Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 26
SIMPLY CLEVER Umboðsmenn Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · Hekla Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði ŠKODA Superb er stærsti bíllinn frá Škoda og í skutbílsútgáfu er hann sérlega fjölhæfur. Farangursrýmið er með því stærsta sem gerist í þessum flokki bíla – 633 lítrar. Ef bak aftursætisins er lagt fram er plássið orðið 1.865 lítrar. Superb býður upp á þægindi sem gera hverja ökuferð að þægilegri upplifun fyrir alla. Þú getur til viðbótar verið ánægður með hagstætt verð og hagkvæmni í rekstri. Þegar stærðin skiptir máli – fyrir þig og allar þínar þarfir ŠKODA Superb Combi 2.0TDI kostar aðeins frá:* 4.920.000,- *Skoda Superb Combi 2.0TDI, 140 hestöfl, sjálfskiptur, dísil Líf þeirra Hönnu Sigurrósar Ásgeirsdóttur og Báru Sigurjónsdóttur tvinnaðist saman þegar sú síðarnefnda kom til að hjúkra dóttur Hönnu á heimili mæðgnanna. Í tíu ár kom hún og sinnti Svanfríði Briönu sem lést í maí, rúmlega tólf ára gömul. Stúlkan, sem kölluð var Svana, var með afar sjald- gæfan sjúkdóm sem sigraði hana að lokum. Hanna lýsir því hvernig þær Bára kynnt- ust vel með tímanum, hún hafi orðið partur af fjölskyldunni. Oft hafi þær rætt um hug- mynd Báru að miðstöð sem foreldrar lang- veikra barna með sjaldgæfa sjúkdóma gætu sótt til og lágu fullbúnar á teikniborðinu hjá henni og átti að framkvæma. „Þá skall kreppan á,“ segir Hanna sem lýsir baráttu sinni fyrir bættum lífsgæðum Svönu í veikindum hennar sem eilífum barningi við kerfið. „Ég fékk nóg í ágúst í fyrra. Ég var búin að tala fyrir miðstöðinni við Umhyggju og vildi tala við lækna og ekkert gekk. Ég ákvað að bjóða Elínu Hirst í kaffi og ræða við hana um þetta stuðn- ingsnet,“ segir Hanna en þær Elín þekktust frá því að fyrrum sjónvarpskonan greindi frá sögu mæðgnanna í sjónvarpsþættinum Fréttaaukanum á RÚV árið 2009. „Við höfðum ekki heyrst lengi þegar ég hringdi í hana. En ég útskýrði hvað ég vildi og sagði henni að ég legði allt mitt traust á hana. Ég kom henni í samband við Báru Sigurjóns og Elín leysti verkefnið snilldar- lega. Hún talaði við „Gróurnar“ Á allra vörum og boltinn fór að rúlla.“ Hanna segir að stuðningsmiðstöð fyrir foreldra og langveik börn þeirra hefði skipt þær mæðgur miklu. Tíminn sem hún hafi eytt í að viða að sér þekkingu sé ómældur. Marga mánuði hafi til að mynda tekið að fá lækni til að lýsa sig vanhæfan hér heima svo hægt væri að fá erlendan skurðlækni til að koma hingað og skera á æxli Svönu. „Hún var hætt að geta kyngt og [lækn- arnir] ætluðu ekkert að gera. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en þá að það væru forrétt- indi að fá að kyngja.“ Hún er gagnrýnin á íslenska heilbrigðis- kerfið og segir for- eldra hafa líf þessara veiku barna sinna í höndum sínum. Engin eftirfylgni eða eftirlit sé með þeim. „Við foreldrarnir þurfum að vera á tán- um og láta læknana vita þegar tími er kominn til að sinna barninu á sjúkra- stofnun. Og öll viljum við að samskipti við spítalann gangi smurt.“ Það myndi auðvelda líf foreldr- anna mikið að hafa fagmanneskju með sér á slíkum fundum. Rúmir fjórir mánuðir eru síðan Hanna missti dóttur sína. Hún saknar hennar. „Við foreldrar erum fljótir að aðlagast. Það sem fólki fannst rosalega mikil umönnun verður rútína. Núna er engin rútína. Ég hef ekk- ert nema tíma. Ég upplifi mig í svartholi. Endalaus tómleiki. Svo situr maður uppi með stoðverki og annað. Nú er ég að vinna mig upp líkamlega enda svaf ég aldrei heila nótt í öll þessi ár, áhyggjur og barátta við kerfið hafa tekið sinn toll,“ segir móðirin sem er uppspretta átaksins í ár og mun sitja í foreldraráði miðstöðvarinnar. - gag  Uppspretta átaksins Hanna sigUrrós ásgeirsdóttir Saknar dóttur sinnar og finnur til tómleika Hanna og nærri sjö ára dóttir hennar, Álf- rún Embla Jónsdóttir, með mynd af Svanfríði Briönu í fanginu. Mynd/Hari Einn að pumpa lífi í soninn „Á þessum stutta tíma er mettunin kom- in niður í þrjátíu – mjög slæmt – þegar ég kem inn í herbergi er hann orðinn alveg blár. Ég ríf af honum öndunarvél- ina, set varavélina á, hélt að vélin hefði bilað. Það fór allt á sömu leið. Síminn var frammi og ég stóð þarna einn. Ég gat ekki hlaupið fram til að sækja sím- ann. Ég varð að bregðast við. Hann var að fara þarna. Ég hélt ég væri að missa hann, gríp í belginn, náði honum upp með belgnum. Hann var lengi, lengi að koma til baka og hann var hvítari en veggurinn langt fram á nótt og ég var náttúrlega vakandi alla nóttina að fylgj- ast með honum. En þetta gekk upp og í dag er ég að sækja um öryggishnapp eftir þetta atvik. Þá þarf ég ekki að hlaupa fram í símann. Þá ýti ég á takk- ann og fæ sendan sjúkrabíl.“ Hann má hvorki hika eða klikka á réttu handtökunum. „Ég get þurft að rífa túbuna úr og fara varaleiðina niður munn eða nef. Handtökin verða að vera 100%. Ég verð að vera eins og færustu læknar. Ég er eini maðurinn sem skipti um túbu hjá honum á móti einum háls-, nef- og eyrnalækni. Og ég er lærður bílstjóri,“ segir hann og vann þar til í maí að hann varð heimavinnandi með Keran. Annað var ekki hægt. „Ég er búinn að læra gríðarlega mikið. Enda er ég að hugsa um að læra sjúkrabílstjórann eftir þetta. Ég held að þessi þekking sem ég hef aflað mér með Keran eigi eftir að nýtast mér mik- ið. Við foreldrar hans vorum krakkar þegar við kunnum skyndihjálp á ung- börnum. Við kunnum það reiprenn- andi enda búin að gera þetta mörgum sinnum.“ Treystir ekki Barnaspítalanum Óli er vongóður um að Keran þrauki enn um sinn. „En ég hef trú á því að hann eigi eftir að taka nokkur ár í við- bót. Mér finnst það einhvern veginn á honum,“ segir hann. „En haustið og veturnir eru alltaf erfiður tími upp á allar þessar pestar og leiðindi, veður og annað. Þetta er óttalegur fangelsis- tími. Maður fer ekki mikið, nema hugs- anlega með hann í Kringluna. Það er of kalt. Ég var einmitt að segja í dag hvað væri ljúft að eiga hús á Flórída. Þá hefði hann það gott, því hann hefur gaman af því að láta þvælast með sig. Hann hefur ekkert gaman af því frekar en aðrir að að hanga alltaf inni horfandi á sjónvarpið.“ Þannig hafa þeir feðgar farið víða í sumar. Keran í hjólastól með öndunar- vélina með í sér. Óli sýnir myndir af þeim í berjamó, steikjandi sól við Silfru á Þingvöllum, við klettana hjá Reykja- nesvita, á bryggjunni í Nauthólsvíkinni, uppi í Hallgrímskirkjuturni. „Það verð- ur að kynna hann fyrir lífinu.“ Sigrún hjúkrunarfræðingur bendir á að ein sýking geti farið með Keran. „En hann hefur staðið sig vel síðustu vetur. Hann kemur manni alltaf á óvart,“ segir hún. „Já,“ segir Óli. „Fyrsti veturinn var mjög erfiður og mikið um [mettun- ar]föll. Við áttum eiginlega heima uppi á spítala. Við vorum uppi á gjörgæslu í sex vikur og annað eins á Barnaspítal- anum. En síðan þá hefur þetta geng- ið ótrúlega vel. Enda gott starfsfólk í kringum hann. Það er rosalega gott að- hald með öllu sem tengist heimilinu,“ segir Óli en bendir á að deila megi á ýmislegt í kerfinu. Hann segir til dæmis frá því að hann treysti ekki Barnaspítal- anum lengur. Þar hlaupi starfsfólkið svo hratt, sé svo fátt og niðurskurðurinn svo mikill að hann treysti því ekki að sonur sinn sé undir því stöðuga eftir- liti sem hann þurfi. „Ég fer frekar með hann heim en hafa hann þar,“ segir hann en tekur fram að hann treysti gjörgæslunni vel. Toppfólk með Keran „En fólkið í kringum Keran sinnir 26 á allra vörum Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.