Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 14
Baðst afsökunar á eyðilögðum tónleikum Hljómsveitin Sigur Rós hefur beðist afsök- unar á tónleikum sínum á Bestival-hátíðinni á sunnudagskvöld. Tónleikarnir fóru fram í björtu, vegna krafna Stevie Wonder. Það eyðilagði sýninguna og upplifun aðdáenda hljómsveitarinnar sem mættir voru til að berja hana augum. Fjölgum karlkennurum Karlmennskan er alls konar H afið þið velt því fyrir ykkur hvað sonur ykkar hittir marga karlmenn á dag? Og hafið þið borið það saman við hversu margar konur verða á vegi dóttur ykkar? Leikskólakennarar eru almennt konur og sama á við grunnskóla- kennara. Leiðbeinendur á frístundaheimilum eru einnig flestir kvenkyns. Jú, íþróttaþjálfarar kannski, þó svo að reynsla mín sýni að meirihluti þeirra er ungar stúlkur. Drengirnir hitta flestir – þó ekki allir – föður sinn daglega. En hvað svo? Hverjar eru fyrirmyndir drengja? Karlmenn í fjöl- miðlum? Íþróttamennirnir og poppararnir? Hvað með þessar „venjulegu“ fyrir- myndir sem skipta svo miklu máli í að móta sjálfsmynd barna? Hvernig eiga stúlkur að geta mótað sér eðlilegar og heilbrigðar hugmyndir um karlmanninn þegar eini karlmaðurinn í lífi þeirra er pabbi þeirra? Skiptir ekki meira máli að fjölga körlum í kennarastétt en að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja? Hvort er mikilvægara fyrir börnin okkar – og fyrir samfélagið til framtíðar litið? Abigail Norfleet James, doktor í kennslusálfræði, er stödd hér á landi og hélt fyrirlestur í vikunni undir yfirskriftinni „Kynjamunur og heilinn: leiðbeiningar fyrir for- eldra“. Hún fór yfir rannsóknir sínar á kynjunum og hvernig heili þeirra þroskast á ólíkan hátt og hvernig nýta megi þessa þekk- ingu til að beita ólíkum kennsluað- ferðum á drengi og stúlkur í því skyni að nýta styrkleika þeirra til hins ýtrasta og vinna með veikleika þeirra. „Mjög ung börn sjá fullorðið fólk ekki sem fyrirmyndir. Það gerist ekki fyrr en við 12-14 ára aldurinn,“ segir Abigail. „Það er hins vegar samt sem áður mjög mikilvægt fyrir jafnt stúlkur og drengi að hafa karlkennara þó svo að það sé af ólíkum ástæðum. Drengir þurfa karlkennara því það er mikilvægt fyrir þá að sjá karlmenn í skólaum- hverfinu. Það gefur þeim leyfi til að standa sig vel í námi. Þeir þurfa að kynnast því að karlmennskan getur verið alls konar, ekki bara eitt, og það gera þeir með því að umgang- ast sem flesta karlmenn. Þeir þurfa hins vegar líka kvenkennara meðal annars vegna þess að þeir munu þurfa að vinna undir stjórn konu einn daginn,“ segir hún. „Stúlkur eru almennt með mjög rómantíseraða hugmynd um karl- mennskuna vegna þess hve þær hitta fáa karla. Þær dreymir um hinn fullkomna karl sem er eins og riddarinn á hvíta hestinum sem kemur og segir þeim hvað hann elski þær mikið. En raunveruleik- inn er ekki þannig. Þær þurfa að kynnast því að allir karlmenn geta verið úrillir og pirraðir, ekki bara pabbi. Þær þurfa að kynnast raun- verulegum karlmönnum,“ segir Abigail. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarHóll Teboð ungra sjálfstæðismanna Félagar í Sambandi ungra sjálfstæðis- manna boðuðu sókn gegn sósíalisma á veggspjaldi sem vakti mikla athygli. Að því er virðist þó aðallega hjá fólki sem telur sig eiga litla samleið með Sjálf- stæðisflokknum. Það er svo gaman að fara inn á FB í dag. Í hvert sinn sem ég rek augun í „sókn gegn sósíalisma“ plakat Susaranna fer ég að hlæja... Takk kæru börn... (hvað má maður vera gamall Susari?) Helga Vala Helgadóttir Slam dunk, SUS. Sunna Valgerðardóttir Æska landsins leggur ekki árar í bát. Það er gott að vita af þessu fallega, hughrausta æskufólki sem ber merki Íslands í hópi þjóðanna. Gott mál. Baldur Hermannsson HAHAHAHHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHA- HAHHAHA Margrét Gauja Magnúsdóttir HeiTuSTu kolin á kindur í háska Óvænt fannfergi og ofsaveður skall á fyrir norðan í byrjun vikunnar og fjöldi kinda lenti í sjálfheldu en gengið var í björgunaraðgerðir af alíslenskri einurð og festu. Aumingja aumingja blessuðu elsku litlu kindurnar,.... Elísabet Kristín Jökulsdóttir Já, tek undir með þér, aumingja kindurnar, en er fegin að þær eru í ull. Vona að hún haldi sem mest á þeim hita. Guðrún Kristjánsdóttir Rosalega er íslenska rollan harðgerð að þola þetta. Heimir Már Pétursson Var að heyra að bændur fyrir norðan vilji fá ríkisstjórnina norður til þess að aðstoða við leitina, þar sem hún væri einstaklega lagin við að finna annarra manna fé ;) ~ Anna Birgis Umvafinn kvenfólki Þegar dregið var um sæti í sal Alþingis leit Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hornsæti sitt hornauga en úr skák bætti að hann er þar umvafinn kvenfólki, Unni Brá Konráðs- dóttur, Guðfríði Lilju Grétars- dóttur og Ólínu Þorvarðar- dóttur. Góð vikA fyrir Guðlaug Þór Þórðarson alþingismann Slæm vikA fyrir Sigur Rós ÞEKKTU RÉTT ÞINN Á VINNUMARKAÐI. KÍKTU Á ASIUNG.IS ÞAÐ ER EKKI DÓNASKAPUR AÐ ÞEKKJA RÉTT SINN OG STANDA FAST Á HONUM ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ SEMJA UM ÞETTA FYRIR ÞIG! Hvað með þessar „venjulegu“ fyrirmyndir sem skipta svo miklu máli í að móta sjálfsmynd barna? 14 fréttir Helgin 14.-16. september 2012 vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.