Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 40
4 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2012 Vissir þú ... að spergilkál er blómið sem heldur að það sé grænmeti? ... að spergilkál og blómkál eru grænmetistegundir sem eru í raun blóm ? ... að spergilkál getur endurheimt ferskleikann þótt það sé farið að fölna ef þaðe r sett í ískalt vatn í smá stund ? ... að spergilkál er mjög trefjaríkt? ... að spergilkál er mjög ríkt af fólansíni sem er nauðsynlegt fyrir barnshafandi konur? ... að spergilkál er best þegar það er dökkgrænt með fjólubláum keim og stöngullinn er þéttur í sér ? ... að spergilkál hentar einkar vel til frystingar og er því gott að gera stórinnkaup á því þegar framboð er sem mest ? ... að spergilkál er mjög ríkt af C-vítamíni ? ... að spergilkál geymist best við kulda og er viðkvæmt fyrir birtu og dragsúg svo að ísskápurinn er hinn fullkomni geymslustaður ? ... að spergilkáli hættir við þornun svo best er að geyma það í plasti í ísskápnum? ... að spergilkál er mjög járnríkt og aðeins 26 hitaeiningar í 100 grömmum? gulrætur Arabíska gulrótin Gulrót er af sveipjurtaætt eins og dill, steinselja, kóríander og fleiri tegundir matjurta. Gulrótin er upprunnin í Norður-Afríku en hefur breyst mikið á aldanna rás. Þegar hún barst til Evrópu með Aröbum var rótin fjólublá eða ljósgul og seig í sér. Kynbætur á gulrótinni hófust í Hollandi snemma á 19. öld. Gulrótin er tvíær jurt sem myndar sívala forðarót fyrra árið en blómstrar seinna árið og myndar þá sveiplaga blómskipan með smáum blómum sem minna bæði á dill og kerfil. Ef skorið er þvert í gengum rótina sést greinilega að það eru bæði innsti hluti hennar (viðarvefur) og sá ytri (sáldvefur) sem þykkna. Einnig má sjá ganga sem liggja á milli viðarvefs og sáldvefs en þeir sjá um að flytja vatn og næringu um rótina. Oft má sjá greinilegan hring á milli viðarvefs og sáldvefs en það er vaxtarlag rótarinnar. Viðarvefurinn vex inn á við frá vaxtarlaginu en sáldvefurinn út á við. Til eru margar ólíkar gerðir af gulrótum sem eru mismuandi að lögun og lit. Sterkur appelsínugulur litur gulrótarinnar er litarefnið karótín, sem er forstig A vítamíns og lýkopen, sem er rautt litarefni. Gulrótin er ein af mikilvægari matjurtum hér á landi þó ræktun hennar hafi staðið mun skemur en til dæmis gulrófu. Gæði gulrótarinnar er mjög háð ræktunaraðferðinni, því hún er mjög viðkvæm fyrir gæðum jarðvegsins. Ef jarðvegurinn er meðhöndlaður eins og gert er hér á landi í lífrænni og vistvænni ræktun verður gulrótin bragðmikil, sæt og auðug af karótíni og næringarefnum. Næringargildi Í gulrótum er mikið af litarefninu karótín en það er forstig A-vítamíns, sem er í meira magni í gulrótinni en í nokkurri annarri ætri plöntu. Því stærri og litsterkari sem ræturnar eru þeim mun meira karótín er í þeim. Karótín ummyndast yfir í A-vítamín í líkamanum sem meðal annars er mikilvægt fyrir sjónina, húðina og slímhimnur líkamans. Skortur á A-vítamíni getur leitt af sér náttblindu en hún er algengari en áður var talið. Hjá þeim sem eiga erfitt með að keyra bíl í myrkri getur ástandið lagast við að fá karótín úr fæðunni. Auk þess er í gulrótum B og C vítamín ásamt mikilvægum steinefnum eins og kalí, kalki, járni og fosfór. Gulrætur eru góð uppspretta fyrir þessi næringarefni því þær eru ódýrar og hægt að hafa þær á borðum daglega allt árið. Gulrótin er eitt mikilvægasta grænmetið í ungbarnafæði. Börnum yngri en eins árs á ekki að gefa hrátt grænmeti. Gulrótin er mjög góð soðin og maukuð ein og sér eða blönduð saman við aðrar fæðutegundir. Gulrótin er næringarrík en hitaeiningasnauð. Í 100 grömmum eru aðeins 46 hitaeiningar (kcal). Geymsla Gulrætur geymast almennt vel. Best er að geyma gulrætur í kæli við 0 – 2°C og mikinn raka því þeim hættir mjög til að tapa vatni. Þær eiga ekki að standa í birtu því þá verða þær grænar og beiskar á bragðið. Ef einungis á að geyma gulrætur í skemmri tíma er ágætt að hafa þær í götuðum plastpokum, þeim sömu og þær eru seldar í. Fylgist vel með að ekki verði rakaþétting innan í þeim og fjölgið götunum á þeim ef þarf. Rauðkál er náskylt hvítkáli og var þekkt í Noregi á víkingatímanum. Það er af krossblómaættinni og er því náskylt öðru kálmeti. Rauðkál er afbrigði af höfuðkáli og getur verið jafn breytilegt í lögun og hvítkál. Í öllum tegundum af höfuðkáli er rautt litarefni í einhverjum mæli en óvenju mikið af því gefur kálinu dökkrauðan eða fjólubláan lit. Neysla á rauðkáli er mest hér á landi um jól og áramót. Hér á landi er rauðkál einungis ræktað til að selja það ferskt, en erlendis fer stór hluti uppskerunnar í niðursuðu. Rauðkál er tvíær tegund og seinna árið teygist úr stönglinum og plantan blómstrar gulum blómum í klasa. Næringargildi Rauðkál er hitaeiningasnautt, aðeins 27 heitaeiningar (kcal) í 100 gr. Það er mjög góð uppspretta C-vítamíns. Auk þess er í því járn og kalk. Ystu blöin eru vítamínríkust. Rauðkál er mjög trefjaríkt. Það er gott hrátt og fínt skorið í salat. Einnig má smjörsteikja það á pönnu. Með hátíðamat um jól og áramót er algengt að nota það soðið með lauk, eplum, ediki, sykri, salti og negul. Hæfilegt er að sjóða það í 10 til 15 mínútur ef það er fínt skorið. Geymsla Rauðkál geymist vel í kæli við 0 – 5 ° C. Þar sem ferskt rauðkál er á markaði hluta ársins er gott að frysta það. Það er skorið í mjóa strimla og snöggsoðið í 3 mínútur. Frystið það í plastpokum þegar það hefur kólnað. Það eru til ótúrlega margir Panner réttir sem eru hver öðrum betri . Panner er sérstakur ostur sem líkastur er kotasælu. Í stað osts hef ég oft notað tófú sem er mjög gott en einnig Indverskur rófuréttur 2 stk rófur, meðalstórar, skornar í litla munnbita 1 stk laukur, smátt saxaður 2 tómatar skornir í munnbita 6 sveppir skornir í fjóra bita 1 dós af kókósmjólk Smá olía til steikingar Feskur kóríander og 2 lúkur af fersku spínati 1 hvítlaukur smátt saxaður Smá ferskur engifer, rifinn og safinn notaður í réttinn 1 tsk broddkúmen Hnífsoddur af cayennapipar 1 tsk turmerik Smá salt og 2 msk sweet chilli sósu rauðkál Það hefur orðið bylting á neysluvenjum landsmanna frá því við opnuðum okkar fyrsta veitingastað Á næstu grösum. Þá var mjög lítið úrval af íslensku grænmeti. Við gátum fengið kartöflur, rófur, gulrætur og hvítkál og svo yfir sumartímann var hægt að fá íslenska tómata, gúrkur og salat“, segir Helga. Hún segir að allt annað hafi þurft að flytja inn til landsins. „Ég á mér þann draum að landsmenn geti orðið sjálfum sér nógir hvað varðar grænmeti og þurfi alls ekki að flytja það inn. Ef ég tek hugmyndina aðeins lengra, þá ættum við að rækta grænmeti og flytja út. Það sparar gjaldeyri og skapar störf. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem grænmetisbændur eru að gera og þeir senda úrvalshráefni á markaðinn með mikilli fyrirhöfn“, segir Helga. „Fyrir þremur áratugum var það óhugsandi að steikja ýsu í orlýdeigi eða að baka grænmeti, en nú er öldinn önnur og fólk vill eitthvað nýtt “, segir Helga. Helga nam grasalækningar í Danmörku og lítur á krydd sem lækningajurtir. „Maðurinn hefur nýtt sér kryddjurtir í þúsundir ára sér til heilsubótar. Ég held t.d. mikið upp á grænu kryddin, eins og steinselju, koriander og timjan. Hún segir það einfalda Morgun þeytingur 50 -100 gr. íslensku spínati - það er lika gott að nota grænkál 1 bolli af vatni 1 avacado skrældur og kjötið notað. 1 grænt epli góðan bita af agúrku ca 5 cm 1 cm. bita af engiferrót nokkur blöð af myntu, smá af steinselju. Allt hráefnið sett i blandarann og þeytt vel saman, Það er afar einfalt að breyta til og setja saman við banana, perur , chia fræ, hampfræ og olíur. Berjablár Dúndur drykkur og góður sem millimáltíð. Þar sem þriðji hver islendingur hefur farið í berjamó er víða til nóg af berjum og upplagt að nota þau í þeytinga. Þessi þeytingur er mjög ferskur og allir elska hann ½ melóna afhýdd og sett i mixerinn ásamt 100 gr af ísl,bláberjum 1 cm. skrældur engifer settur saman við og nokkur blöð af myntu. Þeyta vel saman og njóta með vinum . Gulrótar safinn sem lyftir þér upp! 3 gulrætur settar í safavélina ásamt 2 stönglum af selleri 2 cm. engifer 1 tsk. sitrónusafi 1 epli Allt sett í gegnum safavélina. Þessi drykkur er ferskur og bregst aldrei Súper grænkálsdrykkur Grænkál er ofurfæða, sem vert er að vekja athygli á. Það ætti að vera á hverjum heimilismatseðli, hvort heldur til að nota það hrátt i salöt, safa eða létt steikja . Ég nota það mikið í safa og salöt en hérna kemur drykkurinn. 2 stönglar grænkál(spínat norðurins) 2 cm. engifer 2 stönglar selleri 2 stk. pera handfylli af steinselju ¼ stk lime Allt hráefnið er sett i safavélina. Helga Mogensen er brautryðjandi þegar kemur að hollu matarræði. Hún hefur leitt breytingar í veitingahúsarekstri í áratugi. Helga kom að stofnun og rekstri veitingastaðarins Á næstu grösum fyrir nærri þrjátíu árum. Einnig má nefna veitingastaðinn Lifandi markaður og Krúska. Þá hefur hún verið með mörg matreiðslunámskeið í gegnum árin og notið þess að sjá fólk tileinka sér hollari og nýjan lífsstíl. Dansandi safar og þeytingar rótargrænmeti. Í þessu tilfelli eru rófur notaðar. Létt steikja þurrkryddin í olíunni og setja grænmetið saman við ásamt söxuðum hvítlauk og malla við vægan hita í ca 20 mín þá að blanda spínatinu saman við og síðan kókósmjólk og engifersafanum. Smakkið til réttinn og kryddið. Handfylli af ferskum kóríander er söxuð og sett saman við. Skreytið síðan með lime bátum. Þessi réttur er mjög góður með fisk og kjöti. - HM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.