Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 61

Fréttatíminn - 14.09.2012, Side 61
Helgin 14.-16. september 2012 tíska 53 Ný sending góð verð s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Ökklaskór m/stroffi 12.995.- Loðfóðraðir ökklaskór 12.995.- Reimaðir ökklaskór 9.995.- Ökklaskór m/rennilás 9.995.- Skór/4 litir 7.995.- Hvernig klæðir þú þig helst á sviði? Þegar ég fer á svið þá hugsa ég að- allega um það að líða vel, þar sem ég hoppa og hreyfi mig svo mik- ið þegar ég er að spila, að það er ómögulegt fyrir mig að vera í ein- hverju sem pirrar mig eins og hæl- um eða óþægilegum kjól. Stund- um er mér alveg sama í hverju ég spila og er bara í hettupeysu og gallabuxum en stundum ákveð ég kannski að fara í kjól eða eitthvað slíkt. Fer eftir skapinu mínu þann daginn, býst ég við. Hvar finnst þér skemmtilegast að versla? Erlendis finnst mér þægilegast að versla „basic“ hlutina í stóru keðj- unum eins og H&M, Gina Tricot, Forever 21, Topshop og Primark. Mér er alveg sama þó að margir eigi eins, þetta er ekki spurning um það, heldur spurning um hvernig þú raðar fötunum saman og býrð til átfitt. En ef mig langar í eitthvað sérstakt og öðruvísi þá versla ég í „second hand“ búðum, eins og t.d. Beyond Retro í London sem er mjög skemmtileg! Mér finnst óend- anlega gaman að versla í stórum og ódýrum föndurbúðum erlendis, þannig getur maður búið sér til allt sem mann langar í, svo lengi sem maður hefur gott ímyndunarafl. Ég nota líka tækifærið og kaupi hárliti þegar ég er úti þar sem þar er meira úrval. Skemmtilegast finnst mér þó að versla á ódýrum mörkuðum eins og þegar ég á átti heima í Flórída. Þar kom gamalt fólk saman og var að selja heilan poka af fötum á 1 dollara! Allt sem þeim fannst flott fannst mér ljótt og öfugt , þannig að þar var ég heppin! Ég kaupi voðalega lítið af fötum á Íslandi en þá aðallega í Fatamark- aðinum þar sem ég vinn. Ég kíki oftar en ekki í Kassettu sem er frekar ný, frábær búð á Laugavegin- um. Í Nostalgíu getur maður einnig fundið sér flottar, sérstakar flíkur. Hvað er fram undan? Við í Fatamarkaðinum á Laugavegi 118, erum við að tína upp haust- vörur eins og stendur og allt að ger- ast. Sykurinn er að vinna að nýrri plötu og við spilum á tónleikum reglulega, eins og á Októberfest á morgun. Tæplega 49 dagar í Airwa- ves sem kætir og bætir og svo ætl- um við Sykur-flokkurinn að kíkja til Oslóar í nóvember, sem verður eitthvað til að tala um. Ætli maður fari svo ekki huga að einhverskonar námi, það kemur allt saman í ljós!

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.