Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 2
Sigríður
Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@
frettatiminn.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
6
7
4
... og rjómi
Telja Kjararáð veita konum 2-3
prósent lægri laun en körlum
85.000
Lægri Laun
tiL Ástu Dísar
ÓLaDÓttur
Kjararáð
Dómsmál lánaði vininum 20 milljónir sem fást ekki enDurgreiDDar
n orskir dómstólar hafa úrskurðað að íslenskur maður búsettur í Noregi, Sigurjón Einarsson
kvikmyndagerðarmaður, skuli endur-
greiða breskri konu, Lindsey Andrews,
nálægt tuttugu milljónum króna sem hún
lánaði honum árið 2009. Úrskurðurinn
féll í Forliksrådet í maí á síðasta ári en
það er lægsta stig norska dómskerfisins í
einkamálum og fékk Sigurjón tvær vikur
til þess að greiða upphæðina til baka. Að
sögn Lindsey hefur hann ekki brugðist
við þrátt fyrir að hún hafi ítrekað reynt að
innheimta lánsupphæðina. Sigurjón hefur
í tvígang reynt að fá málið tekið upp á
héraðsdómstigi en því var vísað frá í bæði
skiptin.
Lindsey og Sigurjón kynntust í Noregi
jólin 2007 og að sögn Lindsey urðu þau
bæði mjög ástfangin strax. „Að minnsta
kosti sagði hann það við mig,“ segir hún.
„Ég varð yfir mig ástfangin og eins og
við vitum er ástin blind,“ segir Lindsey.
Þau áttu í tveggja og hálfs árs sambandi,
að sögn Lindsey, en bjuggu í sitt hvoru
landinu, hann í Noregi og hún í Bret-
landi. Sigurjón kom hins vegar reglulega
í heimsókn til Lindsey til London og þau
voru stöðugt í símasambandi og tölvusam-
skiptum.
„Í byrjun árs 2009 fór Sigurjón að biðja
mig um lán. Ég var ástfangin af honum og
treysti honum fullkomlega,“ segir Lind-
sey. „Ég held að í upphafi hafi hann ekk-
ert ætlað sér að svíkja mig en þetta varð
mynstur. Hann bað mig sífellt um meiri
peninga sem hann sagðist alltaf ætla að
borga til baka,“ segir hún. „Ég var svikin
og rænd.“ Í maí 2009 komst Lindsey að því
að Sigurjón átti norska kærustu.
Lindsey greiddi símareikninga Sigur-
jóns og flugmiða víða um heim en hann
þurfti að ferðast mikið vegna starfs
síns. Á þessum tíma vann hann við gerð
kvikmyndar um Makedóníu. Auk þess
millifærði Lindsay reglulega umbeðnar
upphæðir inn á reikning hans í Noregi.
Í textaskilaboðum þeirra á milli, sem
Fréttatíminn hefur afrit af, biður Sigurjón
Lindsey um peninga til þess að eiga fyrir
daglegum þörfum. Hann segist ekki eiga
fyrir mat, né heldur kaffibolla.
Lindsey er einstæð móðir og fékk arf
eftir móður sína. Hún lifir af því að leigja
út herbergi í húsi sínu til stúdenta. Lán
hennar til Sigurjóns tæmdu arfinn sem
hún hafði meðal annars ætlað til að greiða
fyrir háskólanám dóttur sinnar sem byrj-
aði í háskólanámi í dansi síðastliðið haust.
Hún fjármagnar námið þess í stað með
lánum.
Í málsskjölum er að finna lista yfir milli-
færslur og greiðslur frá Lindsey til Sigur-
jóns. Þær eru allt frá því að vera þúsund
króna inneign í síma upp í rúmlega milljón
króna afborgun af íbúð Sigurjóns í Osló. Í
mars 2009 skrifaði Sigurjón upp á skulda-
viðurkenningu upp á fimm og hálfa millj-
ón króna og í október sama ár var skulda-
viðurkenningunni breytt í 12 milljónir.
Sigurjón vísar ásökunum Lindsey á
bug í samtali við Fréttatímann. „Hún var
samstarfskona mín og vinur á þessum
tíma og bauðst til að styðja mig við gerð á
þeirri kvikmynd sem ég var að vinna að á
þessum tíma gegn því að fá hlut í mynd-
inni,“ segir Sigurjón. Þau gerðu engan
samning þess eðlis. „Þetta var prívat
mál, okkar á milli. Ég mótmæli því sem
hún heldur fram. Við vorum ekki par, við
vorum vinir og samstarfsfélagar. Hún er
að reyna að koma höggi á mig með ásök-
unum sem ekki eru sannar. Hún fær hlut
sinn greiddan í myndinni þegar hún fer að
skila hagnaði,“ segir Sigurjón. Myndin sé
í klippingu núna.
„Henni var boðið eitt og annað fyrir
þessa peninga sem hún setti í þessa kvik-
mynd og fékk meðal annars staðfestingu
á því að hún ætti 30 prósent í myndinni,“
segir hann. „Málið er enn fyrir norskum
dómstólum að því leyti að ég get farið í
mál við hana fyrir þær röngu sakir sem
hún er að bera á mig og er lögfræðingur
minn að vinna í því,“ segir Sigurjón.
Sigurjón áfrýjaði dómnum til tveggja
norskra hérðasdóma, í Osló annars vegar
og Asker og Bærum hins vegar. Áfrýjan-
irnar bárust ekki innan tilskilins frest
og var vísað frá, meðal annars af þeim
sökum.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Ég var svikin og rænd
Bresk kona varð ástfangin af íslenskum manni í noregi og taldi ástina endurgoldna. tuttugu
milljónum síðar komst hún að því að hann átti aðra kærustu og fór að krefja hann árangurslaust
um endurgreiðslu á hinum fjölmörgu lánum sem hún hafði veitt honum.
Í mars 2009
skrifaði
Sigurjón
upp á
skulda-
viðurkenn-
ingu upp
á fimm og
hálfa milljón
króna og
í október
sama ár
var skulda-
viðurkenn-
ingunni
breytt í 12
milljónir.
Lindsey andrews varð yfir sig ástfangin af sigur-
jóni og lánaði honum stórar upphæðir.
sigurjón Einarsson
vísar ásökunum
Lindsay á bug og
segir þau einfald-
lega viðskipta-
félaga.
stjórnmál slegist um fyrsta sætið í reykjavík
Hanna Birna í varaformanninn
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun
gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu
Alþingiskosningar og stefnir jafnframt
á að bjóða sig fram til varaformanns
flokksins á næsta landsfundi sem hald-
inn verður fyrir kosningar, samkvæmt
heimildum Fréttatímans.
Ekki hefur enn verið tekin ákvörð-
un um hvort haldið verður prófkjör
í Reykjavík eða raðað á lista. Hanna
Birna mun bjóða sig fram gegn sitjandi
þingmönnum, Guðlaugi Þór Þórðarsyni
og Illuga Gunnarssyni þingflokksfor-
manni sem báðir ætla sér fyrsta sæti
listans. Guðlaugur Þór er sagður standa
sterkur að vígi verði ekki farið í próf-
kjör því hann eigi marga hauka í horni
í fulltrúaráði flokksins, sem raða myndi
á lista.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fráfar-
andi þingflokksformaður, hefur sýnt
áhuga á varaformannsstólnum eftir að
Ólöf Nordal tilkynnti nýverið að hún
ætli sér að hætta í pólitík. Heimildar-
menn Fréttatímans úr innsta kjarna
flokksins telja hins vegar ólíklegt að
Ragnheiður Elín hljóti kosningu til
varaformanns í ljósi þess að Bjarni
Benediktsson, formaður flokksins,
ákvað nýverið að setja hana af sem þing-
flokksformann. Ástæðan er sögð vera
samstarfserfiðleikar þeirra á milli sem
og trúnaðarbrestur sem varð þegar
Ragnheiður Elín ákvað að fylkja sér
ekki bak við formanninn í slagnum við
Hönnu Birnu fyrir ári. Með því að svipta
hana sæti þingflokksformannsins sé
Bjarni jafnframt að senda út þau skila-
boð til flokksmanna að þeir sem ekki
styðji hann geti vænst þess að það hafi
afleiðingar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar sér stóra
hluti í sjálfstæðisflokknum á komandi vetri.
Milljarði meira til
þróunarmála
í fjárlögum næsta árs er gert
ráð fyrir að hækka framlög til
þróunarmála um milljarð króna.
Breytingarnar skýrast einna
helst af hækkun framlaga í
samræmi við þingsályktun sem
samþykkt var í júní 2011 þar
sem gert er ráð fyrir að fylgt
verði tímasettri áætlun um
hækkun framlaga á tímabilinu
úr 0,21 prósent í 0,28 prósent
af vergum þjóðartekjum. Miðað
er við að á árinu 2013 verði
hlutfallið 0,25 prósent, að því er
fram kemur í fjárlögum. -sda
Flest ættleidd börn frá Kína
alls voru átján börn ættleidd til íslands á síðasta ári
og er það álíka mikill fjöldi og árið áður. tólf barnanna
voru frá Kína, jafnmargir drengir og stúlkur. Eitt
barn kom frá indlandi, eitt frá Kólumbíu og fjögur frá
öðrum löndum. Langflest voru tveggja ára og yngri.
-sda
Konur sem Kjararáð úrskurðar launin hjá eru að
mati velferðaráðuneytisins með tvö til þrjú prósent
lægri laun en karlarnir. Þetta kom fram í skýringum
velferðarráðherra til Jóhönnu sigurðardóttur for-
sætisráðherra sem hún óskaði eftir í kjölfar frétta
Fréttatímans um að Ástu Dís Óladóttur, framkvæmda-
stjóra Fríhafnarinnar hafi verið úrskurðað 85 þúsund
króna lægri mánaðalaun en karlinn fékk sem hún
tók við af. Kjararáð ákvað við kæru Ástu til Kæru-
nefndar Jafnréttisráðs að jafna launin og málið var
því fellt niður. Fréttatíminn hefur enn ekki fengið
gögnin sem forsætisráðherra fékk í hendur frá
velferðarráðherra, sem jafn-
framt er jafnréttisráðherra,
og fjármálaráðherra, en þetta
staðfestir Hildur Jónsdóttir
jafnréttisfulltrúi. Hún stað-
festir einnig að við svörin hafi
málið ekki farið lengra þar
sem ráðuneytið hafi ekki for-
ráð yfir úrskurðum Kjararáðs.
Hún segir hvern þann sem telji
sig hafa lægri laun vegna kyns
þurfa sjálfan að láta kanna
rétt sinn og stöðu. Það hafa nokkrar konur verið að
gera undanfarna mánuði en miðar hægt. - gag
Ásta Dís Óladóttir,
framkvæmdastjóra
Fríhafnarinnar.
2 fréttir Helgin 14.-16. september 2012