Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 22
„Yndislegt að fá þetta tækifæri til að vinna að því að létta og bæta þjónustuna við þessi veiku börn,“ segir Bára Sigur- jónsdóttir sem er sérfræðingur í barna- hjúkrun. Hún mun stýra stuðningsmið- stöðinni við langveiku börnin fimmtíu sem safnað verður fyrir um helgina undir merkjum átaksins Á allra vörum. Hún stefnir á að opna í nóvember. Fyrst þurfi hún að ráða bæði hjúkrun- arfræðing og félagsráðgjafa, viðræður gangi vel. Hún vonist til að miðstöðinni verði tryggður tveggja ára rekstrar- grundvöllur með átakinu. Bára segir miðstöðina eiga eftir að auðvelda fjöl- skyldunum lífið. Bæði geti fjölskyldurnar sótt til hennar og starfsmennirnir farið til fjölskyldn- anna. „Í miðstöðinni verða stuðnings- hópar fyrir börnin og foreldra þeirra. Aðstaða fyrir börnin til að leika sér og þetta verður þeirra athvarf fyrir fræðslu og fyrirlestra. Við munum skaffa hverri fjölskyldu sinn liðsmann og sá mun leiða hana í gegnum sín mál. Hjálpa henni að finna úrræði og að hún fái þá þjónustu sem hún eiga rétt á.“ Stjórnunarstarfið er sem sérsniðið fyrir Báru sem menntaði hún sig sér- staklega í þessum fræðum. „Það er því kominn tími til að fagfólkið nálgist fjölskyldurnar á ný á þeirra forsendum,“ segir Bára og færir starfið inn í framtíðina. - gag M arkmiðið var að borga til baka það sem við höfðum fengið í líf-inu,“ segja þær Gróa, Guðný og Elísabet, konurnar sem eru á allra vörum. Í fimmta skipti á jafnmörgum árum skipuleggja þær söfnun fyrir verðugt málefni. Um 200 milljónir hafa safnast á þessum fimm árum. Rótin að framtakinu er brjóstakrabbamein Gróu. „Það stóðu svo margir með mér í veikindunum,“ segir Gróa Ásgeirs- dóttir, hálf fimmtug móðir nítján ára pilts og starfsmaður Flugfélags Íslands, um átta mánaða baráttu sína við krabbameinið fram á mitt ár 2008. Þær vinna mestmegnis að mál- efninu meðfram vinnu. Ekki búnar að ákveða næsta málefni enda stóra stundin um helgina þegar RÚV verð- ur með tólf stunda söfnunardagskrá. Eins og að fæða barn „Við ætlum að koma þessu frá okkur klakklaust,“ segir Elísabet Sveins- dóttir, móðir þriggja drengja og markaðsstjóri Advania. „Svo sjáum við til um framhaldið. Við erum alltaf að kynna, koma á framfæri, útskýra. Þá hugsum við stundum: Er þetta kannski orðið of stórt fyrir þrjár manneskjur í sjálfboðavinnu? En þetta er eins og að fæða barn. Það er erfitt á meðan á því stendur en þegar mæður sjá barnið hugsa þær flestar: Jú, ég vil gera þetta aft- ur. Það er stemningin í hópnum.“ Þær segja þessi fimm síðustu ár hafa breytt viðhorfi þeirra til lífsins. „Þótt þær hafi ekki reynslu af veik- indum, eins og ég, vita þær hvernig það er að standa að baki manneskju sem berst við krabbamein,“ segir Gróa. „Það er ekkert auðvelt. Veik- indi smita alla fjölskyldu og vini.“ Samstarf þeirra þriggja byrjaði með hugmynd um sölu á glossi til styrktar Krabbameinsfélagi Ís- lands. Fimmtíu milljóna andvirðið fór til kaupa á nýjum tækjum til að greina brjóstakrabbamein á frum- stigi; tækjum sem losa konur undan brjóstapressunni ógurlegu. Þær Guðný Pálsdóttir, tveggja barna móðir, amma, og verkefna- stjóri hjá Iceland Express til fimm ára, og Gróa unnu saman hjá Flug- félagi Íslands þegar Gróa veikist, og leituðu með gloss-hugmyndina til Elísabetar sem á þeim tíma sá um söluna um borð í Icelandair vél- unum. Vildi ekki sjúkrasögur „Allir vildu gera eitthvað fyrir mig þegar ég var veik,“ lýsir Gróa: „Gefa blóm eða segja sögur af fólki sem það þekkti og barðist við krabba- Með glansandi varir í gegnum veikindi Barátta Gróu Ásgeirsdóttur við brjóstakrabbamein varð kveikjan að söfnunarátakinu Á allra vörum sem vatt upp á sig. Gróa er ungfrú gloss, segir Guðný Pálsdóttir vinkona hennar og hlær. Ár eftir ár hafa þær stöllur, ásamt Elísabetu Sveinsdóttur, skipulagt fjár- öflun til að auðvelda sam- borgurum sínum lífið. Þær vildu gefa af sér til að þakka fyrir velgengni í lífinu og segja að þrátt fyrir erfið veikindi sé nauðsynlegt að láta endrum og eins minna sig á hversu heppnar þær hafa verið. Nú, tvö hundruð milljónum síðar, hillir undir tólf klukkustunda söfnunarmaraþon á föstudag til styrktar fimmtíu alvarlega veikum börnum landsins. mein. Mig langaði ekki að heyra af fólki sem dó. Mig langaði miklu meira í gloss eða falleg nærföt sem gætu látið mér líða betur á meðan á veikindunum stóð. Svo er ég glossæta,“ segir Gróa hressilega. „Já, ungfrú gloss,“ grípur Guðný fram í og Gróa hlær. Það má hún því hún virðist sloppin fyrir horn. Fimm ár eru frá veik- indunum. „Núna í september á ég að fara í síðustu skoðunina mína og útskrifast.“ Gróa segir veikindin hafa verið erfið. Hluti af öðru brjóstinu var fjarlægður og lyfjameðferð fylgdi í kjölfarið. „Krabba- meinið var líka komið í eitil. Það var heil- mikið prógramm en nú er allt í góðu.“ Guðný stóð með vinkonu sinni og segir hana hafa staðið sig vel. „Hún vann eins og brjálæðingur og slakaði ekki á í neinu. Hún skilgreindi sig aldrei sem sjúkling. Samt var hún mjög veik, gubbaði, horaðist og allt sem veikindunum fylgir. En hún var dugleg.“ Gróa tekur undir að hafa ekki upplifað sig sem sjúkling: Nám, vinna og krabbamein „Ég hafði svo gott net í kringum mig. Bæði fjölskyldu og vini og hafði þetta söfnunar- verkefni og gat verið í vinnunni minni auk þess sem ég var að klára viðskiptafræðina í Háskólanum. Ég hafði nóg að gera og gat snúið þessum leiðindum í jákvæðni og tækifæri. Það var lykillinn að þessu. Það bjargaði mér.“ Elísabet féll eins og flís við rass við þær vinkonur þegar þær leituðu til hennar. „Þegar ég hitti Gróu í fyrsta skipti á næsta fundi okkar var hún með slæðu. Ég hafði aldrei séð konuna áður. Einhvern veginn upp úr þessu kviknaði samstarf okkar. Ég held að við höfum náð svona vel saman þrátt fyrir að vera mjög ólíkar þar sem við vinnum hver með sinn styrkleika. Blandan er ótrúlega góð.“ 200 milljónir í sarpinn Þótt þær hafi stefnt á eitt söfnunarátak ákváðu þær að leggja ekki árar í bát eftir fyrstu söfnunina eftir að Sigríður Mar- grét Oddsdóttir, þá sjónvarpsstjóri Skjás Eins, kom að máli við þær um söfnun sem yrði sjónvarpað á Skjánum. Hugmyndin um glossið var of góð til að hægt væri að stoppa. Árið 2009 söfnuðust rúmar 53 milljón- ir, sem runnu í nýtt hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn. 2010 endurtóku þær leikinn fyrir Ljósið – endurhæfing- ar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk með krabbamein, og tæplega fjörutíu milljónir söfnuðust. Og í fyrra ríflega 40 milljónir króna til kaupa á nýju hjartaómskoðunar- tæki fyrir börn á Barnaspítala Hringsins. Hlífa tilfinningum sínum „Bjútíið í þessu er að við erum ekki í stjórnum þessara félaga,“ segir Guðný um aðkomu þeirra að söfnununum. „Ég tel mjög gott að við tengjumst ekki því sem við erum að styrkja neinum tilfinn- ingaböndum nema á meðan við erum að vinna í því. Peningarnir koma inn og fara út. Við erum ekki með neitt á bakinu og erum alltaf með hreint borð á hverju ári. “ En þær vita að féð kemur sér vel og Bára verður einn bjargvætta fjölskyldnanna Bára Sigurjónsdóttir er komin á fullt í undirbúningi fyrir stuðn- ingsmiðstöðina. Mynd/Hari Guðný Pálsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir, fremst, eru konurnar á bakvið glossin góðu. Söfnunarátakið Á allra vörum hefur skilað 200 milljónum króna. Mynd/Hari hjálpar fólki á erfiðum stundum lífs þess og þær dást að fólki sem þær hitta og þarf að kljást við lífið og stendur hnarreist. „Eins og Hanna [Sigurrós Ásmundsdóttir], sem missti Svönu dóttur sína í maí. Hún er upphafskonan að þessu átaki. Hún er baráttukona. Hetja.“ Hringjast á hvern einasta dag Það drífi þær áfram að hitta hug- sjónafólk og einni hver aðra. Þær þrjár séu þó ekki þær sem komi öllu til leiðar. „Með okkur er fjöldi fólks, sveitin, miðin, allir. Brjálæðislega gott fólk. Eins og á RÚV núna og auðvitað á Fíton. Frábært fólk.“ Vanþakklætið eltir menn uppi Þessi síendurtekna söfnun ár eftir ár heldur skörungunum þremur á jörðinni, því eins og Gróa greinir frá getur fennt yfir það sem minnir á tilgang lífsins. „Bæði sem betur fer og líka er það galli að þegar maður kemst yfir veikindi fjarlægist maður þau strax pínu lítið. Vanþakklætið gerir vart við sig og maður þarf að minna sig á hvað maður er heppinn að vera á lífi. Ég fagna að hafa fengið krabbamein og sigrast á því. Hefði það ekki gerst værum við ekki búnar að vera að stússast í þessu. Þá hefð- um við ekki hugsað um að gefa til baka. Þakka fyrir okkur,“ segir hún. „Ekki það að allir þurfi að verða veikir til að fókusera á réttu hlutina. Ég er ekki að segja það. En ég held að það hafi kennt mér að setja mig í spor annarra sem standa ekki eins vel. Ég fór niður á jörðina og sá hlut- ina með öðrum augum.“ Elísabet: „Er ekki einmitt oft sagt að frískur maður á þúsund óskir en veikur maður eina.“ Jú, grípur Guðný inn í: „Við upplifum samkennd sem við hefðum ekki gert hefðum við ekki sett okkur í spor Gróu.“ Þegar maður kemst yfir veikindi fjarlæg- ist maður þau strax pínu lítið. Vanþakklætið gerir vart við sig og maður þarf að minna sig á hvað maður er heppinn að vera á lífi. Í dag finnst mér ég heppin að hafa fengið krabbamein og sigrast á því. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Meira á næstu opnu 22 á allra vörum Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.