Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 14.09.2012, Blaðsíða 24
islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Þú gerir samkomulag í Netbankanum eða næsta útibúi um mánaðarlega lækkun yfirdráttarheimildar niður í 0 kr. á allt að þremur árum. Á móti lækka vextirnir sem auðvelda þér að koma reikningnum úr neikvæðri í jákvæða stöðu. Þá geturðu valið þér eina af sparnaðar leiðum Íslands banka og byrjað að fá greidda vexti í stað þess að greiða þá. Dæmi: Ef þú greiðir 360.000 kr. yfir- drátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði í 24 mánuði þá sparar þú 53.611 kr. í vaxtakostnað.* Svona virkar Greiddu niður yfirdráttinn 0 kr. -100.000 kr. -200.000 kr. -300.000 kr. -400.000 kr. Sparnaður: Greiddu niður yfirdráttinn Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við vext- ina. Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á. Þú færð hjálp við að skipuleggja niðurgreiðsluna og lækka vaxtakostnaðinn svo um munar með þrepalækkun Íslandsbanka. Snúðu dæminu við Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. *Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,55% (Gullvild) í 9,80% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. september. Lægri vaxtaprósenta skilar 10.313 kr. lækkun og lækkandi yfirdrætti 43.298 kr. – samtals 53.611 kr. Á lagið er það mikið að foreldrar gefast upp og leiðir skilja,“ seg-ir Óli Ásgeir Stueland Kerans- son. Frá því í maí hefur hann einn séð um þriggja og hálfs árs son sinn, Keran, sem er eitt veikasta barn landsins. Hann og æskuástin hans, Sigrún Óskarsdóttir, skildu. Hún var aðeins átján og hann 23ja ára þegar þau eignuðust fyrri drenginn sinn sem snemma greindist með hrörn- unarsjúkdóminn SMA1. „Það mætti vera meiri aðstoð við for- eldra. Álagið er þannig að það er nauð- synlegt að fá sálfræðihjálp til að komast í gegnum þetta.“ Heimili þeirra feðga er látlaust og fal- legt. Á hverjum degi koma hjúkrunar- fræðingar og sinna litla drengnum. Inni í herbergi Kerans eru tvær öndunarvélar, sog- og súrefnistæki og hóstavél. Hann er með sontu og stöðugt með öndunar- vél tengda í gegnum hálsinn. Hann getur beint augunum að föður sínum en liggur annars hreyfingarlaus í sjúkrarúminu í herberginu sínu. Hreyfingarlaus að öllu leyti fyrir utan að hann getur hreyft ann- an litla putta. Faðir hans spyr sig að því hvort hreyfingin sé ósjálfráð eða ekki. Kvefið lífshættulegt Keran Keran er kvefaður og Sigrún Sveinbjörns- dóttir hjúkrunarfræðingur er á heimilinu og sogar upp úr honum slímið. Hún hefur fylgt drengnum frá fimm mánaða aldri hans. Hún lýsir því hvernig Keran er sett- ur á sýklalyf þegar útlit er fyrir að hann sé að fá kveisu. Þau fái hann til að fyrir- byggja veikindi. „Ef hann fær lungna- bólgu getur hann lent inn á gjörgæslu. Það er svo miklu stærra vandamál. Það er lífshættulegt,“ segir hún. Keran er á tilraunalyfi sem á að draga úr hrörnun. „En vart er hægt að hrörna meira en komið er,“ segir nú 26 ára faðir hans. „Það er allt farið. En hjartað slær og augun eru í lagi.“ Kerani var ekki hugað langt líf. Einu ári. „En svo eru tækin svo góð. Þau halda í honum lífinu í dag,“ segir Óli. „Hann myndi ekki lifa án tækja af ýmsum toga.“ Í öndunarvél allan sólarhringinn Sigrúnu finnst Óli sinna Kerani vel. Ungi maðurinn, sem alinn er upp í Ör- lygshöfn við sunnanverðan Patreksfjörð og bjó með foreldrum sínum í Breiðavík frá fermingaraldri, sé góður pabbi. „Það eru ekki margir svona ungir foreldrar á landinu með svona fötluð börn. Það eru ekki mörg börn eins fötluð eins og Keran – í öndunarvél annan sólarhringinn. Ég held þau séu þrjú. Þar af einn drengur sem er tveimur árum eldri en Keran með sama sjúkdóm. En Keran hefur enn minni hreyfigetu en hann og þarf mikla umönnun.“ Hvenær var Keran í besta forminu sínu? „Þegar hann var sem minnstur. Þá var getan mest,“ svarar Óli þar sem við sitjum við eldhúsborðið á heimili feðg- anna í Kópavogi. „Þegar ég hugsa til baka sé ég að það leið voðalega stuttur tími. Fyrst gat hann sogið brjóst. Svo fór það. Þá var hann settur á pela. Hann entist í sólarhring. Þá fékk hann sontu í nefið. Hann gat lengi vel hreyft sig í vatni og brosað án þess að vera í vél.“ Sá tími sé liðinn og litli Keran, sem skírður er eftir afa sínum, orðinn þriggja og hálfs árs. Faðir eins veikasta barns landsins Óli Ásgeir og Keran eru einir. Tæki sem mælir súrefnismettun og hjartslátt sonarins stýrir lífi þeirra. Á því sér ungur faðir hans, 26 ára, hvernig honum líður hverju sinni, en einnig þurfi hann að stökkva til og blása lífi í litla drenginn sinn og bjarga lífi hans. Kerani var aðeins hugað líf í eitt ár en hann er nú þriggja og hálfs. Hann er stöðugt í öndunarvél og hjúkrunarfólk er á heimili þeirra feðga daglega. Óli óttast þá stund þegar Keran kveður. „Já, þú getur rétt ímyndað þér það. Þetta er barnið mitt.“ Feðgarnir Óli Ásgeir og Keran á heimili sínu á miðvikudag. Keran hefur verið mjög kvefaður, sem getur verið lífshættulegt litla drengnum með hrörnunarsjúkdóminn SMA. Óli er einstæður faðir með eitt veikasta barn landsins. Mynd/Hari 24 á allra vörum Helgin 14.-16. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.