Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 20
40 milljón
konur geta ekki
haft rangt
fyrir sér
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
HEITASTA
ÁSTARSAGAN
BÓKIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM
Heildarlisti 05.09.12 – 11.09.12
2. prentun
væntanleg!
inn aftur,“ segir hún enda mikil
útivistarkona sem hefur gaman af
því að hreyfa sig. „Eins á ég afar
góða, skemmtilega og trygga vini
sem gefa mér mikið. Svo les ég
eins mikið og ég get, alls konar
bækur. Ég las lengi ævisögur en
les nú mest vandaðar skáldsögur.
Ég er „selektív“ enda hef ég ekki
eins mikinn tíma til að lesa og ég
myndi vilja.“
Mamma fylgist með mér
Í gluggakistu á lítilli skrifstofu
Bylgju á fjórðu hæð Landspítalans
við Hringbraut stendur silfr-
aður rammi með mynd af konu á
besta aldri, ekki óáþekkri Bylgju
í útliti. „Þetta er mamma mín,“
svarar hún þegar hún er spurð af
hverjum myndin sé. „Hún er að
fylgjast með því að ég sé að vinna
vinnuna mína,“ segir Bylgja og
hlær. „Hún lést úr krabbameini
árið 2008, aðeins 57 ára gömul.“
Móðir Bylgju hét Sigrún Ólafs-
dóttir og fékk krabbamein fertug
að aldri. „Hún lifði ágætislífi þrátt
fyrir krabbameinið en barðist við
sjúkdóminn lengra kominn síðustu
þrjú ár ævi sinnar. Hún þurfti að
njóta þjónustunnar hér á Landspít-
alanum og lést á líknardeildinni,“
segir Bylgja.
„Ég lærði mjög mikið af því að
vera aðstandandi - samkennd og
skilning. Það er oft ótrúlega erfitt
að vera aðstandandi og þeim líður
oft mjög illa. Aðstandendur koma
hingað í alls kyns ástandi og sýna
oft ekki sínar bestu hliðar en hluti
af okkar starfi er að takast á við
ættingja og minni ég fólkið mitt oft
á það.“
Bylgja segir að móðir sín hafi að
mörgu leyti verið fyrirmynd sín í
lífinu. „Hún var dugleg og ósérhlíf-
in. Ég held að það sé kostur þótt
maður geti auðvitað farið fram úr
sér í því líka. Mamma var ótrúlega
flott kona. Hún var kennari og var
útivinnandi þegar ég var krakki en
sinnti einnig heimilinu og okkur
ofboðslega vel. Pabbi var flugvirki
og vann mjög mikið. Þetta var
þessi dæmigerða verkaskipting
sem tíðkaðist á þessum tíma nema
hvað mamma var líka útivinnandi.
Þetta voru þeir tímar.“
Bylgja er elst þriggja systkina
og á þremur árum yngri bróður
sem er viðskiptafræðingur,
búsettur í London, og átta árum
yngri systur sem er lögfræðingur í
námi í Berkeley háskóla í Kalíforn-
íu. Þau eiga náið systkinasamband
þótt fjarlægðirnar milli þeirra séu
umtalsverðar og systurnar eru
miklar vinkonur.
Erfitt en mikilvægt starf
Bylgja segir hjúkrunarfræðinga
tala allt of lítið um hvað felst í
starfinu. „Þetta er erfitt starf en
mikilvægt. Við erum alla daga
með líf fólks í höndum okkar.
Bylgja er ötull talsmaður nýs spít-
ala við Hringbraut. „Það gleymist
alltaf í umræðunni að við ætlum að
nýta tugþúsundir fermetra af eldra
húsnæði. Þess vegna var ákveðið
að byggja hér á Hringbraut,“ segir
hún og nefnir Barnaspítalann sem
dæmi um deildir sem starfa munu
áfram með nánast óbreyttu sniði
og myndi kosta mikið að byggja
upp á nýtt.“
„Ég heyri fólk ræða um það að
það séu ekki til peningar fyrir
nýjum spítala. Við verðum einfald-
lega að horfast í augu við það að
sá spítali sem við búum yfir í dag
er úr sér genginn. Þó svo að við
myndum endurnýja öll þau tæki
sem þörf er á að endurnýja er ein-
faldlega ekki pláss fyrir þau í því
húsnæði sem við höfum til afnota.
Við munum að sjálfsögðu nýta
öll þau tæki og allan þann búnað
áfram í nýja spítalanum sem við
getum. Við erum aðeins að tala
um að endurnýja það sem þarf,“
segir hún.
„Það er ekki boðlegt fyrir fár-
veikt fólk að deila sjúkrastofu með
allt að fjórum öðrum mjög veikum
sjúklingum og komast jafnvel ekki
á klósett. Við eigum að geta boðið
fólki upp á einbýli með salernisað-
stöðu. Við erum ekki að tala um
neinn lúxus. Á svona fjölmennum
sjúkrastofum er ekkert næði og
við þurfum oft að færa slæmar
fréttir og ræða erfið mál fyrir allra
eyrum því fólk kemst oft ekki fram
úr rúmi,“ bendir hún á.
Bylgja nefnir einnig spítalasýk-
ingar í þessu samhengi en sýnt
hefur verið fram á að mun færri
sjúklingar á einbýli smitast af sýk-
ingum sem ganga á sjúkrahúsum
en þar sem um fjölmennar sjúkra-
stofur er að ræða.
„Ég bíð eftir að heyra í vinnu-
vélunum hér fyrir utan – ég leyfi
mér ekki að hugsa neitt annað.
Ég bara trúi því ekki að fólk vilji
raunverulega hætta við og taka
annan hring á umræðunni. Það
er búið að skoða þetta fram og til
baka og niðurstaðan var að best
væri að byggja við Hringbraut.
Ég vona að við þreyjum þorrann
í þessu gamla hrörlega húsnæði,
endurnýjum tækin eins og hægt
er á meðan og tökum þau svo með
okkur í nýjan spítala. Ég vona að
við förum sem eitt, bæði samfé-
lagið og við sem vinnum á Land-
spítalanum, yfir á nýjan spítala
með jákvæðu hugarfari.“
Hún segir út í hött að líkja
nýjum spítala við Hörpu eða
IKEA eins og borið hefur á í um-
ræðunni. „Þetta er grunnþjónusta.
Bara „basic“ sjúkrahús, ekkert
„hátækni“ neitt. Þetta er háskóla-
sjúkrahús sem er að veita þessa
flóknu, dýru þjónustu sem fólk
myndi finna fyrir ef væri ekki til
staðar. Við getum ekki boðið fólki
upp á þetta næstu tíu, fimmtán
árin. Þá yrðum við að fara í mjög
kostnaðarsamar breytingar og
mikið viðhald sem væri langt frá
því ásættanlegt. Þetta á ekki að
vera pólitískt mál. Þetta er mál alls
samfélagsins.
Þetta er mikil nákvæmnisvinna
sem felur það meðal annars í sér
að gefa lyf, meta ástand sjúklinga,
veita flókna meðferð og hjúkra
sjúklingnum út af spítalanum. Við
erum stanslaust að beita gagn-
rýnni hugsun, þekkingu okkar og
menntun. Minnstu mistök geta
stundum haft slæmar afleiðingar,“
segir Bylgja.
Hún talar um starf sitt af mikl-
um eldmóði. „Mikilvægi starfs
hjúkrunarfræðinganna er vel við-
urkennt hér innan spítalans. Verk-
efnin sem við sinnum alla daga eru
upp á líf og dauða. Skilningurinn
á því virðist hins vegar ekki eins
mikill úti í samfélaginu og hér inni
á spítalanum.“
Mikil umræða hefur verið um
laun heilbrigðisstarfsfólks undan-
farið og atgervisflótta hjúkrunar-
fræðinga til Noregs þar sem hærri
laun eru í boði. Umræðan náði
hámarki fyrir síðustu helgi þegar
fregnir bárust af umdeildri ákvörð-
un velferðarráðherra um að hækka
laun forstjóra spítalans, Björns
Zoëga um 450 þúsund krónur á
mánuði, sem samsvarar launum
tveggja sjúkraliða. „Áhyggjur
fólks hér á spítalanum eru einmitt
af laununum og svo sem skiljanleg-
ar. Búið er að draga úr yfirvinnu
og við hikum ekki við að færa
fólk til á vöktum ef um veikindi er
að ræða. Fólk er almennt þeirrar
skoðunar að ekki eigi að umbuna
einhverjum einum fyrir að reka
spítalann innan fjárheimilda. Það
er ekki einum manni að þakka að
það hefur tekist. Við eigum öll þátt
í því. Ég fæ ekki að umbuna mínu
starfsfólki þótt mér finnist það
standa sig sérstaklega vel. Ég hef
leitast eftir því að fá að gera það
en fæ oft synjun. Óánægja fólks
varðandi umrædda launahækkun
snýst ekki um forstjórann í sjálfu
sér heldur finnst fólki bara for-
gangsröðunin ekki vera rétt. Hér
eru ekki til peningar fyrir neinu
og því kemur þetta eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Þetta eru tvöföld
skilaboð.“
Bylgja segir að þrátt fyrir þessa
umræðu og krefjandi starfsum-
hverfi í ljósi niðurskurðar dragi
ekkert úr þeim eldmóði og ákafa
sem einkenni hjúkrunarfræðinga
í starfi sínu. „Við verðum kannski
sjálf að bera meiri virðingu fyrir
starfi okkar og tala meira um hvað
í því felst. Það er mikið um það
rætt í samfélaginu að laun eigi að
vera í samræmi við ábyrgð. Í okkar
tilfelli er himinn og haf þar á milli.
Við berum gríðarlega ábyrgð en
fáum engan veginn laun í sam-
ræmi við það. Hjúkrunarfræði
er fjögurra ára háskólanám og ef
við berum okkur saman við aðrar
stéttir ríkisstarfsmanna með sam-
bærilega menntun, svo sem við-
skiptafræðinga eða hagfræðinga,
eru laun okkar langtum lægri.“
Ég gæti hins vegar
ekki fækkað fólki
meira. Þá yrði hættu-
legt að liggja hjá mér.
Lægri laun en
lögregluþjónar
Nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur
er með 280 þúsund krónur á mánuði
fyrir dagvinnu og reikna má með að
heildarlaun séu um 350 þúsund krónur
fyrir vaktavinnu, að sögn Bylgju.
„Meðalheildarlaun hjúkrunarfræð-
inga eru 519 þúsund krónur og þá eru
allir með í því, bæði stjórnendur og
nýútskrifaðir á meðan viðskiptafræð-
ingar sem eru með styttri menntun
hafa 590 þúsund krónur á mánuði og
ætla má að sú vinna sé mest öll unnin
á dagvinnutíma. Taka verður mið af
því að inn í heildarlaunum hjúkrunar-
fræðinga er helgarvinna, kvöld og
næturvinna sem og allir hátíðis-
dagar,“ segir Bylgja. „Ef við berum
okkur saman við aðra sem vinna á
sambærilegum vinnutíma, eins og til
dæmis lögreglumenn, þá eru þeir mun
hærri eða með 592 þúsund krónur í
mánaðarlaun en menntun þeirra er
ekki á háskólastigi og ekki sambærileg
við menntun hjúkrunarfræðinga.”
Hjartadeildin stærst
Hjartadeildin er langstærsta legu-
deildin á Landspítalanum, með 32
rúm. Eingöngu er um bráðainnlagnir
að ræða. Dæmigerður sjúklingur á
hjartadeild er eldri sjúklingur með
kransæðasjúkdóm, hjartabilun eða
hjartsláttartruflanir. Sjúklingar eru þó
á öllum aldri. Fólk með hjartastopp er
flutt á hjartadeild þar sem boðið er upp
á flókna og sérhæfða þjónustu fyrir
alla hjartasjúklinga landsins. Sólar-
hringurinn á hjartadeildinni kostar að
meðaltali 120 þúsund krónur á hvern
sjúkling.
Alls leggjast tæplega 200 sjúklingar
inn á hjartadeild í hverjum mánuði
og dvelst hver sjúklingur að meðaltali
fimm daga á deildinni. „Rúmanýting
á Landspítalanum er 90 prósent sem
þýðir að hér eru nánast alltaf sjúklingar
á göngunum á einhverjum deildum og
það er hættulegt. Það veldur okkur
miklum áhyggjum því meðalsjúklingur-
inn á Landspítalanum er miklu veikari
en fyrir tíu árum. Það er ekki boðlegt
fyrir fárveikt fólk að liggja á göngum,“
segir Bylgja.
Nýr Landspítali er
mál alls samfélagsins
20 viðtal Helgin 14.-16. september 2012