Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.1928, Qupperneq 15

Læknablaðið - 01.01.1928, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 9 i vottorðagjöfum. Eg sá töluvert af því í sinni tíö á Stýrimannaskólan- um, þar sem hálfblindir og litblindir menn fengu vottorð um að þeir hefðu góSa sjón, gengu í gegnum skólann upp á þessi vottorS, og urSu stýrimenn, en þurftu svo að hætta vegna sjónleysis. Slík tilfelli urðu til þess, að augnvottorð voru ekki tekin gild, nema frá augnlækni. Og svona fer þaS á fleirum sviSum, ef menn verSa varir við, aS ekki er vandaS til vottorðanna. Þá verSur rétturinn til aS gefa læknisvottorS smám saman tekinn af almennum læknum, og færður yfir á einstöku menn, sem reynast áreiðanlegir. En hitt væri skemtilegra fyrir okkur, að taka sjálfir saman höndum um aS hækka gengiS á þessum pappír- um okkar, sem hingað til hafa óneitanlega staðiS lágt og okkur til held- ur lítils sóma. Hitt mundi verða stéttinni í heild sinni til vegsauka, ef læknavottorSin fengju þaS orS á sig, sem þau ættu aS hafa. Framhaldsiræðslumót Þjóðbandalagsins. fyrir embættislækna, í London nóv.-des. 1927. Eftir Steingrím Matthíasson. (GreinargerS til landlæknis). I. Eins og ySur er kunnugt, var þaS fyrir tilstilli þeirra S k ú 1 a læknis GuSjónssonar og próf. T h. M a d s e n, s, og fyrir vinsamleg meS- mæli ySar, herra landlæknir, að HeilbrigSisnefnd ÞjóSabandalagsins (League of Natiöns) í Genéve, bauS mér aS taka þátt í fræSslumóti því, sem haldiS var i London frá 3. nóv. til 15. des. 1927. ÞjóSabandalagið hefir síSan 1922 gengist fyrir því, aS slík fræSslumót i heilbrigðismálum hafa haldin veriS í ýmsum löndum. Öllum þátttakend- um er boSið samkvæmt meðmælum sinna heilbrigSisstjórna, og kostar ÞjóSabandalagiS ferSir þeirra og dvöl meSan á námsskeiSinu stendur. Alls hafa nú nálægt 450 embættislæknar úr ýmsum löndum notiS þessarar gestrisni og hlunninda. En þetta var í fyrsta sinni sem íslandi var boSiS aS senda fulltrúa. Og sennilega verður framhald á því, aS íslenskum læknum verði boSiS, en þó hæpiS aS svo geti orSiS, nema á nokkurra ára fresti, því aS margar þjóSir koma til greina, og tala þátttakenda sjaldan meiri en var í þetta skifti. ÞaS er fyrir f járstyrk úr Rockefeller sjóSi, sem ÞjóSabandalagiS hefir getaS stofnaS til þessarar alþjóSafræSslu fyrir embættislækna (International Continuation Courses for Public Health Officers). Auk íerSakostnaðar samkvæmt reikningi, eru hverjum lækni greiddir 20 sviss- neskir frankar á dag eða nálægt einu sterlingspundi. NámskeiSin hafa ýmist verið þannig, aS allur hópurinn hefir, undir leiðsögn, ferðast víSsvegar um eitt eða fleiri lönd og veriS sýnt, ásamt leiSbeinandi fyrirlestrum, sitt af hverju er snertir heilbrigSisráSstafanir fyrir almenning; eða þannig, aS hópnum hefir veriS skift i marga smærri hópa og hver hópur sendur til dvalar viS ákveSnar heilbrigðisstofnan-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.