Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 4
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI • Stærð: 149 x 110 x 60 cm Er frá Þýskalandi ÚTSALAN ER HAFIN YFIR 40 GERÐIR GRILLA Á ÚTSÖLUNNI 39.900 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 ÚTSALA Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Hjólaævintýri fjölskyldunnar Boðið verður upp á hjólreiðaferðir með leiðsögn undir yfirskriftinni „hjólaævin- týri fjölskyldunnar“ á sunnudaginn, 16. september. Hjólað verður frá þremur upp- hafsstöðum á höfuðborgarsvæðinu á milli vatnavinja þar sem áhugasamir fræðimenn segja frá náttúrufyrirbærum á svæðinu. Hjólaævintýrin hefjast klukkan 10.30 og þeim lýkur í Árbæjarsafninu klukkan 14, en þar tekur við hátíðardagskrá umhver- fisráðuneytisins í tilefni Dags íslenskar náttúru. Upphafsstaðirnir hjólaleiðanna eru við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, Ástjörn í Hafnarfirði og í Álafosskvosinni Mosfellsbæ. Hjólaævintýrin henta allri fjölskyldunni og eru þátttakendur hvattir til að hafa með eigið nesti, en jafnframt vakin athygli á íslenskum pönnukökum í Árbæjarsafninu. Að dagskránni standa Náttúruskóli Reykjavíkur, Landssamtök hjólreiðamanna, Landvernd, Hjólafærni á Íslandi, Fuglavernd og Framtíðarlandið. Leiðarlýsingu og kort hjólaleiðanna er að finna á vef Reykjavíkurborgar. - jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Suðlæg átt Sunnantil en auSt- lægari fyrir norðan. Víða rigning undir kVöld og fremur milt. HöfuðborgarSVæðið: SUðveStLæg Átt, SkýjAð og RigNiNg. SnýSt í norðlæga átt, fyrSt norðantil og rigning Víða um land. áfram fremur milt. HöfuðborgarSVæði : SNýSt Í NoRðLægA Átt og styttiR upp síðDegis. Vaxandi norðVeStanátt og úrkoma norðantil en þurt um SunnanVert landið. HöfuðborgarSVæðið: NoRðLæg Átt og SkýjAð Með köFLUM. Vætusamt um allt land Helgarveðrið einkennist af umhleypingum. Á morgun má búast við suðvestanátt suðvestan- til síðdegis með rigningu, en hægviðri og úrkomulausu veðri austantil fram á kvöld. Um landið norðvestanvert lítur út fyrir austlæga átt og úrkomu. Á laugardag snýst í norð- lægar áttir, rigningu eða súld fyrir norðan en vestlægar áttir og dálitla vætu allra syðst. Á sunnudag lítur svo út fyrir hægt vaxandi norðan og norðvestanátt með úrkomu norðantil, en þurrviðri syðra. Hiti á bilinu 1-10 stig, hlýjast S- og SA-lands. 6 5 5 5 7 8 7 7 6 9 6 5 5 4 7 elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is OYSTER PERPETUAL SUBMARINER DATE Michelsen_255x50_J_0612.indd 1 14.06.12 16:56  skólamál Bregðast þarF við vímueFnaneyslu og BrottFalli Margrét Pála vill útskrifa stúdenta Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjalla stefn- unn ar, vill brúa bilið milli grunnskóla og framhalds- skóla til að bregðast við þeim vanda sem blasir við fram- haldsskóla- nemendum, sem er vímu- efna neysla og brottfall. Hún vill taka við börnum 12 ára á efsta stig grunn skólans og skila þeim af sér með stúdents próf 18 ára. á fengisneysla íslenskra ungmenna byrjar í upphafi framhaldsskóla-göngunnar og fleiri hætta námi en í löndunum sem við berum okkur saman við. Tvöfalt fleiri börn neyta áfengis á fyrsta ári í framhaldsskóla en á síðasta ári grunnskól- ans, þriðji hver fyrsta árs nemi. Helmingur þeirra sem hefja nám í framhaldsskóla lýkur náminu á tilsettum tíma samanborið við ná- lægt 70 prósent í löndunum í kringum okkur. „Ætlum við að sætta okkur við að þriðj- ungur barna byrja í neyslu og að stór hluti lendir í brottfalli? Ég samþykki það ekki,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og stofnandi Hjallastefnunnar. „Ég vil tengja saman unglingastig grunnskólans og fram- haldsskólann því akkúrat við 16 ára aldurinn eru börn mjög viðkvæm. Þau eru í miðjum unglingafasa og eiga þá að kveðja skóla sem þau hafa haft öryggi sitt í og náð að varpa akkerum og stíga yfir í framhaldsskóla með fullorðnu fólki 19 og 20 ára og jafnvel eldra,“ segir hún. „Þau eru ennþá börn og eftir að sjálfræðisaldurinn var hækkaður í 18 ára er þessi umræða ekki síður tímabær.“ „Þarna missa þau mjög oft fótanna og byrja í neyslu sem er það hættulegasta sem hendir börn í okkar heimi. Þarna byrjar brottfallið. Stór hluti drengja nær ekki ár- angri og finnur sig ekki,“ segir hún. Margrét Pála auglýsir eftir sveitarfélagi sem hefur áhuga á að taka þátt í þróunar- starfi sem miðast að því að breyta umhverfi framhaldsskólabarna. „Mig dreymir um að tengja saman unglingastig og framhalds- skólann, að skólakerfin skarist og verði jafnframt samtengd. Við, í Hjallastefnunni, byrjum með okkar krakka 5 ára og myndi ég vilja getað útskrifað börn úr framhaldsskóla 18-19 ára,“ Í flestum löndunum í kringum okkur er framhaldsskólinn þrjú ár. Í Bretlandi og Bandaríkjunum útskrifast börn með stúd- entspróf úr grunnskólum 18 ára (Secondary School í Englandi en High-School í Banda- ríkjunum) og á Norðurlöndunum útskrifast stúdentar 19 ára. Í Ítalíu er skólaskylda til 18 ára aldurs, á Spáni er skólaskylda til 16 ára en börn geta haldið áfram í grunnskóla í tvö ár og lokið stúdentsprófi. Mikið hefur verið unnið í því undanfarin ár að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla og hefur verið brugðist við því með ýmsum hætti. „Nú þurfum við að skoða að gera hlut- ina öðruvísi og brúa bilið milli grunnskóla og framhaldsskóla þannig að við náum betri árangri. Ég vil taka við börnunum 12 ára inn á efsta stig grunnskólans og skila þeim af mér 18 ára með stúdentspróf. Ég er til ef eitthvert sveitarfélag og eitthvert afl undir sólu er tilbúið með okkur. Tækifærin eru óendanleg. Það þarf kjark og nýja hugsun í skólamálum,“ segir Margrét Pála. Sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Þarna missa þau mjög oft fótanna og byrja í neyslu. Margrét Pála Ólafsdóttir segir að tekist hafi að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla. Nú þurfi kjark og nýja hugsun til að gera slíkt hið sama varðandi framhaldsskólana. Mynd Hari opin fyrir öllum góðum hugmyndum „Við erum opin fyrir öllum góðum hugmyndum enda er engin ein leið rétt í skólamálum,“ segir katrín jakobsdóttir mennta- málaráðherra um hugmyndir Margrétar Pálu um að taka framhaldsskólann inn í grunnskólann og útskrifa nemendur með stúdentspróf 18 ára. „Ég minni hins vegar á að við fórum í róttækar breytingar á framhaldsskólakerfinu árið 2008 eftir víðtækt samráð við fagfólk. eitt af því sem þá var skoðað var hvort stytta ætti grunnskólann og niðurstaðan var að gera það ekki. við höfum hins vegar innleitt breytingar á borð við aukið samstarf við foreldra og aukið sérfræðiþjónustu við börn,“ segir katrín. Hún segir að þótt vissulega sé vímuefnaneysla ungmenna í framhaldsskólum áhyggjuefni stöndum við ágætlega í alþjóð- legum samanburði. „Auðvitað koma börn inn í annan kúltúr í framhaldsskóla en þau eru vön úr grunnskóla því þar eru saman lögráða einstaklingar og börn undir lögaldri. Hins vegar hafa skólarnir tekið á þessu með ýmsum hætti og margt hefur breyst til batnaðar á síðasta áratug,“ segir hún. -sda katrín jakobsdóttir menntamálaráðherra. 4 fréttir Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.