Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 78
Segðu það með
Borghildur Erlingsdóttir lögfræðingur í lyftingum
Kraflyftingameistari
stjórnar Einkaleyfastofu
Borghildur Erlingsdóttir, nýráðinn forstjóri Einkaleyfastofu, á að baki stuttan en glæsilegan feril
í kraftlyftingum. Hún hefur sankað að sér titlum og verðlaunum og er Íslandsmeistari í sínum
kvennaflokki í íþrótt sem hún byrjaði að stunda fyrir tilviljun fyrir þremur árum.
Borghildur æfir þrisvar í viku og alltaf seinni part dags. „Vegna þess að maður þarf helst að vera búinn að borða nokkrar mál-
tíðir áður en maður fer að lyfta svona þungu.“
l ögfræðingurinn Borghildur Erlingsdóttir er 42 ára. Hún starfað á Einkaleyfastofu frá árinu 1997 og var
skipuð í starf forstjóra í byrjun september.
Borghildur er einnig Íslandsmeistari í kraft
lyftingum kvenna í 57 kílóa flokki og gefur
ekkert eftir þegar hún tekur á stöngunum.
„Ég villtist bara í þetta sport fyrir tilviljun
þegar ég byrjaði hjá einkaþjálfara fyrir
þremur árum,“ segir Borghildur. „Það er
ekki lengra síðan en hann áttaði sig strax
á því að ég væri kannski með smá krafta í
kögglum og hvatti mig til þess að drífa mig
í keppni og ég fór á mitt fyrsta mót í maí
2010. Þá má segja að þetta hafi byrjað fyrir
alvöru og ég er búin að keppa á nokkrum
mótum. Nú síðast á Íslandsmeistaramótinu
í mars.“
Og árangurinn hefur ekki látið á sér
standa og Borghildur er búin að setja
nokkur met og krækja sér í nokkra titla.
„Ég er allt í einu búin að fylla hillurnar
inni í stofu af bikurum,“ segir Borghildur
sem var kjörinn Íþróttamaður Seltjarnar
ness árið 2011. Hún hafði einnig forgöngu,
ásamt æfingafélögum sínum, um að Grótta
á Seltjarnarnesi stofnaði kraftlyftingadeild
sína en um sextíu manns eru nú skráðir í
deildina. „Þetta hefur allt verið mjög óvænt
og skemmtilegt og þetta hefur undið alveg
ótrúlega upp á sig á Seltjarnarnesinu.“
Um helgina fer fram Íslandsmót í kraft
lyftingum. Borghildur ætlar þó að sitja hjá
að þessu sinni en hefur litlar áhyggjur af
titlinum sínum. „Það er einmitt Íslands
meistaramót núna um helgina. Ég ætla
reyndar ekki að keppa en þarna verða
fimmtán konur í keppni. Fjölgunin í þessu
sporti er búin að vera ótrúlega mikil og er
eitt það skemmtilegasta sem hefur komið
út úr þessu öllu saman. Ég mæti á mótið
til að aðstoða. En ég á ekki von á því að
metið mitt verði slegið,“ segir Borghildur
og hlær. Litla systir Borghildar keppir um
helgina í 57 kílóa flokki. Dóttir Borghildar
er einnig komin á kaf í lyftingarnar og
keppir í annað sinn um helgina en þær
mæðgur kepptu saman á Íslandsmótinu í
mars.
Borghildur segir kraftlyftingarnar vera
bestu líkamsrækt sem hún hefur kynnst.
„Mér finnst þetta frábær íþrótt og mjög
skemmtilegt sport. Maður er líka bæði
að keppa sem hluti af liðsheild og svo líka
stöðugt að keppa við sjálfan sig. Þetta er
ótrúlega gaman.“
Borghildur og félagar hennar æfa hjá
World Class á Seltjarnarnesi og njóta það
leiðsagnar þjálfara. „Við erum í raun bara
að gera þessar klassísku kraftlyftingaæf
ingar. Hnébeygju, réttstöðulyftu og bekk
pressu. Við njótum nákvæmrar leiðsagnar
og þetta er allt mjög fagmannlegt.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Mér finnst
þetta frá-
bær íþrótt
og mjög
skemmti-
legt sport.
listahátíð framkvæmdastjórinn sEgir upp í mótmælaskyni
Guðrún segir upp hjá Listahátíð
Guðrún Norðfjörð hefur sagt upp störfum sem
framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Upp
sögnin kemur í kjölfar þess að Hanna Styrmisdóttir
var ráðinn listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
„Ég er ekki sátt við niðurstöðu stjórnarinnar og
ákvað að segja upp í kjölfar hennar. Maður þarf að
geta verið af heilum hug í þessu starfi og ég er ekki
sannfærð að þetta hafi verið rétt ákvörðun stjórnar
innar,“ segir Guðrún.
Stjórn Listahátíðar ákvað í vor að auglýsa starfið
laust til umsóknar, þrátt fyrir að undanþáguákvæði
væri fyrir hendi um að ráða megi sitjandi stjórn
anda án auglýsingar. Hrefna Haraldsdóttir, sem
gegnt hefur starfi listræns stjórnanda Listahátíðar
undanfarin fjögur ár, var einn 23 umsækjenda um
stöðuna en hlaut ekki náð fyrir augum stjórnar.
Þær Guðrún hafa unnið lengi saman við skipulagn
ingu hátíðarinnar; Hrefna alls í tólf ár og Guðrún
síðustu sjö ár.
Guðrún, sem átti tvö ár eftir af sínum samnings
tíma, kveðst óska Hönnu Styrmisdóttur alls hins
besta í nýju starfi. Hún segist aftur á móti sannfærð
um að Hrefna hefði átt að fá hljóta starfið.
Kjartan Örn Ólafsson, stjórnarformaður Listahá
tíðar í Reykjavík, segir að stjórnin hafi talið rétt að
auglýsa starfið og vísar til áherslu um endurnýjun
og nýsköpun í skipulagsskrá hátíðarinnar. Hann
segir að Capacent hafi haldið utan um ráðningar
ferlið og þær Hrefna og Hanna hafi skarað fram
úr öðrum umsækjendum. „Hanna kynnti okkur
mjög spennandi framtíðarsýn sína á Listahátíð,
hún hefur víðtæka reynslu af stjórn menningarvið
burða, og skaraði fram úr hvað varðar menntun á
þessu sviði,“ segir Kjartan.
„Þessi niðurstaða kom mér og mörgum öðrum
á óvart en ég virði auðvitað niðurstöðu stjórnar
innar og óska eftirmanni mínum alls hins besta,“
segir Hrefna Haraldsdóttir. Hún segir að Listahátíð
hafi gengið vel undanfarið þrátt fyrir erfitt árferði,
peningamál séu í góðu lagi, aðsóknin hafi aldrei
verið betri og yngri gestum hafi fjölgað mikið. „Og
ég hef ekki tölu á öllum fimm stjörnu dómunum.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Guðrún Norðfjörð og Hrefna Har-
aldsdóttir láta báðar af störfum hjá
Listahátíð í Reykjavík. Ljósmynd/Hari
Árni gefur út
Ár kattarins
Árni Þórarinsson sendir frá sér
nýja spennusögu um blaðamann
inn Einar í næsta mánuði. Bókin
kallast Ár kattarins og heyrist því
hvíslað að meðal umfjöllunarefna
séu fjármál stjórnmálaflokkanna.
Það kann að vera einhverjum
áhyggjuefni því Árni hefur oft þótt
forspár um það sem koma skal
með umfjöllunarefnum sínum. Það
eru ekki bara aðdáendur Árna hér
á landi sem fagna útgáfunni því úti
í heimi bíða margir spenntir eftir
nýju efni frá honum. Bækur Árna
hafa selst í um 300 þúsund ein-
tökum um heim allan, samkvæmt
upplýsingum frá Forlaginu.
Kvartett í Kiljunni
Páll Baldvin Baldvinsson
hefur ákveðið að hætta sem
bókagagnrýnandi í Kiljunni
í Ríkissjónvarpinu. Sigrún
Stefánsdóttir hefur gengið frá
því að Kolbrún Bergþórsdóttir
heldur áfram í þættinum en
ekki duga færri en þrír til að
fylla skarð Páls. Þau eru Eiríkur
Guðmundsson, útvarpsmaður í
Víðsjá, og þau Þröstur Helgason
og Fríða Björk Ingvarsdóttir
sem árum saman héldu utan um
menningarumfjöllun Morgun-
blaðsins.
Vegleg veisla á Grillinu
Borgarfulltrúinn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
fagnaði fertugsafmæli sínu um síðustu helgi.
Þorbjörg bauð hundrað manns til veglegrar
veislu á Grillinu á Hótel Sögu á laugardags-
kvöld. Veislan var óformleg og skemmtu
gestir sér vel. Athygli vakti að aðeins tveir
félagar Þorbjargar úr borgarstjórn Reykja-
víkur voru á meðal gesta – þær Hanna Birna
Kristjánsdóttir og Sóley Tómasdóttir.
70 dægurmál Helgin 14.16. september 2012