Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.01.1928, Blaðsíða 34
28 LÆKNABLAÐIÐ falt meiri áhrif á rachitis-sjúklinga. Gott gagn er aö loftba'Si, þótt ekki sé heiðskírt („skvshine"), en auövitaö jafnast j)að hvergi nærri viö sólskin. Venjulegt rúöugler hlej'pir ckki gegnum sig útfjólubláum geislum, sem einmitt verja börn beinkröm. Þess vegna hafa miklar tilraunir veriö geröar síðustu árin, til jíess aö framleiða gler, sem ekki teppir útfjólu- bláa geisla (Vita-gler etr.). Tisdall og Brown hafa sýnt fram á, aö sólskin keniur engan veginn í veg fyrir beinkröm, né læknar hana, gegn- um glugga meö venjulegu rúöugleri. Aftur á móti vinnur s u m a r sólin á beinkröm, þótt hún skíni gegnum hina sérstöku glertegund, sem fram- leidd hefir veriö upp á síðkastið. En vetrarsólin megnar lítið, jafnvel gegnum sérstakar glertegundir. Höf. telia m. ö. o. ekki árangurs aö vænta af geislunum gegnum gler, nema á sumrin, þegar sólin er kraftmest. Þetta tekur auövitað eingöngu til áhrifa sólarinnar á beinkröm. (Þýð. hefir séö sjúkl. í Rvík veröa mjög sólbrenda gegnum gluggagler). G. Cl. Prof. Hugh MacLean, I. Jones og G. Fildes: The cure of gastric and duodenal ulcers by intensive alkaline treatment. — (The Lancet 7. janúar 1928). Þetta er löng grein um magasár og meöferö Jæirra eftir lækna viö St. Thomas Hosp. í London. Höf. leggja mikla áherslu á, aö j)að sé hyperaciditet, sem haldi við sárunum og geri ])au verri, en aftur á móti leiði sárin til aukinnar sýrumyndunar vegna ertingar, sem frá þeim komi og því sé þarna circulus vitiosus í maganum. Þeir láta þá kenningu liggja milli hluta, hvort hyperaciditet orsaki sár eða ekki. Nú finst hyperaciditet ekki stöðugt þó að sár sé i maganum, en ])ó aö ekki sé regluleg hyper- aciditet, þá er I)ó oftast aukin myndun á magasafa. og sérstaklega ber mikiö á þvi, að magasafi myndist, ])ó aö magameltingin sé hætt og mag- inn matarlaus. Þessi myndun á magasafa getur haldiö áfram 1—2 klst. eftir aö maturinn er horfinn úr maganum og jafnvel lengur. Því er þaö, aö oft batnar eftir gastroenterostomiu vegna J>ess, aö j)á kemst alkalisk- ur pancreas-vökvi inh í magann og deyfir sýruna. Nú rís sú spurning, hvort ekki sé hægt meö meöulum aö ráöa viö sýruna meöan sáriö er að gróa og lækna þannig sáriö. Höf. álíta aö J)aö sé tiltölulega hægt verk viö öll maga- og duodenalsár, ])ar sem engar complicationes eru. Ráöiö er aö nota alkali, aö eins gefa nógu mikið. Litlir skamtar af alkali eru lítils veröir og stundum til ills eins, gera ekki annað en aö örfa til meiri sýru- myndunar í maganum. Aðalatriöið í meöferð sjúkl. er aö gefa nóg af alkali, til ])ess aö halda sýrunni altaf í skefjum. Þetta er auövelt aö degi til, en erfiðara á nótt- unni, og þá getur þaö spilst, sem unnist hefir yfir daginn. Ahrif alkalia hverfa oft eftir nokkra klukkutíma. Lítill munur er á því hvaða alkali eru gefin. Höf. hafa mest notað ])essar samsetningar: Bicarb. natric. 1, carb. magnesic. 2, oxycarb. magnesic. 2 eöa oxycarb. bismuth 1, bicarb. natric. 3, carb. magnesic. 3, creta præparat 3. Best er aö sjúkl. lifi eingöngu á vökvun í viku eða lengur, með alkalíunum, og hverfa þá óþægindi venjulega eftir 1—2 daga, ef um ulcus er aö ræða og ekki eru samvextir viö nærliggjandi líffæri. Fyrstu vikuna er gefin mjólk, 3 lítrar á dag. Til þess aö hindra þaö, aö

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.