Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1928, Qupperneq 8

Læknablaðið - 01.01.1928, Qupperneq 8
2 LÆKNABLAÐIÐ Sjúklingatalan er sanikv. þessu oröin um 800 á ári, en skoöanirnar nokkru fleiri. Orsakast þaö af því, aö einstöku sjúklingar eru skoöaöir oftar en einu sinni vegna sama sjúkdóms. En hjá ekki allfáum eru skoð- uð fleiri líffæri en eitt, t. d. bæði maginn og lungun. Kemur því ekki heim talan á sjúklingum og röntgenskoðunum. í skránni er sjúklingunum flokkað eftir þeim liffærum, sem athuguð voru, en ekki eftir sjúkdómum. Tannskoðanir hafa aukist siðari árin, og stendur það í sambandi við aukna konservativ tannlækning hjá tannlækn- unum. Með röntgenmyndinni er leitað upplýsinga um rótar-abscessa, cystur, brot, retention á tönnum o. fl. — Ennfrenmr hefir aukist talsvert röntgenrannsókn á sinus paranasales. Á röntgenmyndunum kemur aðal- lega í ljós, hvort eðlilegt loft er í holunum, eða hvort á þeim er skuggi, vegna þykkni í slímhúðum, eða exsudats. Ennfremur stærð sinusanna og lögun. Margir lifrarsjúklingar hafa verið skoðaðir vegna sulls, eða gruns um sull. Hafa fyrirfarandi ár verið geröar á Röntgenstofunni all-ítarlegar rannsóknir á því, hvers má vænta af geislaskoðun á sullaveikum sjúkl- ingum. Árangurinn af þessum rannsóknum verður birtur á sínum tíma. Röntgenskoðun á brjóstholinu hefir tekið allmikilli fullkomnun á síö- asta ári. Lungun hafa röntgenlæknar venjulega kannaö með sagittai geislastefnu, með brjóstið að filmu. En nýlega hefir röntgenlæknir í W ien, dr. F. F 1 e i s c h n e r, sýnt fram á, að margt má leiða í ljós í lungum og brjóstholi, meö því aö taka hliðarmyndir (frontal geislastefna), sem ekki kemur fram á röntgenmyndunum, að öðrum kosti. Það er al- kunnugt, að við röntgenskoðun á útlimum er mjög mikilsvert, að myndir séu teknar með fleiri geislastefnum, en einni. Kemur nú á daginn, að sanm er um brjóstholið. Reyndar hafa röntgenlæknar áður notað ýmsar stell- ingar á sjúklingunum, við brjóstskoðun. En aðallega hefir það verið við gegnlýsing. Það hefir ekki þótt sjálfsagt, fyr en nú upp á siðkastið, að taka hliðarmyndir af flestum sjúklingunum. Það sem oft og einatt má leiða í ljós á hliðarmyndum, en ekki í öðrum stellingum, eru eitlar í hilussvæðum, en einkanlega þykkildi og exsudat í glufunum milli lungnablaðanna, m. ö. o. pleuritis interlobaris. Fissurur milli lungnablaða eru þannig settar, að vel má vera að infiltration í þeim varpi alls eigi skugga á röntgenfilmu, nema tekin sé hliðarmynd. Skal þetta ekki rakið nánar hér. En vegna þess hve læknar senda marga sjúk'l inga til lungnaskoðunar, þótti rétt að benda á þessa mikilsverðu umbót á geislaskoðuninni. Röntgenlækning (therapi). T u m o r e s. Cancer: mammæ . .. recti ...... uteri ...... vesicæ urin. Epithelioma: labii infer. 1926 1927 1 1 1 1 1 Sarcoma: ossis ethmoidal maxillæ ....... colli ......... mediastini . .. . pulmonis ...... abdominis ... . 1926 1927 1 1 2 I I I I I coxæ

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.