Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 66
60 bíó Helgin 14.-16. september 2012 Hann er kannski búinn að klippa mig allan út.  Frumsýndar  Guðjón Pedersen alltaF Gaman að vinna með Baltasar v issirðu ekki af því að ég er kvik-myndastjarna?“ spyr Guðjón Peder-sen glaðhlakkalegur þegar hann er spurður hvað varð til þess að hann steig fram sem leikari í fyrsta sinn eftir langt hlé. „Ég hef ekki leikið í mörg, mörg, mörg ár. Balti fékk mig bara í þetta og ég veit ekkert. Hann er kannski búinn að klippa mig allan út,“ segir Guðjón sem útskrifaðist frá Leiklistar- skóla Íslands árið 1981 en er þekktari sem leikstjóri og leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu frá árinu 2000 til 2008. Guðjón og Baltasar hafa þekkst lengi og Guðjón segir alltaf gaman að vinna með leik- stjóranum. „Balti er alltaf Balti og er með ósköp gott hjarta,“ segir Guðjón. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni. Þetta var svolítið skrítið fyrir mig fyrst vegna þess að ég hef ekkert leikið síðan einhvern tíma á síðustu öld. En ég fór smám saman að fíla þetta og þegar kom að lokatökunni þá hugsaði ég með mér hvað þetta væri nú helvíti gaman.“ Ólafur Darri leikur sjómanninn Gulla, sem kemst einn lífs af þegar bátur hans ferst við Vestmannaeyjar. Með önnur stærri hlutverk fara Jóhann G. Jóhannsson, Stefán Hallur Stefánsson, Björn Thors, Þröstur Leó Gunnarsson, Walter Geir Grímsson, Þor- björg Halla Þorgilsdóttir, Theodór Júlíusson, María Sigurðardóttir og svo Guðjón sem slapp við að leika úti á hafi þar sem Baltasar, vinur hans, var svo almennilegur að ráða hann í hlutverk landkrabba, lækninn Erling. „Balti vildi að ég léki einhvern lækni sem rannsakar Darra eftir að hann kemst lifandi úr sjávarháskanum.“ Handrit Djúpsins er eftir þá Baltasar og Jón Atla Jónasson en handritið er lausbyggt á samnefndum einleik Jóns Atla. Djúpið var frumsýnt á Kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrir skömmu og hefur fengið prýðilega dóma. Hún er sögð kraftmikil mynd sem sýnir náttúruöflin í sínum svakalegasta ham. The Hollywood Reporter hrósar Baltasar sér- staklega fyrir raunverulegar senur frá sjávar- háskanum sem jafnist á við það besta hjá leikstjórunum James Cameron og Wolfgang Petersen sem báðir hafa sökkt skipum með tilþrifum á hvíta tjaldinu. Cameron í Titanic og Petersen í The Perfect Storm. Þessi tíðindi að utan hafa ekki farið fram hjá Guðjóni. „Maður les bara um Balta í blöðunum núna nema þegar maður hringir í hann svona stöku sinnum. Mér sýnist honum hafa tekist að gera þetta að fallegri mynd og held að það sé alveg rétt hjá honum að þeir at- burðir sem myndin byggir á sitji enn í hjarta stórs hluta þjóðarinnar.“ Biðin eftir frumsýningu á Djúpinu eftri Baltasar Kormák tekur loks enda þegar myndin hefur göngu sína í kvikmyndahúsum á Íslandi um næstu helgi. Myndin fjallar, eins og flestir vita, um einstakt afrek ungs Eyjamanns sem synti í land í ísköldum sjá eftir að bátur hans fórst árið 1984. Ólafur Darri Ólafsson leikur sjómanninn unga. En í myndinni skýtur einnig Guðjón Pedersen upp kollinum sem leikari í fyrsta sinn í háa herrans tíð. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Sýningar eru hafnar á írönsku kvikmynd- inni A Seperation í Bíó Paradís. Myndin er margverðlaunuð og hlaut meðal annars Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin fyrr á þessu ári. Þá er hún fyrsta myndin frá Íran sem hlýtur Golden Globe- verðlaunin í flokki erlendra mynda og einnig sú fyrsta sem hlýtur tilnefningu til BAFTA-verðlaunanna. A Seperation segir frá hjónum í Íran sem standa framm fyrir erfiðum ákvörðunum. Eiginkonan Simin vill flytja frá landinu ásamt eiginmanni sínum, Nader, og dóttur þeirra. Nader vill aftur á móti ekki skilja alzheimers-veikan föður sinn eftir í Íran þannig að Simin bregður á það ráð að fara fram á skilnað. Simin flytur heim til foreldra sinna en dóttir þeirra hjóna ákveður að vera eftir hjá föður sínum og við taka atburðir sem eiga eftir að draga dilk á eftir sér. Aðrir miðlar: Imdb: 8.6, Rotten Tomato- es: 99%, Metacritic: 95% Hjónaband brestur í Íran Simin og Nader vilja fara hvort sína leið. Rannsakar Ólaf Darra í Djúpinu Guðjón Pedersen er ábúðarmikill í sínu fyrsta hlutverki í mörg ár en hann leikur lækninn Erling í Djúpinu.  riFF Heimildarmynd um vændiskonur í amsterdam Tvíburasystur stunduðu vændi áratugum saman Hollenska heimildarmyndin Ouwehoeren, eða Meet the Fokkens, frá síðasta ári hefur vakið umtalsverða athygli enda viðfangsefni hennar óneitan- lega áhugavert. Í myndinni rekja leikstjórarnir Gabriëlle Provaas og Rob Schröder sögu systranna Louise og Martine sem stunduðu vændi í rúm fimmtíu ár. Systurnar eru eineggja tví- burar og þekkt andlit í Rauða hverfinu í Amsterdam. Þær byrjuðu í vændi þegar þær voru í kringum tvítugt, voru fljótar að losa sig undan oki dólga sinna, ráku eigið hóruhús og stofnuðu fyrsta óformlega verkalýðsfélag vændiskvenna. Í byrjun myndarinnar sýnir Martine glaðhlakkaleg klefann sinn í Rauða hverfinu en Louise hafði gefið sinn klefa frá sér skömmu áður en tökur á mynd- inni hófust þar sem gigtverkir voru farnir að gera henni lífið leitt. „Í gamla daga bankaði löggan á gluggann ef einhver stúlkan sýndi of mikið af ökkl- anum á sér, núna selja stelp- urnar kókaín út úr klefunum sínum,“ segja þær systur sem bera sig vel þótt þær dragi enga dul á að þær hefðu gjarnan viljað finna sér annað ævistarf en vændið. Meet the Fokkens verður sýnd á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík sem hefst síðar í þessum mán- uði og til stóð að bjóða gömlu konunum til landsins, af því tilefni, og fá þær til að sitja fyrir svörum áhorfenda. Því miður reyndust þó launakröfur þeirra kvikmyndahátíðinni ofviða. Louise og Martine Fokkens seldu aðgang að líkama sínum í Rauða hverfinu áratugum saman og segja sögu sína í Meet the Fokkens. Núna selja stelpurnar kókaín út úr klefun- um sínum. Resident Evil: Retribution Milla Jovovich gefur ekkert eftir í baráttu sinni við ógeðslega mannætu uppvakninga og mætir nú til leiks í fimmtu Resident Evil-myndinni. Paul W.S. Anderson (Event Horizon, Alien vs. Predator) stjórnar hamagang- inum að þessu sinni en hann hefur verið með puttana í flestum Resident Evil-myndunum og býður nú upp á hasarinn í þrívídd. T-vírusinn heldur áfram að breiðast yfir heimsbyggðina og breyta fólki í uppvakninga og sem fyrr er Alice, sem Milla leikur, eina von mannkyns og má hafa sig alla við í baráttunni. Aðrir miðlar: Imdb: 7.1, Rotten Tom- atoes: - Metacritic: - The Campaign Gamanleikararnir Will Ferrell og Zach Galifianakis takst á í The Campaign þar sem Ferrell leikur þingmann sem hefur fullan hug á að halda sæti sínu. Voldugir forstjórar vilja hins vegar losna við hann og tefla einfeldingi, sem Galifianakis leikur, gegn honum. Ferrell verst með kjafti og klóm og grefur undan mannorði mótframbjóðandans sem ákveður að svara í sömu mynt. Þar með hefst kostuleg barátta þessara ólíku manna og kosningastjóra þeirra og eina spurningin er hve langt þeir eru tilbúnir að ganga til að eyðileggja hvor fyrir öðrum. Aðrir miðlar: Imdb: 6.4, Rotten Tomatoes: 66%, Metacritic: 50% MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn Sjá sýningartíma á BIOPARADIS.IS og MIDI.IS SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS! TILNEFND TIL KVIKMYNDAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS MEISTARAVERK SEM HLAUTÓSKARINN 2012 SEM BESTA ERLENDA MYNDIN A SEPERATION
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.