Læknablaðið - 01.01.1928, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ
ii
hann aS hverfa heim, og kom þá í sta8 hans D r. A. G r u m-
b a c h, aSstoðarmaður hans).
— Svíþjóð: D r. Gustav Halldén, stiftislæknir í Álfsborg viö
Venern). . j
— Þýskaiandi: Próf. v. Drigalski, borgarlæknir í Berlín, og
Medizinalrat dr. H e i n z S p r a n g e r, héraöslæknir í Friedeberg.
— Ungverjalandi: Dr. Nicholas Pfejiffer, borgardeildarlæknir í
Budapest.
F.ru nú taldir 18 læknarnir, en þar viö bættist eg sem sá 19.
III.
Elstur okkar allra var próf. Silberschmidt hinn svissneski, kominn á
sjötugsaldur, gráhærður og sköllóttur, góöur vísindamaöur og geðug-
ur í viömóti. Vann hann brátt hylli okkar allra og hafði lengi orð fyrir
okkur við hátiðleg tækifæri. Því oft vorum við í samsætum og þurfti
þá einhver að tala. Englendingar eru gefnir fyrir ræðuhöld og urðum
við að semja okkur að siðum þeirra. Næstur Silberschmidt að aldri
og nafnkunnari þó, var próf. Drigalski. Framan af dró hann sig frem-
ur í hlé, þvi hann var stirður í enskunni, en seinna liðkaðist á honum
málbeinið, — eins og reyndar á fleirum okkar, og var okkur þá teflt
fram við ýms tækifæri. Þótti Englendingum þær ræður mjög skemtileg-
ar, enda jafnframt til fróðleiks í landa- og þjóðafræði, sem stundum var
engin vanþörf. ;
Oft kom í ljós við þessi tækifæri, að Englendingar létu sér sérstak-
lega ant um að sýna þýzku læknunum vinsemd og virðingu, en þeir
kunnu vel að meta þetta. Einkum fórst próf. Drigalski vel úr hendi að
mæta vilmálum Englendinga með fullu drenglyndi og einurð.
Fyrir fjörug ræðuhöld urðu sumar veislurnar er viö sátum, ógleyman-
lega skemtilegar, þó að sumir töluðu stirt enskuna. Sérstaklega var gam-
an að einu kveldi, er við vorum allir boðnir til veislu í Institute of Hy-
giene. Þar vorum við allir dæmdir til að tala, og reyndust þá margir
furðu snjallir.
Eins og sést á ofanritaðri skrá yfir þátttakendur, voru frá sumum
löndum fleiri en einn, t. d. 3 frá írlandi, en 2 frá Þýskalandi. Kom það
til af því, að það er fyrst nýlega, sem læknar hafa verið boðnir frá þess-
um löndum.
Eg á bágt með að gera upp milli félaganna; eg hafði ánægju af að
kynnast þeim öllurn. Sérstakt dálæti höfðum við þó á fulltrúa Frakk-
lands, og það vegna þess, að það var fríð og skemtileg stúlka, og í öll-
um veizlum var hún sett i öndvegi og í hávegum höfð af gestunum.
Við Norðurlandabúarnir þrir urðum talsvert samrýmdir, vegna máls- og
blóðskyldu, og snæddum oftast saman að dögurði. Loks get eg ekki slept
að minnast sessunauts míns, próf. v. D r i g a 1 s k i, því við urðum ýmsra
orsaka vegna mikið samrýmdir.
IV.
Skal eg nú stuttlega skýra frá hinum helstu fyrirlestraefnum og fyrir-
lesurum okkar, og skal eg strax taka fram, að þeirra á meöal var mann-
val mikið og gaman að hlusta á. Yrði of langt mál að telja nöfn þeirra