Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 54
46 bílar Helgin 14.-16. september 2012  ReynsluakstuR MeRcedes Benz B-class BílaR Peugeot 208 Skráning og upplýsingar á imark.is CUSTOMER EXPERIENCE AND CUSTOMER HAPPINESS Hádegisfyrirlestur með vörumerkjamsérfræðingnum Bernd Schmitt Í fyrirlestrinum leggur Bernd Schmitt fram þrjár mismunandi aðferðir til að breyta viðskiptavinum í trygga aðdáendur sem öll fyrirtæki geta tileinkað sér. „Einn besti og mest skapandi markaðshugsuður sem ég þekki, sérfræðingur í vörumerkjum, viðskiptatryggð og skapandi áætlunum“ - Kevin Keller 19/09/12 Audi, Cadbury, Hilton Hotels, Motorola, IBM, Procter & Gamble, Vodafone Group, Vogue Magazine. Kraftmikil Sport-útgáfa Explorer Ford í Bandaríkj- unum hefur kynnt til sögunnar Sport útgáfuna af nýja Ford Explorer jeppanum, að því er fram kemur á síðu Brimborgar. Sport er fínasta útgáfa jeppans, með 3,5 lítra V6 EcoBoost vélinni. „Ford Explorer er venjulega útbúinn vél sem telst þó nokkuð öflug enda skilar staðalvélin 290 hestöflum. En það getur munað mikið um 75 hestöfl til viðbótar og sést það best á því að með V6 365 hestafla vél Ford Explorer Sport er bíllinn öflugri en V8 gerðirnar af Dodge Durango og Jeep Grand Cherokee. Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað sú að eldsneytisnotkunin er mun betri með öflugri V6 vél en með aflminni V8 vélunum,“ segir enn fremur. Eins og Fréttatíminn greindi frá í júlí var nýr Explorer kynntur hér í sumar, sjö manna jeppi með V6 bensínvél sem skilar 290 hestöflum. Eyðsla hans er 10, 3 lítrar á langkeyrslu. Bíllinn er búinn 6 gíra SelectShift sjálfskiptingu. É g er þessi týpa sem tek upplýstar ákvarðanir þegar ég kaupi hluti. Þegar kemur að því að endurnýja fjölskyldubílinn er því lagst í rannsókn- arvinnu. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef ekki oft keypt bíl – þrisvar. Fyrsta bílinn keypti ég 26 ára. Þá varð ég – því ég átti árs- gamalt barn og þurfti að fara langa leið í vinnu. Skódi varð fyrir valinu – hann var ágætur – og ég hafði ráð á honum. „Bíll er bara bíll og til þess ætlaður að koma manni milli staða,“ var mitt bílamottó á þessum tíma. En síðan eru liðin ansi mörg ár. Börnunum hefur fjölg- að, ábyrgðin aukist í samræmi við það og bensínverðið hækkað. Og hækkað. Í dag er það öryggið sem skiptir mestu máli – og að bíllinn sé sparneytinn. Hvorttveggja á við um hinn nýja Mercedes Benz B-Class sem ég prófaði í vikunni. Hann eyðir – í alvörunni – helmingi minna bens- íni en bíllinn minn, Volkswagen Sharan árgerð 2005, um 5 lítrum á hundraðið í innanbæjarakstri. Þetta skiptir máli. Ég myndi spara 30 þúsund krónur á mánuði í bensínkostnað ef bíllinn minn eyddi svona litlu. Það eru ekkert stuttar vegalengdir sem foreldrar með ung börn í Reykjavík þurfa að keyra í viku hverri ætli þau að leyfa börnum sínum að stunda íþróttir og tómstundir. Það er bara mýta að hægt sé að búa í miðborginni bíllaus. Íbúðin er við Ráðhúsið, leikskólinn í Þing- holtunum, skólinn í Öskjuhlíð, fimleik- arnir á Seltjarnarnesi, fótboltinn í Hlíðar- enda, vinnan í Sætúninu og Krónan úti á Granda. Ekki séns að fara þetta á hjóli. Til þess þarf miklu meiri skipulagshæfileika og aga en ég hef yfir að búa. En aftur að bílnum. Hann er sem sagt sparneytinn. Flott. Hann drepur til að mynda á sér í kyrrstöðu þegar hann er orðinn heitur og startar sér aftur þegar fóturinn er tekinn af bremsunni. „Vá, þetta er svona Herbie-bíll,“ sagði maðurinn minn þegar ég lýsti því fyrir honum að bíllinn hafi farið sjálfur í gang eftir nokkra stund í kyrrstöðu fyrir utan Valsheimilið. Sennilega vegna þess að vélin var að kólna of mikið. En það er dáldið málið. Þetta er pínulítið töfrabíll. Hann gerir alls konar hluti fyrir mann. Hann er „grænn“ og því er hægt að leggja honum ókeypis í miðborginni. Frábært. En hann er líka eins öruggur og bílar geta orðið. Fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í virtu árekstr- aprófi. Það skiptir máli. Hann er með loftpúða út um allt og alls konar búnað sem gerir hann öruggari í keyrslu. Svo er hann svo klár að hann „lærir“ hvernig maður keyrir og bregst við ef maður fer að keyra eitthvað öðruvísi en venjulega, til dæmis ef maður gæti hafa sofnað undir stýri. Þá vekur hann mann með bípi. Sko, þetta er töfrabíll. Og svo hjálpar hann manni að koma í veg fyrir að mað- ur keyri of hratt. Hægt er að stilla bílinn þannig að hann fari ekki yfir tiltekinn hraða, til dæmis 90 á vegum úti. Þá þarf maður ekki alltaf að vera með augun á hraðamæl- inum. Snilld. Og svo getur hann auðvitað haldið fyrir- framgefnum hraða sem er oft þægilegt. Handbremsan krefst ekki lengur hand- afls. Nú er bara ýtt á lítinn takka vinstra megin við stýrið og „voila“: bremsan á og fer sjálfkrafa af þegar keyrt er af stað. Bíllinn reyndist vel í þessu skutli. Hann er ágætlega kraftmikill og tiltölulega hljóð- látur af dísilbíl að vera. Það er þægilegt að setjast inn í hann og fara út úr honum og maður situr hátt miðað við hversu lítill hann er. Hann er góður á lengdina og fóta- rými í aftursæti er mjög gott. Hann er þó helst til þröngur og fer ekki vel um ungling á milli tveggja barnabílstóla í aftursætinu. Gluggarnir aftur í eru jafnframt aðeins of lágir þannig að útsýni barnanna var ekki eins og best væri á kosið. En svo eru það þessir litlu hlutir sem skipta svo miklu máli. Stýrið er einstak- lega fallegt og þægilegt með öllum tökkum innbyggðum. Bakkmyndavél og fjarlægðarskynjarar. Rúmgott og aðgengilegt skott þar sem vel er hægt að koma fyrir barnavagni og minnst fimm innkaupapokum til viðbótar. Hægt að kveikja ljósin afturí með rofa í seil- ingarfjarlægð fyrir bílstjórann. Spegill er innan á sól- skyggninu bílstjóramegin – með ljósi – eins og allar kon- ur vita mætavel til hvers þarf að nota. Og mælaborðið er eins og á Benz, þið vitið. Ég meina, Benz er náttúrulega bíll með sjálfsvirðingu. Sparneytinn og öruggur töfrabíll með sjálfsvirðingu Mercedes Benz B-Class er stór smábíll, öruggur og eyðslugrannur með aukahluti sem skipta máli. Bernhard kynnti um síðustu helgi nýjan Peugeot 208, flottan smábíl sem er arftaki Peugeot 207. Bíllinn var fyrst sýndur á bílasýningunni í Genf í mars síðastliðnum en hann er settur saman í verksmiðjum Peugeot í Trnava í Slóvakíu. Bíllinn býðst í þriggja og fimm dyra út- gáfum og nokkrum vélastærðum, bensín og dísil. Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri er frá 3,4 lítrum til 4,5 lítra á hundraðið. Lengdin er 3,962 metrar og breiddin 1,739 metrar, fyrir utan spegla. Bíllinn er talsvert léttari en forverinn en innanrými samt meira. Sama gildir um farangursrýmið. Fótapláss í aftur- sæti hins nýja 208 er 5 sentimetrum meira en var í 207. Mikil metnaður var lagður í hönnun Peugeot 208 en segja má að bíllinn hafi verið endurhannaður á öllum sviðum. Línur bílsins eru í senn stílhreinar og sportlegar. Aðalljósin eru búin LED og leiðarlýsingu. Yfirhönnuður er Pierre Authier. Að innan er upplýsingakjár í augnhæð og stór snertiskjár. Stýrishjólið er nett og meðfærilegt. Peugeot 208 kostar frá 2.290.000 krónum. Stílhreinn og sportlegur Peugeot 208 Fínasta útgáfa jeppans, Ford Explorer Sport. Plúsar + Einstaklega öruggur + Umhverfisvænn og sparneytinn + Bakkmyndavél + Handbremsan nánast sjálfvirk + Rúmgott skott Mínusar ÷ Helst til þröngt um þrjá í aftursæti ÷ Aðeins of lágir gluggar í aftursæti Mercedes Benz B-Class er fallegur, öruggur og sparneytinn bíll sem kostar rúmar 4,5 milljónir. Ljósmynd/Hari Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.