hafi auðg-
ast á umbreytingarfjárfestingum sem leiddu til fjölda-
uppsagna og að í ríkisstjórnartíð hans í Massachusetts
hafi atvinnusköpun í fylkinu verið ein sú allra minnsta í
Bandaríkjunum. Axelrod sagði að Obama myndi verða
„forseti fólksins, ekki Wall Street“.
Þrátt fyrir jákvæðan hljóm kosningaslagorðs Obama
telja stjórnmálaskýrendur því að kosningabaráttan
muni verða óvenju neikvæð. Þó hagvöxtur hafi verið
töluverður og nokkuð dregið hafi úr atvinnuleysi er
efnahagsástand enn mjög bágt. Við slíkar aðstæður
eru kjósendur líklegir til að kjósa gegn sitjandi forseta.
Chris Cillizza, dálkahöfundur á Washington Post, telur
að Obama þurfi því umfram allt að sannfæra kjósendur
um að mótframbjóðanda hans sé ekki treystandi, og
það verði helst gert með neikvæðum sjónvarpsauglýs-
ingum. -mhs
Barack og
Michelle í upp-
hafi kosninga-
baráttunnar.
Karl rove helsti stjórnmálaráðgjafi bush
Obama öruggur um sigur
Flestir stjórnmálaskýrendur telja líklegt að Ron Paul
ætli sér einfaldlega að neyða landsfund „flokkseigend-
afélags“ Repúblíkanaflokksins til að taka sig og stuðn-
ingsmenn sína alvarlega. Ljósmynd/Getty Images
Karl Rove, fyrrum stjónmálaráðgjafi Georg W. Bush.
Þrátt fyrir
jákvæðan
hljóm kosn-
ingaslagorðs
Obama telja
stjórn mála-
skýrendur að
kosningabar-
áttan muni
verða óvenju
neikvæð.
H E LGA R BL A Ð