Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 1

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 1
14.-16. september 2012 37. tölublað 3. árgangur 18 Borghildur Erlingsdóttir  viðtal UnnUr ösp stefánsdóttir hefUr sprUngið út á örfáUm árUm Gróa, Guðný og Elísabet Með líf fólks í höndum sér 22 Hafa safnað tvö hundruð milljónum viðtal LjósMynd/Hari síða 28 Ásgeir óli er ein- stæður faðir Pabbi veikasta barns landsins 24-27 Á allra vöruM íslenskt grænmetiSölufélag garðyrkjumanna hauSt 2012 Það kom aldrei annað til greina en að búa í sveit“ segir sigrún H. Pálsdóttir garðyrkjubóndi á Flúðum. Hún er fædd og uppalin á Selfossi og segist ekki hafa haft áhuga á því að flytjast til Reykjavíkur. „Hugurinn stefndi alltaf í sveitastörfin“, segir Sigrún. Hún er eigandi garðyrkjustöðvar á Flúðum, sem ber nafn hennar, Garðyrkjustöð Sigrúnar. „Við stundum fjölskyldubúskap og vinnum saman að ræktuninni“. Sambýlismaður Sigrúnar, Þröstur Jónsson húsasmíðameistari, vinnur við stöðina og eins hafa börnin hennar þrjú gert það. Nú eru dæturnar tvær farnar að heiman og eru afla sér menntunar, en sonurinn Páll Orri, sem er í framhaldsskóla býr enn heima og er liðtækur við ræktunina.Sigrún er stærsti hvítkálsræktandinn hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, en frá henni fara um 120 tonn af hvítkáli á markaðinn á ári. Hún ræktar einnig kínakál, rauðkál, blómkál og spergilkál. „Í ár hef ég einnig sent grænkál á markaðinn, sem hefur verið vel tekið, enda sannkallað ofurfæði. Það var ræktað við hvern sveitabæ í áratugi, en svo dró úr ræktuninni, en landsmenn kunna nú að meta það á nýjan leik“. „Ég kynntist garðyrkjunni fyrst hjá tengdaforeldrum mínum á Reykjabakka í Hrunamannahreppi. Þar kviknaði áhuginn á garðyrkju og þau miðluðu til mín ómetanlegri þekkingu varðandi ræktunina. Ég vann einnig á Garðyrkjustöðinni Laxárhlíð í fjölda ára“, segir Sigrún. Sigrún byrjaði að rækta rófur á smá skika til að drýgja tekjurnar samhliða garðyrkjustörfum í Laxárhlíð. Smám saman urðu umsvifin meiri og hún fékk land við Reykjabakka, þar sem hún rekur nú garðyrkjustöðina með miklum myndarbrag. Sigrún hefur fylgst mjög vel með allri þróun og framförum í ræktun og hefur sótt sér viðbótarþekkingu meðal annars til erlendra ræktunarráðunauta. „Það koma hingað íslenskir og erlendir ráðunautar á hverju ári og líta yfir ræktunina. Við þiggjum öll góð ráð og nýtum okkur þau til að bæta ræktunina“, segir Sigrún.Garðyrkjubændur eru miklir veðurfræðingar, enda er afkoma þeirra sem eru með útiræktun háð veðri. „Það hafa orðið miklar breytingar á veðurfari á síðustu tíu til fimmtán árum. Undanfarin ár hefur verið þurrt og kalt á vorin og lítil spretta, en svo koma hlýindin og þá þarf að vökva vel til þess að eitthvað komi upp úr moldinni“, segir Sigrún. Garðyrkjustöðin fjárfesti nýlega í búnaði til að vökva garðana en einnig eru notaðir akrýldúkar til að breiða yfir þá meðal annars til að auka vöxt plantanna og verja þær fyrir klulda. „Það er alltaf mikil spenna í kringum þessa ræktun. Við eru algjörlega háð veðri og það getur nú brugðið til beggja vona þegar það er annars vegar“. Forvitnir útlendingar koma oft við þegar verið er að vinna út í görðunum og vilja vita hvernig hlutunum er hagað hérlendis. Sigrún segir að það sem veki mikla athygli útlendinga sé jarðhitinn og hreina vatnið sem íslenskir garðyrkjubændur hafa. „Við garðyrkjubændur ákváðum fyrir nokkrum árum að sérmerkja alla okkar uppskeru, þannig að fólk geti rakið grænmetið til þeirra sem rækta það. Þetta er gríðarlega mikið aðhald fyrir okkur og verður til þess að við erum alltaf vakandi fyrir því að bæta ræktunina og gera betur þannig að landsmenn séu ánægðir með grænmetið sem við sendum á markað. Þetta er einnig nauðsynlegt til að neytendur viti hvað þeir eru að kaupa, hvort um íslenska framleiðslu er að ræða eða erlenda“. kál í tonnatali - sérmerkt sigrúnu- hvítkál, blómkál, spergilkál, rauðkál, kínakál og grænkál gægjist upp úr moldinni á hverju sumri í Garðyrkjustöð Sigrúnar Gulrót Full af A-vítamíni Blómkál Boðar gæfu í draumi Hvítkál Í fimm þúsund ár Grænkál Íslensk ofurfæða ListakokkarMatgæðingarnir og listakokkarnir nanna rögnvaldsdóttir og Helga mogensen eru höfundar uppskrifa í blaðinu, sem henta við flest tækifæri. h a ri El sa B jö rg M a g n ú sd ó tt ir geymið blaðið sigrún h. Pálsdóttir, Þröstur jónsson og Páll Orri Þrastarson. Íslenskt ti Í miðju FrÉttatÍmans Stórleikkona fædd viðtal Bylgja Kærnested og kraftaverkin á hjartadeildinni Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona missti vatnið sex vikum fyrir tímann í sumar og eyddi síðan tíu dögum á vökudeild. Hún ólst upp í leikhúsi, foreldrar hennar eru þau Stefán Baldursson og Þórunn Sigurðardóttir, og hún var lengi í söngleikjum og hræddist álit annarra. En líkt og bróðir hennar segir þá komst hún yfir sjálfa sig með árunum og þroskaðist bæði í móðurhlutverkinu og í leikhúsi. Hún var valin leikkona ársins í fyrra. Fréttatíminn ræddi við hana um lífið og listina og allt annað en hvernig manninum hennar, Birni Thors, tekst að sameina leiklistina föðurhlutverkinu. Forstjóri Einka- leyfis- stofu Íslands- meistari í kraft- lyfting- um 70 dæGurMÁl JL-húsinu JL-húsinu Hringbraut 121 www.lyfogheilsa.is Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.