Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 70
Hugmyndin
að ljóðinu
Dauðastundin
kom til dæmis
bara þegar ég
var að horfa á
Nágranna.
Sigfríð ÞóriSdóttir ÆviSaga í ljóðum
S igfríð segir ævi sína hafa verið „ansi kar-míska“ og nánst eins og hægfara kross-festingu. „En ég kaus þetta sjálf áður en
ég kom til jarðarinnar.“ Sigfríð segir í inngangi
Óperu sálarinnar frá fyrri lífum sínum sem hún
fékk innsýn í með hjálp dulfræða og að hún hafi
lifað áður á Íslandi og þá verið brennd á báli sem
„grasagudda“. Og nú er hún aftur hingað komin
sem kryddframleiðandi.
„Hluti af ljóðunum fossaði bara fram þegar
ég var í Hveragerði að jafna mig eftir uppskurð
vegna heilablæðingar. Þessi ljóð eru óþýðanleg
á íslensku þannig að ég lét þau fylgja með á
ensku,“ segir Sigfríð sem gefur Óperu sálarinnar
út á báðum tungumálum.
„Ég hélt ég væri búin að missa skáldagáf-
Ljóðin flæddu
fram eftir
heilablæðingu
Dauðastundin
Óframkvæmdir
draumar eru
minnislisti
gærdagsins
Sigfríð segist hafa verið með allt aðra hugmynd um titil á bókina. „En svo var ég að
horfa á breska bíómynd, In the Loop, í sjónvarpinu. Ég fór fram í eldhús og þá kom
alveg yndisleg tónlist og þá laust orðunum „ópera sálarinnar“ niður í hausinn á mér.
Kannski verður bara gerð ópera um þetta allt saman,“ segir Sigfríð. Mynd Hari
Bók E L James, Fimmtíu gráir skuggar, hefur
selst vel hér á landi. Tíu þúsund eintök hafa
verið pöntuð úr prentsmiðju.
BókSala fimmtíu gráir Skuggar rjúka út
Tíu þúsund eintök prentuð af „mömmuklámi“
Höskuldur
Daði
Magnússon
hdm@
frettatiminn.is
„Þessi bók virðist vekja almenna
ánægju. Maður heyrir það bara á vinnu-
staðnum. Þær eru að rabba saman um
þetta stelpurnar,“ segir Gunnar Ingi
Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hag-
kaups.
Hin umtalaða bók Fimmtíu gráir
skuggar eftir E L James kom út á ís-
lensku í síðustu viku. Bókin hefur
verið rifin út úr hillum verslana – fimm
þúsund eintök voru prentuð en For-
lagið, sem gefur bókina út, hefur þegar
pantað önnur fimm þúsund eintök.
Gunnar Ingi segir að yfir þúsund bækur
hafi selst í verslunum Hagkaups fyrstu
fjóra dagana eftir að bókin kom út.
„Við tókum mið af því að bókin hefur
selst mikið úti í heimi en þetta hefur
samt farið fram úr okkar vonum. Það
eru ekki margir titlar sem fara í yfir
þúsund eintökum utan jólavertíðar-
innar,“ segir Gunnar en skemmtilegar
uppstillingar í Hagkaupsverslununum
í tengslum við bókina vöktu talsverða
athygli.
Fimmtíu gráir skuggar er fyrsta bók-
in í þríleik. Sögurnar hafa vakið athygli
og umtal fyrir opinskáar kynlífslýsing-
ar þar sem BDSM-kynlíf kemur meðal
annars við sögu. Bækurnar eru gjarnan
kallaðar „mömmuklám“. Gunnar
Ingi kannast við áhyggjur af efni
bókarinnar. „Umtalið hefur almennt
verið mjög jákvætt. Maður er oft
smeykur um svona vöru sem kann
að lenda milli tannanna á fólki en
það hefur reynst ástæðulaust. Við
heyrðum af einni móður sem var að
labba um í verslun okkar með syni
sínum. Hún varð pínu skömmustu-
leg þegar strákurinn benti á bóka-
staflann og kallaði; „Mamma, mamma
þetta er bókin sem þú ert að lesa!“ En
fólk virðist almennt taka jákvætt í þetta,
það brosir út í annað í búðunum.“
Sigfríð Þórisdóttir er þekktust fyrir
kryddin sín sem hún hefur um langt
árabil selt undir merkjum Pottagaldra.
Hún lýsir sjálfri sér sem alkemista og
dulfræðingi og hefur nú fært litskrúð-
ugu ævisögu sína á letur í ljóðabókinni
Ópera sálarinnar. Þar kemur hún við
á ýmsum tilverustigum en ljóð hennar
runnu mörg hver upp úr henni á ensku á
meðan hún var að jafna sig eftir heila-
blæðingu.
67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent okt.-des. 2011
62 menning Helgin 14.-16. september 2012