Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 24
i8
LÆKNABLAÐIÐ
sagöi mér, aö vikulega væri komiö meö slíka sjúklinga, einn eða íleiri
á klinikina, og mintist hann vart annars, en að blóðtransfusionir heföu
komið að fullu liöi. En oft kvað hann, aö árangur sæist eigi eftir fyrstu
transfusion; væri bá nauösynlegt aö endurtaka aögerðina. Þá væri bat-
inn öruggur.
Skýr og hándhæg bók um þetta efni er: B. Brcitner: Vbcr Blutttransfusionen.
Tul. Springers Verl., 1927. VerÖ 13 Rm.
Samband ljóss og1 vitamína.
Yfirlitsgrein eftir Karl Jónsson, Aarhus.
Frá ómunatíö hefir sólarljósinu veriö tileinkaður lifgandi og læknandi
máttur.
En það er ekki fyrri en á allra síðustu árum, að nokkuö er þekt í hverju
máttur þess liggur. „Næringargildi“ sólarljóss hefir fyrst verið rann-
sakað vísindalega, og sannaö, af dr. H e s s í New York, og lífeðlisfræð-
ingnum Steenbock við Visconsin-háskóla.
í blóði og vefjum hraustra manna og dýra er nokkurnveginn stöðugt
innihald af calcíum og fosfór. Við beinkröm, spasmofili o. fl. sjúkdóma
er jafnvægi þessu raskað. Lífeðlisfræðingurinn M c. C o 11 u m við John-
Hopkins háskóla í Baltimore, hefir fundið, að kalk- og fosfór-jafnvægi
líkamans stjórnast af sérstöku vítamíni, sem leysist upp í fitu (lipoidum),
en er ekki sama og A-vítamín. Vanti efni þetta í fæðuna veikist ungviði
af beinkröm, en fullorðin dýr af osteoporosis eða osteomalaci.
Enn sem komið er vita menn aðallega um vítamín af verkunum þeirra;
samsetningin er að mestu óþekt.
Til skamms tima hefir að eins verið talað um A-, B- og C-vítamín.
Verkunum þeirra og þeim eiginleikum, sem þektir eru, hefir verið marg-
lýst, og sömuleiðis hvar þau koma fyrir. Mc. Collum hefir staðfest til-
veru D-vítamíns, og það á þann hátt. að mikið af áhrifum þeim, sem
hingað til hafa verið tileinkuð A- falla undir D-vítamín, sem sjálfstætt.
A-vítamín leysist upp í fitu, og kemur aðallega fyrir í (þorska)lýsi,
smjöri, eggjarauðu og grænum belgjurtum; það þolir allvel hita, en eyði-
legst fljótt við áhrif súrefnis.
Á stríðsárunum var hér i Danmörku og í Þýskalandi mikið um
xeropthalmi hjá börnum þeim, sem nærri eingöngu nærðust á bamamjöli.
Veiki þessi er einnig mjög tíð í Japan.
Xeropthalmi hefir mátt framkalla hjá hvítum rottum, með því að sneyöa
fóður þeirra efnum þeim, sem innihalda fituleysanleg vítamín. Ögn af
nýju þorskalýsi hindrar veikina, eða læknar sé hún byrjuð. Sé lýsið „iltað"
(þrátt) hefir það ekki áhrif á augnveikina. Það hefir aftur á móti verið
sannað, að þrátt lýsi verkar öfluglega gegn beinkröm. Með öðrum orð-
um: áhrifin á augnveikina og beinkrömina hljóta að stafa frá tveim efn-
um; hið antirachitiska hefir verið nefnt D-vítamín.
Rannsóknir Steenbocks um verkanir sólarljóss eru eftirfarandi: