Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 28
22 LÆKNABLAÐIÐ colon congen., chr. invagination, stenosis, abdominal tumores) ætla eg ekki aS fara neitt nánara út í; meöferðin verður vitanlega aö vera causal. Að eins eina tegund langar mig að minnast á. því henni er oft lítill gaumur gefinn af læknum; en þaö eru afrifur og þroti í slímhúö enda- þarmsins. Afrifur þessar eru afar algengar hjá börnum; þær geta mynd- ast viö þaö, aö hörð og stór skybala þrengjast í gegnum anus. Líka geta þær komið af klóri eöa nuddi, er börnin eru þrifin, eöa þá aö intertrigo getur náð yfir á slímhúöina. En algengasta orsökin mun þó vera sú, að barninu hefir veriö sett pípa meö höröum stíl eöa gefinn ólögulegur sápu- tappi. Afrifur þessar eöa þroti valda meiri eöa minni sársauka, sem svo hefir sphincter krampa í för með sér. En hann gerir svo sitt til að við- halda obstipationinni og- hindrar að afrifurnar grói. Auk obstipationar og sársauka við hægðir veldur þetta allskonar verkjum, sem geisla of- an í fætur, fram í mjaðmir, upp í kvið; meteorismus og kolik-verkir eru því nær altaf samfara þessu. Einnig geta komið truflanir frá blöðrunni, tið, erfið og lítil þvaglát, vegna krampa i lokunarvöðva hennar. Aírifurn- ar eru vanalega aftantil og koma i ljós, ef anus er glentur sundur; sjaldn- ast þarf að nota spekulum. Oft er það, aö engin veruleg fissur sést, held- ur aö eins roöi og þroti á slímhúðinni. Stundum batnar þetta án nokk- urra aðgerða, ef breytt er um mataræði þannig að hægðirnar verði lin- ari. Því þegar saurinn er ekki lengur fastur og harður hverfur sársauk- inn, og með honum krampinn. Venjulegast verður samt að pensla slím- húðina með lapis ('5—10%), og láta barnið fá anæsthesin 20 ctgr. eða novocain 1 ctgr. suppositoria fyrstu dagana. Sprenging á' sphincter er óþörf á 1. ári. Hægðatregða af functionel ástæiðum. Langsamlega al- gengust eru þau tilfelli af hægðatregðu, er barnið virðist fá og fær í raun og veru nægilega næringu, þrífst vel og- líður vel, en hægðir eru stopul- ar, á 2—8 daga fresti, en engar anatomiskar orsakir eru finnanlegar. Ástæðunnar fyrir þessari tegnnd hægðatregðu mun þó oftast, í byrjun að minsta kosti, vera að leita í fæðunni. Svo vel getur unnist úr henni, að lítið verði afgangs, til saurmyndunar. Eða þá að lítið myndast af efnum þeim, er þarmsecretion og peristaltik örfa. Hjá pelabörnum er orsökin venjulega sú. að þau fá of einhliða næringu, rnikla mjólk, lítiö sem ekkert þynta, en sama og ekkert af kolvetnum. Þá getur og valdið atoni þarmvöðvanna, er stafað getur af meöfæddri veiklun, eöa vanþrifum. Við íachitis verða intestinalvöövarnir slappir, ekki síöur en aðrir vöðvar, og eftir langvarandi dyspepsi rninkar vöðvatonusinn líka nokkuð. Hjá hyper- toniskum börnum getur komiö fvrir spastisk obstipation, en mjög sjald- an, og aldrei eins mikil og hjá fullorönum. Oftast mun þó ástæðan til hægðatregðunnar vera sú, að barninu er ekki gefið tóm til þess (af móð- ur eða fóstru) að hafa hægðir sjálfkrafa. Strax ef einn eða 2 dagar hafa liðið hjá, án þess aö barnið hafi hægt sér, er gripið til sápustíls, stólpípu eöa laxantia, til aö afstýra þvi ímyndaða böli, sem yfir barninu vofi, ef hægðir ekki skila sér á réttum tíma. Þá koma vitanlega hægöirnar, og vanalega tæmist barnið svo vel, að það dregst enn í 2—3 daga, aö þaö hafi hægöir; en það verður til þess, að móðirin heldur áfram uppteknum hætti og svo fer að lokum, að barnið getur ekki hægft sér hjálparlaust. pví auk þess sem slík meöferö hefir i för með sér, aö þarmarnir verða

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.