Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1928, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.01.1928, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 7 a'ð fá læknisvottoröin. En það er víst sjalclnast sem nokkur skoðun fer fram. Þó á læknirinn vitanlega að skoða báðar persónurnar. Því aðeins er vottorð læknis lieimtað, að honum er ætlað að skoða hjónaefnin, ef vera kynni að hann yrði einhvers vísari, sem samkvæmt lögum er hjúskapar-. hindrun. Það gæti komið sér illa fyrir lækninn, að liafa gefið heilbrigðis- vottorð manneskiu með lekanda. Ef engin skoðun fer fram, er vottorðið einskisvert, eða verra en ekkert. Eg veit dæmi til þess, að maður með töluvert svæsinn gonorrhoe fékk heilbrigðisvottorð hjá lækni og kvæntist upp á það. Vitanlega getur ýmislegt farið fram hjá lækninum við skoðunina, eins og t. d. chron. lekandi, en yfirsjón er þó altaf skárri en vanræksla. Það getur líka verið ómögulegt við eina skoðun, að ganga úr skugga um sjúkdóm, sem maður gengur með, eins og t. d. epilepsi, eða jafnvel lekanda. Og hér er einmitt enn eitt, sem eg verð að minnast á í þessu sambandi, og það eru vottorðin. sem maður sér stundum um, að viðkomandi hafi ekki þennan og þennan sjúkdóm. Slik vottorð eru stundum heimtuð af læknum, einkum út af kynsjúkdómum, sérstaklega lekanda. Og þá kem- ur fyrir, að læknirinn skoðar sjálfur eitt „præparat“ frá sjúklingnum, eða fær það skoðað í Rannsóknastofunni; ef enginn lekandi fiiist, gefur hann vottorð um, að viðkomandi hafi ekki lekanda, eða a. m. k., að lekandi hafi ekki fundist við rannsókn. Þetta á læknirinn ekki að gera, því að sjúkl. með chron. lekanda getur haft svo hverfandi litla útferð, að ekkert finnist í henni við eina rannsókn. Til að ganga úr skugga um, að við- komandi hafi engan lekanda, þarf ítrekaða rannsókn, og helst með pro- vokation, t. d. með Lugols upplausn. í reglugerðinni um varnir gegn kynsjúkdómum er líka heimtað að rann- sókn fari fram þrisvar sinnum, áður en úrskurðað sé, að maður hafi ekki lekanda. Þá eru það öll vottorðin sem fólkið heimtar af okkur um að það sé veikt og þoli því ekki þetta eða hitt eins og t. d. að vinna, fara í hegn- ingarhúsið, mæta fvrir rétti, flytjast úr bænum o. fl. Á þessum vottorð- um er ef til vill syndgað óþarflega mikið. Eg veit dæmi þess, að vottorð, sem einni persónu var gefið um að hún þyldi ekki að mæta fyrir rétti, var fleygt í pappirskörfuna og viðkomandi persóna tekin og yfirheyrð. Sams- konar tilfelli kom nýlega fvrir í bæ einum í Bandarikjum N. A. Þar hafði keknir gefið brennivínssala vottorð um. að hann væri veikur og gæti ekki mætt fyrir rétti. En þegar lögregluþjónar voru sendir heirn, fundu þeir dónann sitjandi viö að tappa brennivíni á flöskur! Læknirinn var dæmd- ur í 13 daga fangelsi fyrir „contempt of court". Þegar þess þarf með, ])ykjast allir vera veikir, eins og t. d. ef þeir eru dæmdir i hegningarhúsið, og svo heimta þeir af okkur vottorð um, að þeir séu svo veikir eða veiklaðir, að þeir þoli ekki að fara í hegningar- húsið, eða hvaö ]iað nú er annað sem á að gera við þá. Það er auðvitað mjög mannlegt, að vilja bjarga mönnum frá fangelsisvist, en það er nú einu sinni svo, að læknirinn hefir ekki náðunarvald, heldur að eins rétt til að gefa upp álit sitt eftir l)estu samvisku. Og læknirinn má vara sig á að ievgja sig svo langt, að ekkert mark verði tekið á vottorðum hans. Það mætti gefa flestum mönnum vottorð i þá átt, að það sé varasamt að láta ])á i fangelsi, vegna ])ess að þeir kynnu að verða geðveikir af þvi. Vitan-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.