Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 30
Bylting fyrir bakið • Styrkir bak- og kviðvöðva • Fylgir hreyfingum líkamans • Stuðlar að dýpri öndun • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur Opið virka daga kl. 9 -18 og laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Viltu sitja eða standa? • Bakið beint • Dýpri öndun • Aukin virkni • Sveigjanleiki Einstakur stóll muvman fyrir breytilega hæð þessum tímamótum, hvað verður og hvort yfirleitt nokkuð verði úr ferlinum. Fjölmargir leikarar ætla sér að verða gamanleikarar en enda svo grenjandi uppi á stóra sviði Þjóðleikhússins. Helga Braga, sem dæmi, ætlaði sér að verða drama- tísk leikkona en varð gamanleik- kona. Fyrsta símtalið sem ég fékk eftir útskrift var ekki boð um hlut- verk heldur starf sem aðstoðarleik- stjóri,“ útskýrir Unnur en hún var aðstoðarleikstjóri í kvikmyndinni Kaldaljós. Síðan tók við löng þroskaganga leikkonunnar og eins og mamma hennar segir þá var Unnur heppin að fara ekki of bratt: „Það er best þegar listamenn ná að nota tímann til að þroskast og læra í stað þess að verða stjörnur of ungir. Þau bæði, hún og Bjössi, hafa verið heppin hvað þetta varðar og notað tímann vel til að þroskast og þau hafa heldur aldrei verið hrædd við að taka að sér allskonar verkefni,“ segir Þórunn. Aftur að kjötbollunum „Þú getur ekki ímyndað þér hversu ég hef oft verið spurð út í þetta með fjölskyldulífið og vinnuna,“ segir Unnur við mig í eldhúsinu heima hjá þeim Bjössa. Hann er uppi á efri hæðinni að kúra með litlu dúllunni þeirra og ég hafði ekki einu sinni nefnt þetta en held því samt fram við hana að í dag sé öllum sama hvort kona eigi barn eða ekki, sé ólétt eða hvað það nú er. Unnur er (að eigin sögn) sáttasemjari og ekkert mjög aggressív týpa en henni finnst ég vera að tala út um rassgatið á mér svo hún segir mér stutta sögu á sinn ljúfa og diplómat- íska hátt: Einu sinni voru þau Björn á ein- hverjum svona heimsþvælingi, unnu með Vesturporti einn vetur í London, og umboðsmenn úti sýndu þeim áhuga. Bjössi nældi sér strax í einn og skrifaði undir samning en á öllum fundum sem Unnur fór á var aðalumræðuefnið hvernig hún samræmdi móðurhlutverkið og vinnuna. „Hver ætlar að passa barnið þitt ef þú færð verkefni?“ var spurning sem kom ítrekað upp. „Ekki var Bjössi spurður út í föðurhlutverkið,“ útskýrir Unnur og er mikið niðri fyrir þegar hún bætir því við að hún geri sér alveg grein fyrir því að það séu konurnar sem gangi með börnin og séu með þau á brjósti. „Það breytir því samt ekki að umræðan er ósanngjörn. Við höfum það reyndar óvenju gott hérna á Íslandi, ef maður spáir í það. Í leikhúslífinu í London er ekki mikið um barnafólk. Ég hitti aldrei neitt leikhúsfólk þarna úti sem átti börn heima. Það er allt annað samfélag en hérna snýst samt enn allt um hvort konur eigi börn eins og sást best í forsetakosningunum nýverið.“ Unni eru þessi mál hugleikin og hún viðurkennir að leikhúsið hafi ekki alltaf staðið sig nógu vel þegar kemur að þessum málaflokki. Ekki heldur bíómyndir eða sjónvarp. Af 250 vinsælustu myndunum í Holly- wood í fyrra, las hún í grein um daginn, voru undir 10% eftir konur. Og af fimmtíu eftirminnilegustu sjónvarpspersónunum í annarri grein voru 4 konur. Og engin á topp 20! „Það er ekki af því að konurnar séu svona leiðinlegar heldur af því að við erum ekki að segja sögur kvenna. Við segjum ekki allar sög- urnar,“ segir Unnur og bætir við að þegar sagðar séu sögur af konum sé líka mikil ábyrgð lögð á þær sög- ur sem sagðar eru og hvaða mynd sé verið að birta af konum. Eitthvað sem gerist ekki þegar sögur um karla eru annars vegar. Hrun karlrembunnar Unnur finnur fyrir mikilli vitundar- vakningu þegar það kemur að jafn- réttismálum. Sem er eitthvað sem hún fann ekki fyrir nokkrum árum. „Netið hefur líka breytt miklu í okkar daglega lífi. Bæði til hins betra og verra því heiftin sem mað- ur upplifir stundum á netinu er með ólíkindum. Fólk skrifar oft mjög óábyrgt og það jafnvel undir nafni en hinsvegar er svo margt annað at- hyglivert sem kemur fram á netinu. Þar er fólk miklu meðvitaðara um jafnréttismál heldur en nokkurn tíma á stóru fjölmiðlunum.“ Í þessu samhengi lofar Unnur sér að tala um hrun karlrembunnar sem fylgdi í kjölfar fjármálahruns- ins og með sínu rólega en ákveðna fasi heldur hún sannfærandi ræðu um nauðsyn jákvæðrar mismun- unar og kynjakvóta. Henni finnst Íslendingar samt ætlar sér of mikið stundum, sérstaklega konur, og í því samhengi talar hún um afreks- mannakomplex Íslendinga: „Við ætlum okkur að gera allt. Við vinkonurnar erum nú margar að koma með barn númer tvö og um leið að reyna að vera leikkonur og leikstjórar og framleiðendur og viljum að kynlífið sé í lagi og sam- bandið gott um leið og við ætlum að lifa í núinu, vera sjálfstæðar og sjálfum okkur samkvæmar, sjálfum okkur nægar. Stundum er þetta eins og í einhverjum farsa. Þessi eilífi rembingur. Það vill enginn fórna vinnunni fyrir fjölskylduna, fjölskyldunni fyrir vinnuna. Og svo framvegis og svo framvegis.“ Og þegar hún segir manni þetta allt er fær maður það á tilfinn- inguna að hún sé samt einhvern veginn búin að ná þessu. Í full- komnu jafnvægi. Bróðir hennar, Baldur, segir að það hafi komið með Degi, þegar hún eignaðist hann, því þá hafi hún náð þessum þroska sem brýst svo út á sviðinu í fullþroskaðri leikkonu en ef maður spyr hana sjálfa út í það þá verður hún hógvær og vill meina að hún sé enn full efa um sjálfa sig. Á Grímunni síðustu, í hópi með Krist- björgu Kjeld, Ólafíu Hrönn og Guð- rúnu Gísla, spurði hún sig hvort hún ætti nokkuð heima í þessum hópi. En um leið var hún þarna og sveiflaðist á milli þess að svona verðlaun væru jú auðvitað bara hé- gómi en samt eitthvað svo gott að fá viðurkenningu fyrir sín störf. „Ég hef kannski eitthvað að gefa,“ leyfði hún sér að hugsa, „ég á kannski að halda þessu áfram.“ Álit annarra Þegar Unnur var í Leiklistarskólan- um voru foreldrar hennar mjög virk í listalífinu. Mamma hennar leik- stjóri og höfundur og pabbi hennar þjóðleikhússtjóri. Hún var því strax með mikla komplexa fyrir því hverra manna hún var. Það var ekki að hún skammaðist sín fyrir þá, hún vildi bara ekki tala um þá og fá að vera í þessum skóla á sínum eigin forsendum. Eftir á að hyggja segir Unnur að þetta hafi verið skiljanlegt – hana skorti sjálfstraust og var hrædd við álit annarra – en um leið sorglegt því hún hefur alltaf verið mjög náin foreldrum sínum og sótt til þeirra mikinn styrk. Svo liðu árin og Unnur segir að henni finnist margt af þessu skondið í dag. Hún fór meira að segja í mörg ár í viðtöl uppfull af stjórnsemi um að það mætti ekki einu sinni segja frá því að foreldar hennar væru Stefán Baldursson og Þórunn Sigurðardóttir. Aftur að kjötbollunum Það er líka hægt að skrifa undir það að yfir Unni er önnur ára en áður. Hún er miklu rólegri, eins og hún sé komin heim, og áhyggjur ungu leikkonunnar um hvernig sé skrifað um hana eða hvaða mynd sé dregin upp af henni í fjölmiðlum eru horfnar. Hún er komin heim og þegar við komum aftur að kjötboll- unum og þessum tíu dögum sem þau Björn eyddu á vökudeild með litlu dóttur þeirra fyrir þremur og hálfum mánuði þá segir hún að sú reynsla hafi endanlega sett allt í rétt samhengi: „Edda Heiðrún Backman sagði einu sinni við mig þegar ég var nýútskrifuð og ég hitti hana á ein- hverri frumsýningu – við Bjössi vorum nýútskrifuð – eða hún spyr mig hvað ég sé að fara að gera og ég segi henni að ég sé að spá í hvort ég eigi að fara út núna í eitt ár eða hvort maður eigi að keyra á ferilinn hér heima strax og svo fer ég að segja henni frá allskonar hug- myndum sem ég hafði þá um eigin frama. Hún horfði á mig og hlustaði af þolinmæði þar til ég þagnaði loks og þá sagði hún rólega, þessi mikla reynda og sterka leikkona og listamaður: „Vittu til Unnur að það er enginn að pæla í þér nema þú sjálf,“ og svo skaut í hún inn í: „Og kannski þínir nánustu.“ Ég hef oft hugsað út í þetta og geymt þetta með mér. Því við eigum það öll til að gleyma okkur í sjálfum okkur. Ef ég passa mig ekki þá er ég allt í einu komin með þá hugmynd í kollinn að einhver þarna úti sé í alvörunni að spá í því hvað Unnur Ösp ætli að gera næst! En öllum er alveg sama. Það er enginn að spá í mig nema ég og kannski mínir nánustu.“ Við erum samt að spá í Unni og bara svo þú vitir það þá eru þær Nína Dögg Filippusdóttir búnar að þróa saman sjónvarpsseríu um kon- ur í kvennafangelsi sem fer líklega í tökur í vor og búið er að laða að leikstjórann Ragnar Bragason og framleiðendurna í Mystery. Auk þeirra Unnar og Nínu og koma Margrét Örnólfsdóttir og Jóhann Ævar Grímsson að handrits- skrifum. Svo byrjar Unnur aftur í Borgarleikhúsinu eftir áramót og hún vonast líka til að vinna aftur með Jóni Páli Eyjólfssyni sem leik- stýrði bæði Elsku barni og Eldhafi – sýningar sem Unnur hélt uppi og var einmitt valin leikkona ársins fyrir Elsku barn. „Það er merkilegt hvernig for- gangsröðun manns getur breyst skyndilega þegar lífið bankar uppá. Þegar við Bjössi vorum með litlu stelpuna okkar á vökudeildinni þá fékk ég jákvæðar fréttir varðandi fangelsisverkefnið okkar Nínu, fréttir sem ég hafði beðið eftir í mjög langan tíma. Fókusinn minn var svo engan veginn á framanum og vinnunni að ég gleymdi að segja Bjössa og mínum nánustu þessar fréttir í þrjár vikur og fannst þær engu máli skipta í samhengi hlut- anna.“ Já, kjötbollurnar og litla dóttir þeirra sem fæddist fyrir tímann. Hún braggast vel og Unnur hleypur upp til hennar og Björns eftir að hafa fylgt mér til dyra. Á vökudeild- inni kynntust þau ótrúlegu fólki, frábærum foreldrum og krafta- verkabörnum, sem halda hópinn á Facebook. Þau voru bara þarna í tíu daga en aðrir foreldrar jafnvel í þrjá mánuði. „Á vökudeild eru það ekki aukakílóin sem skipta máli heldur grömmin. Það setur allt í samhengi.” Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Ef ég passa mig ekki þá er ég allt í einu komin með þá hugmynd í kollinn að einhver þarna úti sé í alvörunni að spá í því hvað Unnur Ösp ætli að gera næst! 30 viðtal Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.