Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 44
8 ÍSLENSKT GRÆNMETIHAUST 2012
Vissir þú
... að skortur á A-vítamíni getur leitt til
verri sjónar og því er sagt að þeir sem
borða gulrætur sjái betur ?
... að í gulrótum eru efni sem talin eru
gefa húðinni mjúka áferð ?
... að gulrætur eru mjög ríkar af beta-karótíni sem líkaminn geymir
og breytir í A-vítamín eftir þörfum ?
... að gulrætur voru ræktaðar með góðum árangri í Afghanistan í
kringum 900 e.kr. ?
... að efnið sem gerir grænmeti appelsínugult heitir karótín ?
... að gulrætur er svo ríkar af A-vítamíni að neysla örfárra gulróta
uppfyllir ráðlagðan dagsammt?
... að bragðgæði íslenska grænmetisins eru til komin vegna hreina
vatnsins og loftsins?
... að íslenska grænmetið er svona bragðgott vegna þess að það fær
að þroskast á eðlilegum hraða?
... að gulrætur geymast best í ísskáp við 0 – 2 gráður?
... að ræktun grænmetis á Íslandi hófst strax við landnám?
... að það er tilvalið að steikja hnúðkál á pönnu?
Geymið blaðið
Það má segja um Friðrik Rúnar Friðriksson, garðyrkjubónda á Flúðajörfa, að honum sé garðyrkjan
í blóð borin. Hann byrjaði ungur að
vinna með afa sínum Ágústi eiríkssyni
á ræktunarstöðinni Ártúni við Selfoss.
Þar var hann liðtækur og hjálpaði til við
tómataræktina. Í Ártúni var einnig stunduð
útirækt, þannig að Friðrik lærði einnig
snemma handtökin við hana. Þá má geta
þess að móðurbróðir hans er magnús
Ágústsson landsráðunautur í ylrækt.
„Það munaði nú litlu að ég segði skilið
við garðyrkjuna og skipti henni út fyrir
bílamálun. Ég fékk mikla bíladellu þegar ég
fékk bílprófið og var á kafi í henni í nokkur
ár“, segir Friðrik Rúnar sem ók um sveitir
Suðurlands á rauðum Chevrolet Camaro,
algjöru tryllitæki.
Friðrik Rúnar tók við ræktuninni í Ártúni
árið 1987. Miklar skemmdir urðu á stöðinni
í jarðskjálftanum árið 2000 og tveimur árum
seinna hætti Friðrik Rúnar rekstrinum og
tók við sem rekstrarstjóri á Jörfa á Flúðum.
Þar vinnur hann með Georg Ottóssyni
eiganda Jörfa við að rækta fjölbreytt úrval af
grænmeti bæði í útirækt og í gróðurhúsum.
Land Flúðajörfa er á bökkum Hvítár og
þar er ræktað spergilkál. Friðrik Rúnar
ræktar manna mest af spergilkáli og notar
eins mikinn vistvænan ábyrð og kostur
er við ræktunina t.d. sveppamassa frá
Flúðasveppum. Um 150 tonn af sveppamassa
eru notuð á þrjá og hálfan hektara lands þar
sem spergilkálið er ræktað. Vökvað er með
vatni úr Hvítá.
„Sumarið var mjög þurrt, þannig að
vökvunardælan gekk allan sólarhringinn í
sumar. Törnin hófst strax í vor og stóð fram
að verslunarmannahelgi. Í þurrkatíð verður
rótarkerfi plantanna sterkara og þær eru
betur undirbúnar fyrir vætuna þegar hún
kemur. Í vætutíð á vorin verður rótarkerfið
ekki eins gott og plönturnar verða ekki eins
góðar. Við erum þess vegna með frábæra
uppskeru nú í haust“, segir Friðrik Rúnar.
Friðrik Rúnar segir að landsmenn
verði að hafa það í huga að þeir fái
íslenska grænmetið alveg glænýtt. „Það
eru 120 kílómetrar héðan í Sölufélag
garðyrkjumanna í Reykjavík. Innflutta
grænmetið er búið að flytja langar leiðir t.d.
7 til 9 þúsund kílómetra frá Marokkó eða
Ísrael og flutningurinn tekur stundum 11
daga. Það er mjög mikilvægt að neytandinn
viti hvað hann er að kaupa og þess vegna
merkjum við grænmetið okkar framleiðanda
sem þannig er hægt að rekja beint til
bóndans. Það er mikið aðhald og hluti
af gæðastjórnuninni okkar“, segir Friðrik
Rúnar.
„Vatnið okkar er alveg einstakt og það
er það fyrsta sem erlendir ráðunautar tala
um þegar þeir koma hingað. Eins höfum
við fengið hópa frá Jarðhitaskóla Sameinuðu
þjóðanna til okkar í kynnisferðir en þeir
voru mjög áhugasamir um vatnið og
hvernig við nýttum það við ræktunina.
Það þarf varla að taka það fram að það er
ómetanlegt fyrir landsmenn að hafa nóg
af því. Garðyrkjubændur víðs vegar um
lönd þurfa að stíða við vatnsskort. Margir
eiga ekki annan kost en að nota lélegt og
jafnvel megað vatn“, segir Friðrik Rúnar
Friðriksson garðyrkjubóndi á Flúðajörfa.
Á uppskerutímanum vinna allt að 10
manns við spergilkálið, en uppskeran er um
30 tonn. Kálið er allt skorið með handafli
en notað er færiband til þess að koma því á
vagn, sem flytur það af akrinum.
Friðrik segir varla sé nokkur
grænmetistegund jafn holl og góð og
spergilkálið og það sé mjög auðvellt að laga
úr því úrvalssúpu. Það þarf einungis að hella
yfir það rjóma og krydda eftir smekk. Þetta
segja menn að sé besta og vinsælasta súpan á
Flúðasvæðinu.
- Friðrik Rúnar Friðriksson ræktar nú mest allra á landinu af spergilkáli
Skipti tryllitækinu út fyrir garðyrkjuna
„Vatnið
okkar er
alveg einstakt
og það er
það fyrsta
sem erlendir
ráðunautar
tala um þegar
þeir koma
hingað.”
Hjónin Friðrik Rúnar Friðriksson og Monika Domagala. Börnin Elsa Malen, María Gló, Gabríel og Patrik kunna greinilega að meta uppskeruna.
Íslensk
ofurfæða
Grænkál hefur verið ræktað við sunnanvert Miðjarðarhaf í
5 þúsund ár. Egyptar höfðu mikið
dálæti á grænkáli og ræktuðu
það sér til matar og til lækninga.
Kálið barst til Norður-Evrópu
með Rómverjum. Rússneskir
innflytjendur hófu ræktun á því
í Kanada og þaðað barst það
til Bandaríkjanna. Í Norður-
Evrópu og á Norðurlöndum
var grænkálið mjög mikilvægur
C vítamín gjafi. Fyrir meira en
hundrað árum var grænkálið jafn
algengt í matjurtargörðum bænda
á Íslandi og kartöflur og rófur.
Grænkálið hefur skotist aftur upp á
vinsældarlistann hjá landsmönnum
og er nú talið ómissandi í salöt,
heilsurétti og heilsudrykki.
NæRiNGaRGildi
Grænkálið er eitt næringarríkasta
grænmeti sem fyrirfinnst. Það
er stútfullt af vítamínum og
steinefnum og er trefjaríkt. Það
er sannkallað ofurfæði. Í því er
mikið af A, B, C og E vítamínum,
en einnig fólasín, kalk og mikið
magn andoxunarefna. Grænkálið
er upplagt að nota í alls konar
næringardrykki sem gerðir
eru í blandara. Í 100 g. eru 56
hitaeiningar (kcal).
GeymSla
Blöð grænkáls eiga að vera
dökkgræn og jafnlit. Best er að
geyma grænkál í kæli en gætið
þess að raki sé á kálinu. Grænkálið
er næmt fyrir etýleni og því ber
að varast það að hafa það nálægt
eplum, perum eða tómötum.
GRæNkÁl
Soðið rauðkál með eplum
Rauðkálið skorið í mjóar ræmur (ef ekki er
notað tilbúið hátíðarauðkál úr poka). Eplið
flysjað, kjarnhreinsað og skorið í litla bita.
Laukurinn saxaður smátt. Olían hituð í potti
og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar
mínútur við fremur vægan hita. Þá er rauðkáli
350 g niðursneitt rauðkál (1/2 meðalstór haus)
1 epli, grænt
1 rauðlaukur
2 msk. olía
100 ml hindberjasulta (eða önnur sulta)
100 ml epla- eða rauðvínsedik
2 msk púðursykur (meira eftir smekk)
1/4 tsk. kanell (má sleppa)
pipar
salt
og epli bætt út í, hrært
vel og látið krauma
smástund. Sultu, ediki,
púðursykri, kanel, pipar
og salti hrært saman við
og látið malla við hægan
hita undir loki í um 45
mínútur. Hrært öðru
hverju og svolitlu vatni
bætt við ef þarf. Smakkað
og e.t.v. bragðbætt
með sykri eða ediki eftir
smekk. - NR