Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 41
 5ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2012 1,2 kg blandað íslenskt grænmeti eftir smekk, t.d. paprika, blómkál, spergilkál, sveppir, tómatar) 1 msk smjör eða olía 1 msk ferskt timjan, saxað, eða 1 tsk þurrkað 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 3 egg 250 ml matreiðslurjómi nýmalaður pipar salt 1 ostarúlla með hvítlaukspipar frá Ostahúsinu 100 g rifinn ostur hvítkál Grænmetisgratín Vissir þú ... að rófa geymist fersk í allt að þrjá mánuði í kæli ? ... að rófa er hitaeiningasnauð og góð uppspretta trefja ? ... að í rófu er mjög mikið af C-vítamíni ? ... að rófa er oft kölluð appelsína norðursins ? ... að rófa er mjög hollur og góður aukabiti ? ... að rófa verður fersk að nýu ef hún er látin liggja í ísvatni í nokkrar mínútur ? ... að rófa var notuð í stað graskerja á hrekkjavöku í Evrópu á árum áður, þegar grasker voru ekki fáanleg ? Víkingar komu með hvítkálið til Norður-Evrópu Hvítkál hefur verið þekkt við suðaustanvert Miðjarðarhafið í um 5 þúsund ár. Það var ræktað á dögum Forn-Egypta mörg þúsund árum fyrir Kristburð, bæði til matar og ekki síður vegna lækningamáttar. Með Rómverjum barst það til Mið-Evrópu og síðan með víkingum til Norður- Evrópu þar sem það hlaut heitið kál eftir latneska heitinu Caulis. Ræktun hvítkáls verður ekki almenn hér á landi fyrr en um miðja síðustu öld. Innlend framleiðsla er á bilinu 400 – 700 tonn á ári. Hvítkál er náskylt öðrum káltegundum svo sem kauðkáli, blöðrukáli, rósakáli, blómkáli og spregilkáli. Eins og flestar káltegundir er hvítkál í raun stórt brum þar sem blöðin sitja á stuttum stöngli og leggjast hvert yfir annað og mynda höfuð. Þetta er tvíær tegund og seinna árið teygist úr stönglinum og plantan blómstrar gulum blómum í klasa. Oft má sjá að stöngulinn hefur lengst á káli sem hefur verið lengi í geymslu. Íslenskt snemmsprottið hvítkál kemur á markaðinn um miðjan júlí en það hefur takmarkað geymsluþol og þarf því að seljast jafnóðum. Seinsprottið kál er uppskorið í september og október og geymist fram í lok febrúar. Íslenskt hvítkál er því fáanlegt frá því um miðjan júlí fram í lok febrúar. Á blöðum hvítkáls myndast vaxlag sem gerir það geymsluþolið. Þrátt fyrir nafnið á hvítkál ekki að vera hvítt á litinn heldur grænt eða ljósgult. Blöðin verða ljósari eftir því sem þau sitja innar í höfðinu. Lögun höfuðsins er allbreytileg. Litur höfuðsins á að vera jafn og ekki má bera á áverkum eða gulnun á ytra borði. Höfuðin eiga að vera þéttvaxin og blöðin stíf og safarík, ekki má bera á linum blöðum og blaðstilkum. Næringargildi Hvítkál er meðal mikilvægustu grænmetistegunda sem við neytum. Það er trefjaríkt og mikilvæg og ódýr uppspretta A og C-vítamína auk þess er í kálinu fólasín, kalk og kalíum. Eins og hjá öðrum káltegundum eru það ystu blöðin sem eru næringarríkust og því grænni sem þau eru þeim mun meira er í þeim af vítamínum og járni. Hvítkál er ómissandi hluti af hollu og fjölbreyttu fæði. Í 100 gr af hvítkáli eru aðeins 30 hitaeiningar ( kcal). Geymsla Hvítkál geymist vel í kæli og gallalaus höfuð af snemmsprottnu káli ættu að geta geymst í nokkrar vikur í kæli við 0 – 5°. Seinsprottið kál geymist enn lengur eða allt á 5 mánuði ef hitinn er rétt yfir frostmarki og rakinn mikill. Kál er viðkvæmt fyrir etýlen en það veldur því að blöðin gulna og detta af. Tómatar, epli og perur gefa t.d. frá sér etýlen. Ofninn hitaður í 200°C. Grænmetið skorið fremur smátt niður. Spergilkál og blómkál er gott að forsjóða í nokkrar mínútur og ef notaðir eru tómatar er gott að skafa fræin úr þeim svo að gratínið verði ekki eins blautt og ella. Eldfast mót smurt með smjöri eða olíu, grænmetinu blandað saman ásamt timjaninu og hvítlauknum og það sett í mótið. Egg, matreiðslurjómi, pipar og salt hrært saman í skál og síðan hellt yfir grænmetið – það ætti næstum að fljóta yfir en ef mikið vantar upp á það má bæta við meiri eggjum og rjóma. Ostarúllan skorin eða klipin í bita og dreift yfir og að lokum er rifna ostinum stráð yfir. Sett í ofninn og bakað í um hálftíma, eða þar til eggjablandan hefur stífnað og yfirborðið er fallega gullinbrúnt. - NR Sellerí hefur verið ræktað í mörg hundruð ár á Ítalíu. Garðyrkjubændur þar glímdu lengi við að losa selleríið við efni sem gerir það beiskt á bragðið. Til að losna við það var nauðsynlegt að binda utan um stilkana t.d. pappa til þess að varna því að sólarljósið skíni á þá. Þannig tókst þeim ætlunarverk sitt og selleríið varð bragðbetra. Þá er lyktin af plöntunni ekki eins sterk. Smám saman tókst bændum að rækta yrki sem ekki þarf að verja gegn sólarljósi. Sellerí er mjög gott að hafa með ýmsum tegundum af ostum. Þá er það alveg ómissandi í hrásalatið svo ekki sé minnst á Waldorfsalatið með hátíðamatnum. Næringargildi Sellerí er auðugt af vítamínum og steinefnum. Í því eru A, B,C og E vítamín, fólasín, kalk, kalíum og járn. Það er mjög hitaeiningasnautt, aðeins eru 20 hitaeiningar (kcal) í 100 g. Geymsla Sellerí er geymsluþolið og geymist hún í allt að 2 vikur í kæli, 0 – 2 °C. Það þarf að búa þannig um selleríið að það tapi ekki raka t.d. setja í plastpoka eða nota plastfilmu. sellerí Mikill og vaxandi áhugi hjá neytendum hvetur íslenska garðyrkjubændur til að gera enn betur. Það eru tengslin við neytendur sem er lykilinn að áframhaldandi uppbyggingu og árangri“, segir Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Gunnlaugur er fæddur og uppalinn á Flúðum í Hrunamannahreppi. Hann hefur lifað og hrærst innan um garðyrkjuna frá því að hann man eftir sér. Snemma byrjaði hann að vinna í gróðurhúsum foreldra sinna og einnig var hann liðtækur í útiræktinni. Hann þekkir því mjög vel til þeirrar vöru sem hann vinnur við að koma til neytenda. Eftir nám í Menntaskólanum á Laugarvatni valdi Gunnlaugur að nema ferðamálafræði og síðar alþjóðamarkaðsfræði. Gunnlaugur tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Sölufélagi garðyrkjumanna árið 2002 og hann hefur því stýrt þeirri uppbyggingu sem orðið hefur í markaðs- og sölumálum í tæpan áratug. „Fljótlega eftir að ég kom til starfa ákváðum við að taka upp samræmdar merkingar á grænmeti. Rekjanleiki vörunnar beint til framleiðanda er kjarninn í því sem garðyrkjubændur hjá Sölufélagi garðyrkjumanna hafa unnið að. Þetta er mjög mikið aðhald fyrir bændur sem huga enn betur að gæðamálum, á þeim byggist allt okkar starf “, segir Gunnlaugur. Gunnlaugur bendir á að íslensk garðyrkja sé gjaldeyrisskapandi og greinin sé farin að skipta miklu fyrir þjóðarbúið. „Við framleiðum holla gæðavöru hér heima og getum því nýtt gjaldeyrinn í að flytja inn aðrar auðsynjar, sem við getum ekki framleitt hér á landi“, segir Gunnlaugur. Hann leggur áherslu á að sífellt sé hugað að nýjungum og fjöldi tegunda hafi farið vaxandi ár frá ári. Garðyrkjubændur rækta nú um 30 tegundir af grænmeti og eru sumar fáanlegar allt árið. „Á hverju ári koma einhverjar nýjungar og við viljum þakka okkar góðu viðskiptavinum fyrir hlut þeirri í þeirri þróun. Við fáum fjölmargar ábendingar um nýjar leiðir til að matreiða grænmeti allt frá nýjum grilluppskriftum til safa og þeytinga“. Gunnlaugur segir að vörumerkið „Íslenskt grænmeti“ hafi náð að festa sig í sessi þannig að nú geta viðskiptavinirnir gengið að því vísu að þeir séu að fá úrvals grænmeti ef þeir velja vöru sérmerkta íslenskum garðyrkjubændum. „Neysla á grænmeti hefur aukist jafnt og þétt en betur má ef duga skal ef marka má þau viðmið sem Landlæknir hefur gefið út. Samkvæmt þeim þurfa landsmenn að taka sig verulega á og auka grænmetisneyslu sína töluvert. Möguleikarnir á því að auka ræktun á Íslandi eru fyrir hendi en það sem helst hefur hamlað vexti í greininni eru mjög ósanngjarnar gjaldskrár á flutningi á rafmagni. Við treystum því að við náum að leysa gjaldskrármálin, það er allra hagur“. „Garðyrkjubændur leggja sig fram við að gera sitt besta til að landsmenn fái úrvals grænmeti og við sem störfum með garðyrkjubændum við að koma vöru þeirra á framfæri þökkum landsmönnum fyrir frábærar móttökur á íslensku grænmeti“, segir Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. „Þökkum landsmönnum fyrir frábærar móttökur á íslensku grænmeti“ -segir Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. leið og kröftuga að næra sig með þeytingum (smoothies) og söfum t.d. í morgunmat, sem millibita eða sem kvöldverð. „Bregðið á leik og notið allt það ferska og góða íslenska hráefni og þið finnið munin“. Einn sem dansar Rauðrófur eru vinsælar og er það gott, því þær eru stútfullar af vítamínum og trefjum. Hérna kemur safi sem dansar. 2 rauðrófur skrældar 1 epli 100 gr. af bláberjum 1 cm. af engifer Allt hráefnið sett í safavélina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.