Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1928, Page 33

Læknablaðið - 01.01.1928, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 27 þess a'ö breyta um fæðutegundir, en fara aö þvi með mestu lægni, í byrj- un. Þorskalýsi og appelsinu-safa er best að venja börnin við, frá því þau eru fárra vikna gömul. 5. Varast o-fát. Best er að gefa ungbörnunum hinn minsta mat- arskamt, sem nægir, til þess að þau þyngist, sem vera ber. Þá má ekki auka við barnið, þótt það hafi lyst á meiru. Oft erfitt aö fá foreldra barnsins til að haga sér skynsamlega í þessu efni. 6. Ekki binda sig við ákveðinn fæðuskamt. Varað við að ætlast til þess að börn. sem komin eru á 2. árið, geti torgað þvi, sem foreldrarnir heimta. Matarlyst barnsins verður að ráða! 7. Viðbjóður á sérstökum m a t. Höf. varar við að leggja of mikið að börnum, að þau leggi sér til munns rétti, sem þau hafa við- bjóð á. Vandratað meðalhóf í Jressu efni. 8. B i t a r m i 1 1 i m á 1 a. Stranglega Irannað að börnin neyti mat- ar milli venjulegra matmálstíma. Höf. hefir gert rannsókn á 199 börnum, 18 mán. til 6 ára gömlum, með bréflegum fyrirspurnum, til foreldranna. Alt voru þetta sjúklingar sem höf. haföi sjálfur haft undir hendi. Börn þessi höfðu haft margvís- lega kvilla, en aldrei var haldið að þeim mat, og farið yfirleitt að ráð- um höf. um matarlvst. Höf. hafði ætíð varað við að halda mat að börn- um, sem lystarlítil voru. Rannsóknin sýndi að ]>essi 199 börn vógu að meöaltali 3,6 pund fram vfir meðalþyngd. Höf. hefir þvi styrkst mjög i ótrú sinni á að neyða mat i lystarlítil börn. G. Cl. Sunshine, Skyshine and Rickets. Editorial. Jorn. Americ. Med. Assoc. Jan. 14. '28. Barnalæknar líta á rachitis sem universel sjúkdóm hjá börnum og ung- lingum. Kemur aðallega fyrir i tempraða belti jarðar, en þekkist þó alstaðar. Sjúkdc-murinn skoðast sem avitaminose, — D-bætiefnið vant- ar; en auk þess lika fosfór og kalk. Fyrir þessum efnum verður að sjá, i fæðunni, til þess að koma í veg fyrir, eða lækna beinkröm. Ungbörn með bætiefnasjúkdómana skyrbjúg, beriberi, xerophtalmi og pellagra læknast af brjóstamjólk, en þvi er ekki svo farið um beinkröm, sem hefir nokkra sérstöðu að þessu leyti. Þetta orsakast af þ\* að brjósta- mjólkin er fátæk að D-bætiefni; yfirleitt er harla litiö um þetta efni i fæðunni. Það vantar algerlega í kornmat ,og ávexti. D-efnið er í eggj- um, lifur og nokkrum tegundum af dýrafeiti. Af þessu má áiykta, að það er ekki fæðan ein, sem ver ungbarnið bein- kröm. heldur ýmislegt annað i umhverfi þess. Nú eru nokkur ár liðin síðan sýnt var fram á, að sólskin, einkum fjólubláu geislarnir, eru mjög mikilsvarðandi, til varnar beinkröm. Börnin jiroskast ekki af einni sam- an fæðunni, en þurfa birtu og sólskin í viöbót, til eðlilegs þroska, og varnar beinkröm. Nú má ekki einasta líta á, hve lengi sólin er á lofti. heldur og hve glatt sólskinið er. Reykur. raki og ryk í lofti teppa fjólubláu geislana. Vetrarsólin, kveld- og morgunsólin hafa því síður áhrif en hádegissólin. Rannsóknir i Toronto og í Norður-Bandaríkjunum hafa sýnt, að skamm- degissólin er ekki áhrifalaus. en i marsmán. fer sólskinið að hafa marg-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.