Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 25

Fréttatíminn - 14.09.2012, Síða 25
islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Þú gerir samkomulag í Netbankanum eða næsta útibúi um mánaðarlega lækkun yfirdráttarheimildar niður í 0 kr. á allt að þremur árum. Á móti lækka vextirnir sem auðvelda þér að koma reikningnum úr neikvæðri í jákvæða stöðu. Þá geturðu valið þér eina af sparnaðar leiðum Íslands banka og byrjað að fá greidda vexti í stað þess að greiða þá. Dæmi: Ef þú greiðir 360.000 kr. yfir- drátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði í 24 mánuði þá sparar þú 53.611 kr. í vaxtakostnað.* Svona virkar Greiddu niður yfirdráttinn 0 kr. -100.000 kr. -200.000 kr. -300.000 kr. -400.000 kr. Sparnaður: Greiddu niður yfirdráttinn Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við vext- ina. Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á. Þú færð hjálp við að skipuleggja niðurgreiðsluna og lækka vaxtakostnaðinn svo um munar með þrepalækkun Íslandsbanka. Snúðu dæminu við Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. *Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,55% (Gullvild) í 9,80% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. september. Lægri vaxtaprósenta skilar 10.313 kr. lækkun og lækkandi yfirdrætti 43.298 kr. – samtals 53.611 kr. DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU P O K A H O R N IÐ Kæru landsmenn! Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september. Í aldanna rás hefur íslensk náttúra gefið kraft og veitt innblástur um leið og hún hefur gert okkur kleift að lifa af í harðbýlu landi. Í náttúru landsins er falinn fjársjóður sem mikilvægt er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Njótum gjafa náttúrunnar og fögnum Degi íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september. Upplýsingar um dagskrá er að finna á www.umhverfisraduneyti.is. Á veggjunum á heimili þeirra feðga hanga myndir af Kerani með foreldrum sínum. Hann brosir. Gull- fallegar myndirnar. „Hann gat aldrei hreyft hendurnar upp fyrir höfuð. En hann gat hreyft þær. Svo fjaraði það smátt og smátt út.“ Bræðurnir litlu góðir saman Eins og fram kom í viðtalinu við þau Óla og Sigrúnu, móður Kerans, í Fréttatím- anum um miðjan mars í fyrra áttu þau von á barni. Alex- ander er nú tæplega eins og hálfs, hjá móður sinni, en kem- ur annað veifið til pabba síns. Óli segir þá bræður hænda að hvor öðrum. „Alexander skil- ur ekki hvað Keran er veikur. En þegar hann kom hérna um daginn – og Keran svaf – var það hans fyrsta verk að sækja dót í dótakassann og láta bróður sinn fá. Þegar hann átti að fara á sunnudags- kvöldi fann ég hvað hann var órólegur. Ég heyri hann garga þar sem ég sit inni í stofu og æfi mig á gítarinn. Ég stekk fram, hélt að sá stutti væri hugsanlega að fikta í tækjunum [sem halda lífinu í Kerani]. Þá stóð hann við rúmið og vildi komast upp í það. Þeir eru góðir saman,“ segir faðirinn stoltur af sonum sínum. „Eitt sinn setti ég Alexander inn í herbergi hjá Kerani og sagði hon- um að passa litla bróður sinn. Súr- efnismettun og hjartsláttartölurnar mældust 99/107. Hann var svo sátt- ur.“ Tækið sem stýrir lífi þeirra feðga stendur á kommóðu í gangi íbúðar- innar. Hann horfir á mónitorinn og tölurnar og les í líðan Kerans. „Hann skilur alveg það sem er að gerast í kringum hann og ég sé það á mettunarmæl- inum. Ef hann er óhress fer mett- unin niður og púlsinn upp. Ef hann er glaður fer mettunin upp en púlsinn nið- ur. Svo sé ég að hann ranghvolf- ir í sér augum ef hann er pirraður á mér,“ segir Óli góðlátlega. Pípi tækið, hvort sem Óli vakir eða sof- ir, þarf að bregð- ast strax við. „Ég hef tvær mínútur til að bregðast við. Ef ég nota þær ekki rétt fer hann. Um daginn lenti ég í því að ég sat inni í stofunni. Mónitor- inn á ganginum og Keran inni í her- bergi. Hann byrjar að vinna á móti vélinni, blæs út þegar hann ætti að draga andann. Ég sé að mettunin er að falla svo ég stend upp, sæki móni- torinn og labba inn í herbergi,“ lýsir hann þessu örlagaríka kvöldi þegar hann bjargaði lífi drengsins. Það eru ekki margir svona ungir foreldr- ar á landinu með svona fötluð börn. Það eru ekki mörg börn eins fötluð eins og Keran – í öndunarvél allan sólarhringinn. Ég held þau séu þrjú. Hjúkrunarfræðingur Kerans. Framhald á næstu opnu Helgin 14.-16. september 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.